Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 27
FIMMTUGUR: JÓN MATTHÍASSON loftskeytamaður « Hinn 23. ágúst s.l. varð Jón Matthíasson loft- skeytamaður á m.s. Dettifossi fimmtugur. Saga Félags íslenzkra loftskeytamanna verð- ur varla skráð án þess að Jóns verði þar minnst. Hann var einn af stofnendum félagsins, átti sæti i stjórninni fyrstu tíu árin samfleytt, stund- um sem formaður, og er nú sem stendur vara- formaður. Jón Matthíasson hefur unnið mikið og merki- legt starf í þágu F.Í.L., ekki sízt á fyrstu ár- um félagsins, þegar skilningur manna á þýð- ingu þessarar starfsgreinar var mjög takmark- aður, reyndist hann þá einn hinn nýtasti félagi og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn, þegar um það var að ræða að vinna að framgangi og efl- ingu stéttar sinnar. Hann átti árum saman sæti í samninganefndum fyrir hönd F.Í.L. og má óhætt fullyrða, að margar samningagerðir, sér- staklega fyrir loftskeytamenn á verzlunarskip- unum, hafi mætt á honum éinum, og að honum megi þakka öðrum fremur þá árangra, sem náðust í bættum kjörum og aðbúnaði loftskeyta- manna, enda urðu íslenzkir loftskeytamenn í þeim efnurn á undan stéttarbræðrum annarra Norðurálfuþjóða. Jón Matthíasson er giftur Jónínu Jóhannes- dóttur, hinni mestu ágætiskonu, hafa þau eign- azt tíu börn, sem öll eru á lífi, og er það glæsi- legur hópur. Það var ekki ætlunin með þessum línum að semja æviferilsskýrslu Jóns Matthías- Leystur úr álögum Frh. af bls. 24.7. „Hvað illt hefurðu þá gert, Bill?“ segir Peter Lamb, og- var nú mjúkmáll. „Ef það sefar tilfinningar þínar áður en þú yfirgefur þennan heim, þá er bezt að meðganga allt hreinlega. Við erum allir vinir, sem hér erum“. En Bill stundi bara. „Og nú er orðið of seint að hegna þér, Bill, fyrir það illt, sem þú kannt að hafa gert“. Og Bill stundi aftur og hristi höfuðið, en svo fór hann að hvísla fram því illa, sem hann hefði aðhafzt. Þegar læknirinn kom inn svo sem hálfri khikkustund síðar, voru þeir allir eins rólegir eins og drukknar mýs, en aumingja Bill hélt áfram að hvísla eins hratt og hann gat. Á svipstundu var læknirinn búinn að ryðja þeim öll- um úr vegi frá sér. Hann beygði sig yfir Bill, þreifaði á lífæðinni og skoðaði í honum tunguna. Svo hlustaði hann á hjartaslögin og lyktaði, eins og hann væri í vandræðum, af flöskunni á borðinu, sem Jasper Patt hsfði tekið að sér að annazt, vætti á sér fingur og bragaði á leginum. „Það hefur einhver verið að leika á ykkur og á mig líka“, sagði hann reiðilega. „Þetta er bara hreint brenni- vín, og það gott brennivín. Svona, pillið ykkur heim!“ Þetta spurðist allt um morguninn, og einu sinni enn varð Joe Barlcomb til athlægis um allt byggðarlagið. Fiestir sögðu að frú Prince hefði breytt alveg rétt og þeir vonuðu að Jói gæti nú lært af þessu. Og upp frá þessu var ekki mikið talað um „galdranornir" í Clay- bury. Og það eitt var víst, að Bill Jones vildi ekki að það orð væri viðhaft í sinni áheyrn. Sig. Fr. Einarsson. Lauslega þýtt úr ensku. £)nœlki Á aðalfundi Cunard skipafélagsins, sem haldinn var nýlega, var skýrt frá því að félagið hefði undanfarin ■4 ár greitt 15 millj. sterlp. samtals í skatta. ★ í apríl mánuði 1949 ráðgerðu Bandaríkjamenn að láta smíða 60 þús smál. flugvélamóðurskip. Efni, vinna o. fl. var þá áætlað 189 þús. dollarar. Nú mun sá kostn- aður nema 235 þús. doll., en 1948 hefði hann orðið helmingi lægri. ★ um eru 5-6000 útlendingar. Af 37 þús. manns, sem eru á norska verzlunarflotan- sonar. Hann er ennþá á bezta aldri og á mikið óstarfað ennþá. En ég vildi óska honum og fjöl- skyldu hans hjartanlega til hamingju á þessum tímamótum, og um leið þakka honum fyrir hönd F.Í.L. langt og gott starf í þágu félagsins. Lifðu heill, góði drengur. G. J. V í K I N G U R 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.