Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 28
2/7. Togarar, sem eru á karfa veiðum, fá talsverðan gulllax. — 1 Fnjóskadal standa allaufguð tré upp úr snjónum. Þar var 28 st. hiti í forsælu um daginn. • 4/7. Nýtt og fullkomið frystihús er tekið til starfa á Þórshöfn. Dýpkunarskipið Grettir vinnur þar að dýpkun hafnarinnar í júlímánuði í sumar. — Hafborgin farin á Græn- landsinið. — Rifsnesið fyllti sig á 10—12 dögum. — Grímseyingar gefa 90 dagsverk við væntanlegan flug- völl eyjarinnar. — Sænskir jarðfræð- ingar framkvæma mælingar á jökul- hlaupi í Hornafjarðarfljóti. 5/7. Víðidalstungurétt byggð upp, færð og steinsteypt. — Hafin vinna við nýja vatnsveitu á Selfossi. Aðal aðfærsluleiðin fullgerð í sumar. — Nýtt skipbrotsmannaskýli vígt í Iíeflavík, sem er austan við Eyja- fjörð. — Nýtt fiskiskip, Gullborg, hefur nú bætzt við flota okkar. — Norðfjarðartogararnir veiða karfa á nýjuin miðuni. Um 250 manns á þremur Austfjörðum fá vinnu við aflann. — Síldin er farin að veið- ast. Eitt skip fékk 1100 mál í gær, annað 5—G00 í morgun. • 7/7. Skymasterflugvélin Gullfaxi lenti í fyrsta sinni á Sauðárkróki. — Á níunda þúsund mál síldar kom- in til hafnar í Höfðakaupstað. AU- inörg skip hafa fengið góða veiði við Horn, en þoka og nokkur kaldi var á miðunum. — íslenzkur humar sendur vestur um haf. — Heima- skagi heitir nýr bátur um 90 lestir að stærð, er nýlega hljóp af stokk- unum í skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi. — 125 hval- ir eru þegar veiddir. • 9/7. Nær 600 erlendir ferðamenn eru með skemmtiferðaskipinu Car- onía. Er það stærsta skipið, sem hingað hefur komið. — Tveir menn bíða bana er steinn fellur á bifreið á Óshlíðarvegi. Tveir aðrir stór- slasaðir. Mennirnir voru allir frá Akureyri. — Hagl var á Síðumála í gær. — Hundur í Vestur-Skaftafells- sýslu synti 200 metrana, húsbónda sínum til samlætis. Skaftfellingar gerðu laug sérstaklega vegna sund- keppninnar. 10/7. Eyjólfur Jónsson þreytti Viðeyjarsund á sunnudag. Er hann áttundi íslendingurinn, sem það gerir. — Stefán Jónasson útgerðar- maður frá Akureyri gerist skip- stjóri á ný eftir margra ára búskap í sveit. • 11/7. Dráttarvél rann niður háa kletta og skriður, en ökumaður hentist af og stöðvaðist ómeiddur fremst á klettabrún. Gerðist þetta skammt innan við Vopnafjarðar- kauptún. — Verksmiðjustúlka stór- slasaðist í fyrradag er hárið festist í vél. — 1 ráði er að reisa beina- mjölsverksmiðju á Hofsósi. • 12/7. Verðlagseftirlitið er nú raun- verulega afnumið. Flestar nauðsynja- vörur teknar undan verðlagsákvæð- um. T. d. kornvörur, kaffi, sykur og vefnaðarvörur. — Sex flugvélar frá breíka hernum staddar í Reykjavík. Fjórir Sunderland-flugbátar á leið til Nýfundnalands og Bermundaeyja. 14/7. Yfir 5000 tunnur hafa þegar verið saltaðar á Siglufirði. — Eftir hálft ár gæti dráttarbrautin við Elliðaár tekið til starfa. Dráttar- brautin mun verða fyrir allt að 3000 tonna skip. • 15/7. Unnið er að dýpkun inn- siglingar á Stokkseyri. Tveir bátar á Stokkseyri fá bergmálsdýptarmæli og annar þeirra einnig fisksjá. — 20—30 þús. mál síldar hafa veiðzt síðasta sólarhringinn. — Allir fjall- vegir landsins nú loksins orðnir fær- ir. Unnið að brúarbyggingu á Jök- ulsá í Lóni og Jökulsá í Fljótsdal. • 16/7. Jiikulfellið fer til Chile. — Varðbáturinn Sæbjörg tók nýlega brezkan togara í landhelgi. • 17/7. Noregs-síldarmerki finnst við Horn. — Bræðslusíldaraflinn nálgast 100 þús. mál. Söltun 18.500 tunnur. — Hæsta síldveiðiskipið er Helga með 4700 mál. — V.b. Ivefl- víkingur brann og sökk með skjót- um hætti í gærmorgun. Skipverjar komust í björgunarbátinn og var bjargað í Skiðblaðni. — 44 togarar eru á veiðum. Þar af fimm gamlir á síldveiðum. • 18/7. Hafrannsóknarskip eru hér eftir 100.000 milna siglingu. Fara þau héðan til Madeira. — Keppt á grasvelli í knattspyrnu í fyrsta sinn hér í Reykjavík. Vaalerengen keppir vígsluleik við K.R. • 19/7. Afurðasalan það seni af er árinu er mest til Bandaríkjanna. Mest hefur selzt af freðfiski. — Þrær Raufarhafnarverksmiðjunnar fylltust í gær. • 25/7. Skemmsta ferð Gullfoss til Leith eru tveir sólarhringar og 6'/2 kl.st. — Sildarflotinn Iét úr höfn í nótt eftir fjögra daga veiðitöf. • 26/7. Ókunnur skipsskaði hefur orðið á skerinu Hvalbak út af Aust- fjörðum. Sjómenn frá Stöðvarfirði fundu brak úr skipi á skerinu. Vita- bygging nauðsynleg. — Vinabæja- mót, hið fyrsta hér á landi, háð á Siglufirði. • 27/7. Fyrsti farþegabíllinn hefur ekið milli Hornafjarðar og Reykja- víkur. Lítið í vötnum, en tólf tíma akstur 20 km. leið, þar sem verið er að leggja veg fyrir Berufjörð. — Skíðblaðnir frá Keflavik setti afla- inet á reknetum i Faxaflóa. Fékk 465 tunnur síldar í einni liign. • 31/7. Aðeins um 1000 mál síldar liafa veiðzt til jafnaðar á skip. — Fiskaflinn rúmlega 187 þús. tonn. 252 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.