Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 29
< *£. m4^ i« • 1/7. Þing Suður-Kóreu mótmælir vopnahléi við 38. breiddarbaug. — Taugaveiki og svarti dauði geysa í Norður-Kóreu. • 4/7. Ridgway hershöfðingi sendir fulltrúa á vopnahlésfundinn. Fund- urinn verður haldinn 10. júlí í Kaesong. — Brezkir verkamenn vilja fimmvelda afvopnunarráðstefnu. — Síðasta olíuskipið fór í gær frá Abadan. — Þýzk kona elur „Síams- tvíbura". Eru þeir samvaxnir á höfði, en hægt mun vera að skilja þá sundur. • 5/7. Rússar eiga fjölda hrað- fleygra sprengjuflugvéla. — Iran- stjórn í fjárþröng; biður um innan- ríkislán. — Um 160 norsk síldveiði- skip við Island í sumar. Meiri á- herzla lögð á þorskveiðar við Græn- land, en áður hefur verið. • 7/7. Fulltrúar Ridgway og komm- únista koma með hvítum fánum til Kaesong. Ridgway bannaði í gær að gera nokkrar loftárásir á vegina til borgarinnar. — Endurvígbúnaður hafinn í Austur-Þýzkalandi. • 8/7. Óhugnanleg mannfórn suður í Afríku. Drengur bundinn við tré í níu mánuði og unnið svo á hon- um með öxi og vasahníf. — Ætlar Iranstjórn að hindra brottför brezka starfsliðsins eystra? Bretar hvetja hana til að hlíta úrskurði alþjóða- dómstólsins, sem baðir megi við una. • 11/7. Egyptar heimta Breta burt frá Suezskurði óg Súdan. — Persar taka aftur við viðurkenningu sína á Haagdómstólnum. Telja olíudeiluna vera innanlandsmál Persíu. • 12/7. Brezkt skip var stöðvað af Egyptum í Rauðahafi. — Stjórnar- skipti í aðsigi á Frakklandi. Henri Quelille hefur beðizt lausnar. — 100 bréfdúfur sendar út um heim á 100 ára afmæli fréttastofu Reuters. • 13/7. Japanir fái óskert umráð allra mála, einnig hermála, — Hlé varð á vopnahlésviðræðum í gær- dag. Herstjórn norðurhersins neit- ar að leyfa fréttamönnum S. Þ. að fara til Kaesong. • 14/7. Vatnsflóð í Kansas svipti 50 þúsund manns heimili. Tjónið nemur tugum millj. og hjálparlið fær ekki rönd við reist í varnar- starfi. — Finnskt skip fær sekt fyr- ir brot á tollalögum við Island. — Fárviðri veldur miklu tjóni í Dan- mörku. Margir húsbrunar, vatn flæðir í kjallara og þök fljúga af hlöðum og öðrum útihúsum. • 15/7. Engar vopnahlésviðræður, en blóðugir bardagar hjá Kaesong. 16/7. Indland ógnar Pakistan. Herlið við landamærin. • 17/7. Flóðin í Kansas City eru tekin að sjatna, en eldar brenna enn í borginni. — Skriðdrekum beitt gegn múgnum í Teheran í gær. • 18/7. Þjóðleikhúsið í Dublin brann í dag. Það var orðið 47 ára gamalt. — Bretar spyrja hvort USA ætli að afla sér flotastöðva á Spáni. — 1 gær vann Baudouin I. eið að stjórnarskránni. Mikill mannfjöldi hyllti nýja konunginn. — Berlinar- háskólinn í Vestur-Berlín fær styrk úr Ford-sjóði. • 19/7. Bretar vilja Grikki og Tyrki í Atlantshafsbandalagið. Telja þeir að það tryggi varnir Austurlanda. 20/7. Vatnsflóðin í Kansas ógna nú St. Louis. • 21/7. Abdullah konungur í Trans- jórdaníu myrtur. Morðið getur haft víðtækar stjórnmálalegar afleiðing- ar. — Fyrrverandi krónprins Þýzka- lands Iátinn. — Sameinuðu þjóðirn- ar telja sig verða að hafa her í Kóreu fyrst um sinn, þar eð þær geta ekki farið með her sinn þaðan fyrr en varanlegur friður er tryggð- ur. — Bandaríkin fá flugvöll í Saudi-Arabíu. — Spánn fær lán í Bandaríkjunum. • • 24/7. Petain marskálkur látinn. — Franuisco Lopes var kjörinn for- seti í Portúgal um helgina. — Lond- on er enn stærsta borg heimsins, hefur nokkru fleiri íbúa en New York. • 25/7. Mayer reynir stjórnarmynd- un í Frakklandi. — Refir gera inn- rás í London. Þykir hænsn sérlega lostæt. — Lítil síldveiði norskra skipa við Island og Jan Mayen. 26/7. Bretar telja hernaðarsam- vinnu við Spán óheppilega. — Átta bandarískar flugvélar fljúga inn yfir kínverskt land og voru sjö skotnar niður. • 28/7. Mikill þorskafli skipa frá mörgum þjóðum við Grænland. Fær- eyingar afla mest, enda eru þeir kunnugastir og njóta sömu aðstöðu og Danir. — Joy stingur upp á hlut- lausu svæði í Kóreu. — Fyrsta atómskip heimsins er nú í brezka flotanum. Bretar munu eftir eitt eða tvö ár eiga um 65 atómskip. Talið að þau valdi tímamótum í sögu herskipabygginga. • 29/7. Brezkur leiðangur til sHið- urhlíða Everest í haust. Foringi Ieiðangursins er Shipton, sem fræg- ur er úr fyrri ferðum á fjallið. — Fjöldi rússneskra fiskiskipa við Noreg. • 31/7. Ameríski herinn talinn þarfnast 7 milljarða dollara auka- framlags vegna Kóreustríðsins. Að- aláherzla lögð á aukin vopnakaup. VI Kl N G U R 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.