Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 30
Anton Tsékoff Framhaldssaga 3 Þjónar réttvísinnar Hann er nú samt óvitlaus mannskrattinn, sagði dóm- arinn við sjálfan sig þegar Dukofskij var farinn. En það verður að halda ögn í hemilinn á honum, því ann- ars berst hann of mikið á. Daginn eftir voru þeir Nikolaj og Psékoff teknir höndum, fluttir með herverði til bæjarins og settir í varðhald. * Nokkrum dögum síðar sat dómarinn og var að blaða í skjölum í „Kljausofsmálinu" og Dukofskij æddi um gólfið í stofunni eins og villidýr í búri. — Hvers vegna viljið þér ekki trúa því, að María Ivanovna sé sek, úr því þér eruð þó sannfærður um, að Nikolaj og Psékoff séu það? — Eg get vel trúað því, en ég verð að byggja á ein- hverju öðru en lausum getgátum. Ég heimta sannanir, en þær vantar gersamlega enn. — Sögðuð þér sannanir? Þær skal ég útvega yður. Verið alveg viss. Sannanirnar skulu koma. Ég hef ör- ugga f ótf estu... Ég er ekki á f læðiskeri staddur. —: Hvað eigið þér við? — Hvað ég á við? Eldspýtuna auðvitað. Það lítur út fyrir að þér séuð búinn að gleyma henni. Nú er ein- ungis eftír a vita, hver hefur kveikt á henni inni í herbergi Kljausofs. Nikolaj hefur ekki gert það og Psékof ekki heldur. Það hefur ekki fundizt svo mikið sem eldspýta í vösum þeirra eða hirzlum, og þar hlýtur því einhver þriðji maðurinn að vera við riðinn, og það er, með öðrum orðum, Anna Ivanovna. Á þetta skal ég færa yður fullar sönnur, ef þér viljið aðeins leyfa mér að fara minna ferða. Ekki þarf annað en að skyggnast dálítið um þar rétt í grenndinni . . . — Sleppum því nú og fáið þér yður heldur sæti. Sökudólgarnir hafa báðir beðið lengi í forstofunni og því er víst mál til komið, að við byrjum yfirheyrzluna. Dukofskij settist við borðið, opnaði dómsmálabókina og stakk nefinu á kaf ofan í hana. —Komið þér inn með Nikolaj! kallaði dómarinn, og að vörmu spori kom hervörðurinn með glæpamann- inn, náfölan og skjálfandi af ótta. — Taktu nú eftir, Tetjokof, sagði dómarinn. Árið 1879 sátuð þér þrjátíu daga í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað, og árið 1883 í tuttugu daga varðhaldi fyrir samskonar tiltæki. Við könnumst við það allt saman! Nikolaj varð svo forviða á alvizku dómarans, að hann stóð eins og þrumu lostinn. Hann var svo fárlamaður, að hann fór að gráta, og loks varð að senda hann út aftur, af því að hann gat engu orði upp komið. —¦ Komið þá með Psékof, sagði dómarinn. Ekki var hann borubrattari. Hann var orðinn skin- horaður og vesældarlegur og augun stóðu í honum, sljó og fjörlaus. — Setjið þér yður niður, Psékof, sagði dómarinn. Ég vona að þér verðið skynsamur í þetta sinn og með- gangið nú fyrir okkur. Léttið þér nú á samvizkunni og segið nú frá öllu eins og það er. Heyrið þér það! —¦ Ég hef ekkert að meðganga, ég veit ekki neitt, sagði Psékof í hálfum hljóðum. — Þá skal ég rif ja upp fyrir yður alla söguna, eins og hún gekk tiL sagði dómarinn. Lítið þér nú á: Föstu- dagskvöldið góða sátuð þér inni hjá Kljausof og drukk- uð með honum öl og brennivín. Nikolaj var hjá ykkur og gekk um beina. Klukkan eitt sagði Kljausof, að hann vildi fara að hátta, eins og vant var. Og meðan hann var að taka af sér skóna réðust þið Nikolaj báðir á hann eftir samanteknu ráði og skelltuð honum upp í rúmið. Annar ykkar hélt á honum höndunum, en hinn fótunum. Þá kom inn þriðji maðurinn, sem var í vit- orðinu. Það var kvenmaður, sem hafði beðið fyrir utan dyrnar. Hún þreif koddann til að kæfa hann í, og á þann hátt var sómaverkið unnið. En í þeim ryskingum, sem þá urðu, slokknaði ljósið og hún tók þá upp úr vasa sínum sænskan eldspýtustokk og kveikti aftur. Er ekki allt rétt, sem ég segi? Jú, það er ekki til neins að bera á móti því, ég sé það á yður. ¦— Og svo þegar búið var að kæfa Kljansof, þá drösluðuð þið líkinu út um gluggann og lögðuð það hjá stóru hvonninni, sem þar vex. Síðan báruð þið likið yfir grasflötinn og lögð- uð það undir runna og létuð það liggja þar þangað til þið sáuð ykkur fært að bera það lengra, út fyrir garð- inn . . . En hvað gengur að yður, maður? Er yður illt? sagði dómarinn allt í einu og leit á Tsékof, sem var orðinn fölur eins og nár og ætlaði að leka niður af stólnum. — Mér er flökurt, það er að líða yfir mig . . . Jú, það er rétt allt saman . . . En lofið þér mér að komast út. í guðanna bænum, sleppið mér út! — Jæja, þarna fékk ég hann þó loksins til að með- ganga, sagði Tschubikof hróðugur, undir eins og búið var að færa Psékof út úr dyrunum. — Fjandi var hann baldinn, en ég hafði það upp úr honum samt. — Og hann meðgekk líka, að kvenmaður hefði verið 254 VIKlN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.