Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 31
með þeim í þessu, sagði Dukofskij. En nú verð ég að fara strax og fá vissu mína um eldspýtuna. Það er ekki vert að draga það lengur. Sælir á meðan! Hann þreif húfu sína og snaraðist út úr stofunni. Dómarinn fór þá að yfirheyra Akulínu. En hún sagðist ekkert vita, kvaðst aldrei hafa átt nein mök við þessa náunga, hvorki Kljausof né sökudólgana. Herra dómar- inn er sá einasti, það segi ég satt, sagði hún og leit ofur hlýlega til Tschubikofs. —o— Klukkan sex um kvöldið kom Dukofskij aftur og var honum mikið niðri fyrir. Hann var eldrauður í framan og svo skjálfhentur, að hann ætlaði aldrei að geta hneppt frá sér frakkanum. Það var auðséð, að hann var með merkilegar fréttir. — Ég kom, ég sá, ég sigraði, sagði hann meir en lítið hreykinn og sletti sér lafmóður niður í hæginda- stól dómarans. Ég segi yður það satt, að ég get ekki annað en farið að hafa trú á mér sem framúrskarandi efni í leynilögreglumann. Þér trúið því ekki — ég er hvorki meira né minna en -búinn að hafa upp á þeim fjórða, sem er við málið riðinn! — Hvað segirðu maður? Þeim fjórða? — Já, og það er kvenmaður lika, svo fallegur, að margur myndi gefa tíu ár af lífi sínu til þess að fá að kyssa, þó ekki væri nema á öxlina á henni. Ég hef verið á ferðinni síðan í morgun og snuðrað inn í hverja krá og að minnsta kosti fimmtíu búðir. Eg bað hvar sem ég kom um eldspýtur. Loksins, þegar ég kom í Sadofskrána og bið enn um eldspýtur, þá var mér feng- ið heilt bréf, en ég sá strax að í bréfinu voru aðeins níu eldspýtustokkar í staðinn fyrir tíu. Það vantar einn stokk í bréfið, sagði ég, hvað er orðið af honum? — Ja, hann er nú seldur. — Hverjum? spyr ég, og það er mér sagt, og þetta kalla ég uppgötvun! Mér er til efs, að þeir geri það betur hinir, það verð ég að segja, þó ég eigi sjálfur í hlut. En nú er ekki til setunnar boðið! — Nú, hvað þá? — Við verðum auðvitað að fara til fjórða sökudólgs- ins. Við verðum að flýta okkur, því að ég er orðinn svo óþolinmóður, að ég ræð mér ekki. Og hver haldið þér að það sé? Engin önnur en hún Olga Petrovna, fallega konan lögreglustjórans! — Eruð þér sjóðandi vitlaus, maður? — Nei, það er langt frá því. Þetta er svo sem full- greinilegt. Ég veit, að hún hefur keypt eldspýtumar, og svo hefur hún í langan tíma verið vitlaus eftir Kljausof. Hann kærði sig ekkert um hana, en leizt betur á Akulínu, og því hefur Olga viljað hefna sín. En nú skulum við flýta okkur af stað áður en skyggir meir. — Haldið þér að mér detti í hug, að trufla nætur- fi'iðinn fyrir heiðvirðri konu, þó að þér séuð orðinn bandvitlaus? — Ég vona að þér gerið það fyrir mig að koma með mér, ekki vegna mín sjálfs, heldur tii þess að réttvís— inni geti orðið framgengt. Þetta mál vekur ekki litla eftirtekt um allt Rússland, skal ég segja yður. Og þér verðið vafalaust stórfrægur, ef þér komist fyrir allar rætur þess. Ég er handviss um, að þér fengjuð þegar SJÖMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannaaamband íelands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundssmu Ritnefnd: Júlíus Kr. Ólafsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson (Sigl.), Þorsteinn Stefánsson (Ak.), Runólfur Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 40 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 565S. Prentaö í fsafoldarprentsmiðju h.f. í stað embætti í yfirréttinum. Þér hljótið að sjá það sjálfur! Dómarinn sat um stund þegjandi og hugsaði sig um; síðan þreif hann hatt sinn. — Fjandinn eigi allt fumið í yður, sagði hann og var þungur á brún. En það er víst bezt að við förum samt, annars hef ég engan frið fyrir yður. Það var orðið koldimmt þegar þeir, dómarinn og skrifari hans, komu í vagni sínum að húsi lögreglu- stjórans, og hjá gömlum tildurhana, eins og Tschubikof, vakti þetta myrkur ýmsar hugsanir. Honum var svo illa við, að eiga að fara að ónáða hina fögru frú ög- reglustjórans svona síðla dags, að hann óskaði sér helzt að vera kominn heim aftur. — Ég hundskammast mín, tautaði hann, um leið og þeir hringdu dyrabjöllunni. I forstofunni tók á móti þeim kona, hávaxin og þétt- vaxin, dökk á brún og brá og með lystilega rauðar varir. Gaf þar að líta Olgu Petrovnu, fallegu konuna lögreglustjórans. — En hvað þið hittið vel á, við vorum einmitt að bera á borð kvöldmatinn, sagði hún og brosti elskulega. Maðurinn minn er reyndar ekki heima, en ég býst við honum á hverri stundu. Þið komið náttúrlega frá ein- hverri rannsókninni, eins og vant er. — Já, og svo urðum við fyrir því óhappi á heimleið- inni, að önnur vagnfjöðrin brotnaði, sagði Tschubikof um leið og hann gekk inn í stofuna. — Hvað eiga þessi undanbrögð að þýða? hvíslaði Dukofskij í eyra hans. Þetta er ótæk aðferð, það dugar ekki annað en koma flatt upp á hana. — Jæja, reynið þér þá hvað yður verður ágengt, hvíslaði Tschubikof byrstur og gekk út að glugganum. — Já, frú mín góð, sagði Dukofskij og gekk fast að Olgu Petrovnu. Ég verð að segja yður tæpitungulaust, að við erum hvorki komnir hingað til þess að borða kvöldmat eða rabba við manninn yðar, heldur til þess að leggja fyrir yður eina spurningu: Hvað hafið þér gert af Mark Ivanovitch? Framhald. V I K I N □ U R 255

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.