Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 6
Gannlaugur Þóröarson, lögfrœðingur: Landhelgin og forn réttur íslendinga Hinn 19. september s.l. birtist í Alþýðublaðinu grein sú um landhelgismál vort, sem hér fer á eftir. Höfundurinn, Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur, fyrrverandi forsetaritari, hefur að undanfömu lagt stund á alþjóðarétt erlendis og býr sig nú undir að skrifa doktorsritgerð um landhelgismálin, með sérstöku tilliti til fiskveiðanna. I þessari athyglisverðu grein skýrir Gunnlaugur m. a, frá því, hver sé liinn forni réttur ís- lendinga um landhelgi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að fram til ársins 1859 hafi landhelgin verið „talin a. m. k. ó jarðmálsmílur, öðru nafni danskar mílur, eða með öðrum orðum 16 sjó- mílur". Virðist fyllilega athugandi, hvort elcki beri að sækja landhelgismálið á grundvelli hins sögulega réttar. Að minnsta kosti er sjálfsagt, að beita sögulegum rökum svo sem auðið er. Hin merka grein Gunnlaugs Þórðarsonar birtist hér með leyfi hófundarins. Ritstjóri. Hinn 11. september s. 1. sendi utanríkisráðu- neytið frá sér fréttatilkynning-u, sem snerti landhelgismálið svokallaða. f lok þeirrar frétta- tilkynningar segir: ,,Að svo vöxnu máli þykir rétt að taka ekki ákvörðun um frekari aðgerðir skv. lögunum um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins og beitingu reglugerðar- innar samkvæmt þeim lögum gagnvart öðrum en þeim, sem hún þegar tekur til, fyrr en sýnt er, hvernig málið horfir við eftir meðferð land- helgismáls Breta og Norðmanna í Haag“. Vafalaust hafa fleiri en ég orðið fyrir von- brigðum, er þeir lásu fréttatilkynningu þessa. Finnst mér þessi ákvörðun utanríkisráðuneytis- ins vera mjög varhugaverð. Með henni sýn- um vér óbeint, að vér efumst um rétt Norð- manna í þessu mikilvæga deilumáli þeirra og spillum ekki aðeins málstað þeirra með slíku h'iki, heldur einnig vorum eigin málstað. Eins mætti spyrja, hvaða ástæður hafi verið til þessa hiks, ekkert virðist geta tapazt í landhelgis- máli voru, þó að við hefðum strax sýnt einarð- lega framkomu og staðið á rétti vorum, fært þegar í stað landhelgina út og staðið við hlið Norðmanna fyrir réttinum í Haag og á þann hátt orðið þeim til stuðnings í deilumáli þeirra. Eða á að skilja þessa ákvörðun svo, að ef dóm- urinn verði Norðmönnum í óhag, þá verði ekk- ert frekar gert í málum vorum? Eins mætti spyrja, hvort nokkuð hefði tapazt í málinu, þótt vér hefðum verið búnir að færa út landhelgina, en dómstóllinn í Haag, sem ég þó tel mjög vafasamt, neitað að fallast á hinar réttmætu kröfur Norðmanna? Ekki gengur samningurinn frá 1901 (ég tala um hann sem dautt plagg, því sem betur fer heyrir hann sögunni til innan fárra daga) í gildi aftur, þótt alþjóðadómstóll- inn kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, að þriggja sjómílna landhelgi skuli teljast alþjóð- legt takmark landhelgi hverrar þjóðar að því er fiskveiðar snertir. Ef til vill stafar þessi ákvörðun utanríkis- ráðuneytisins af því, að það haldi, að Bretar sýni meiri lipurð í samningum við oss um land- helgismál vort, ef vér frestum aðgerðum í sam- bandi við bí-ottfall samningsins frá 1901. Já, mikil er trú þeirra manna, því ekki hafa Bretar á neinn hátt sýnt bilbug á stefnu sinni um þriggja sjómílna landhelgi, með framkomu sinni í fyrrnefndu deilumáli, svo að möguleikar til samninga við þá, ef út í þá sálma yrði farið, virðast ekki geta minnkað, þótt Norðmönnum félli óhagstæður dómur í málinu, eftir að vér hefðum verið búnir að gera vorar ráðstafanir vegna landhelginnar. Nei, þetta hik er oss lítt sæmandi og er landhelgismálum vorum og Norð- manna til tjóns. LANDGRUNNIÐ. En úr því ég er byrjaður að skrifa um land- heigismálið, þá vil ég nota tækifærið til að benda á önnur atriði, sem mér þykir að eigi hafi verið nógu mikill gaumur gefinn, enda þótt í slíkri 262 VÍ KIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.