Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 10
Hinn jorni réttur MeSal þeirra alltof fáu bla'Sa, sem ritaS hafa af skilningi og skynsemd um landhelgismáli‘8 er bla8i8 VikutítHndi. Hinn 23. sept. s. I. birtist þar m. a. grein, sem nefnist „Landhelgismál í nýju ljósi“. Er þar rœtt um liina merku ritgerfi Gunnlaugs Þór’Sarsonar lögfrœðings og gerÖ grein fyrir nokkrum helztu athugunum hans og niSurstóöum. Ennfremur segir bla'Si’S: „Eins og kunnugt er, fellur samningurinn vi8 Breta frá 1901 iir gildi 3. okt. n. k. En ríkis- stjórn Islands vir 'ðist vera á undanhaldi og hika við, hvort rétt sé a<i beita nýjum ákvœðum áður en Haagdómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð í máli Breta og Norðmanna, en þess úrskurðar er ekki að vœnta fyrr en um áramót nœstkomandi í fyrsta lagi. Þar með (við niðurfellingu samningsins frá 1901) er komið til kasta íslenzkra stjórnarvalda að láta til skarar skríða um framtíð landhelgismálsins. Er ekki athugandi, hvort ekki beri a8 reka málið á grundvelli hins forna réttar okkar? A þeim grundvelli börðust Islendingar fyrir stjórnfrelsi sínu og fullkomnu sjálfstœði og unnu frábœran sigur. Hinn forni réttur er enn okkar helzta máttarsto'8 í skiptum vi8 þjóðir, hverjar sem í hlut eiga. Gunnlaugur Þórðarson liefur á drengilegan hátt bent þjó>8 sinni á baráttugrundvöllinn, og er þess von, a8 menn almennt sameinist um skoSun hans, því a8 hún er heilbrigð, skynsamleg og í samrœmi vi8 íslenzka hef8. Er vonandi, a8 alþingi þa.8, sejn nú mun bráölega hefja störf sín, láti dyggilega hendur standa fram úr ermum, og líti þjóðlegum augum á máúi‘8. Hinn forni réttur er drengilegur baráttugrundvóllur og þjóðinni til mestrar sœmdar og gagns“. að því er framkvæmd þeirra laga snertir, þetta 4 sjómílna takmark reglugerðarinnar frá 22. apríl 1950; en því til svars má vissulega benda á, að reglugerð þessi hafi einungis verið sett til bráðabirgða, eða þar til samningurinn frá 1901 væri niðurfallinn. Ég tel mjög heppilegt, að hinir færustu menn verði sendir til Haag, til að hlusta á réttar- höldin þar, en vér megum ekki heldur gleyma þeim rétti vorum, sem felst í gömlum skjölum og tilskipunum. Að lokum eitt atriði: Það er viðurkennt .af fiskifræðingum, að fiskstofn landgrunnsins sé í yfirvofandi hættu vegna ofmikilla veiða. Þeir sömu fiskifræðingar telja, að friðanir gegn botnvörpu- og dragnótaveiðum séu helzta ráð- ið til að bjarga fiskistofninum. Hefur ísland ekki rétt til, eða réttara sagt ber því ekki skylda til vegna neyðarréttar, að gera einhverjar frið- unarráðstafanir á landgrunni sínu? En hvernig verður þeim friðunarráðstöfun- um bezt fyrirkomið? Er það nema stækkun friðaða svæðisins, sem að haldi getur komið? Ég hef sett þessi atriði hér fram, ef verða mætti til þess að menn hugleiddu betur rétt vorn í þessu mikilvæga máli, því betur sjá augu en auga. Á alþingi því, er nú kemur saman inn- an skamms, verður væntanlega um mál þetta rætt. Telja má víst, að þar komi ljóst fram, hverjar kröfur verði gerðar nú, er samningur- inn frá 1901 er brott fallinn. Nú er nauðsynlegt, að haldið verði vel á þessu máli og það haft hugfast, að þær ákvarð- anir, sem verða teknar, geta orðið bindandi fyrir þjóðina um ófyrirsjáanlega framtíð. 13. sept. 1951. Verkfræðingar hafa fengið aukinn áhuga fyrir fimm- blaða skrúfum á skip. En erfiðleikar eru taidir á því að framleiða slíkar skrúfur, sérstaklega fyrir hægfara flutningaskip og dráttarbáta. * . Kínverskar sjéræningjaskútur vopnaðar velbyssum, undir fána kínverskra þjóðernissinna, hafa oftsinnis ráðizt á brezk skip, sem hafa annaðhvort varizt árás- unum eða komizt undan á flótta. Mörg hinna brezku skipa hafa laskast. 266 VÍKI.NGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.