Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 19
sjómannaheimili Slysið við Sandeyri SIGLUFJARÐAR 1950 Arbók Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar fyrir árið 1950 er komin út og hefur borizt blaðinu. Er þar m. a. að finna þessar upplýsingar um starfsemi þess- arar ágætu stofnunar: Heimilið tók til starfa 18. júní og var rekið til sept- emberloka, eða í 104 daga. Var þetta tólfta starfsár heimilisins. Starfaði það í sömu húsakynnum og áður og var rekið af stúkunni Framsókn nr. 187, svo sem verið hefur. Starfsfólk heimilisins var 10 manns, 9 konur óg einn karlmaður. Frú Lára Jóhannesdóttir veitti heimilinu forstöðu. Á heimilinu voru framreiddar veitingar alla daga. i veitingasal lágu frammi flest blöð og tímarit. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum endurgjaldslaust. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og símskeyta. Geymd voru föt og ýmsir munir fyrir sjómenn. Alls komu á heimilið 17425 gestir um sumarið, flestir í ágúst, 8647. Bókasafn heimilisins er nú um 2200 bindi. Bækur voru lánaðar í skip í sérstökum kössum, sem heimilið lagði til. Voru afhent 10 bindi í einu. Alls voru lánuð 1200 bindi úr safninu. Allar skipshafnir skiluðu bókum og kössum aftur óskemmdum að mestu. Böð voru starfrækt á líkan hátt og áður og var tala baðgesta 3286. Heimilið naut styrkja ti! starfsemi sinnar frá eftir- töldum aðilum: Ríkissjóði, 5000 kr., Stórstúku fslands, 1500 kr. og Siglufjarðarkaupstað, 1000 kr. Auk þess bárust heimilinu allmiklar gjafir frá sjómönnum og fleirum. í stjórn heimilisins voru: Pétur Björnsson, Andrés Hafliðason og Óskar J. Þorláksson. 1889 Þriðjudaginn 12. nóv. 1889, lagði þiljubáturinn ,,01a- vía“ upp frá ísafirði, eign H. A. Clausensverzlunar, með saltfluttning norður á Snæfjallaströnd. Skijistjóri var Þorleifur Jóhannsson (sonur séra Jóhanns Bjarna- sonar d. að Jónsnesi 1873) en hásetar voru þeir Guð- mundur Ebenezersson húsmaður á ísafirði, Benedikt Jónsson úr Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, húsmaður á ísafirði og Magnús Árnason skósmiður, ættaður úr Steingrímsfirði. Lögðu þeir skipinu fyrir framan Sind- eyri seinni parts dags. Veður var all-ískyggilegt. l'óru þeir í land á Sandeyri um kvöldið, en á meðan þeir dvöldu í landi, ágerðist veðrið, svo að þeir Þorleifur fengu léðan bát og tvo vinnumenn á Sandeyri, þá Engilbert Björnsson og Bjarna Jakobsson, til að kom- ast fram í skipið. Aðfaranótt miðvikudags fór veður versnandi, og á miðvikudagsmorgun var kominn af- taka garður af suðvestri, með hafróti og brimi. Mun þá hafa slitnað önnur akkerisfestin og skipverjar lík- lega búizt við að skipið mundi slitna upp, en hvað sem því hefur valdið, tóku þeir það óheillaráð, að halda út í einsýna ófæru og fara á bátnum í land. Er þeir voru komnir miðja vegu, eða þeir áttu eftir á að gizka 100 faðma í land, reis upp brimboði og hvolfdi bátnum í einu vetfangi og drukknuðu þeir þar allir sex. Fjöldi manns stóð þarna í lendingunni og fékk ekkert að gert fyrir ósjó og veðri. Fimm líkanna fundust á fimmtu- dagsmorguninn innar á ströndinni, eða nálægt Skai ði, öll ósködduð, en lík Benedikts Jónssonar fanst á föstu- dagsmorgun. Voru líkin fyrir forgöngu oddvitans, Ásgríms Jóna- tanssonar, flutt samdægurs að Sandeyri. Er slys þetta því sorglegra, þar sem öllum hefði verið borgið ef þeir hefðu ekki yfirgefið skipið, en það lá óskaddað fyrir annari akkerisfestinni á fimmtudagsmorguni.m, en þá hafði veðrinu slotað í svipinn, svo komizt varð út í það. Ó. B. til að koma bátnum til mannanna og draga hann svo á milli strandaða skipsins og hinna björgunarbatanna. En þegar verið var að losa liann frá skipinu kom ólag á bátinn og hann brotnaði og var nærri sokkinn, en mennirnir komust úr honum aftur og um borð, kom þá v.b. „Fróði“ frá Grindavík i þessu og komst það nærri strandinu, að hann náði þeim 6 mönnum, sem eftir voru, en þeir köstuðu sér í björgunarbeltum. Var þá strax sett á fulla ferð á b.v. Sæbjörgu og haldið að fleka er einn maður var á skammt í burtu, en v. b. „Jón Guðmundsson" var þá nær og tók manninn af flekan- um. Ensku togararnir tveir björguðu 5 mönnum úr sjónum á bátum sinum. Var þá búið að bjarga öllum skipverjum og þá haldið af stað til Reykjavíkur með mennina. Var siglt með fullri ferð og kl. 13,30 var komið til Reykjavíkur, þar sem tekið var á móti mönnunv.m af < Slysavarnafélagi íslands og umboðsmanni hins strand- aða skips. Á leiðinni til strandstaðarins var hægviðri, rigning og- súld og skyggni ekki gott, vestan sjór var töluverð- ur, en gekk svo til austan áttar og létti til og hætti að rigna. Var austan kul og vestan sjór töluverður nieðan á björguninni stóð. Björgunarskipið „Sæbjörg" 15. apríl 1950. Har. Björnsson, skipstjóri. V í K I N □ U R 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.