Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 23
20. mynd. Vélarúmið í M. G. B. 2009. Ekkert kælivatn. Einfaldari £ meðferð. Fljótari gangsetning. Koetir frarn yfir dieselmótorinn: Er ódýrari. Notar ódýrara eldsneyti. Ekkert kælivatn. Hefur rólegri gang. Minni smurningsolíunotkun. Minni viðhaldskostnað. Er einfaldari í smíðum. tíallar brennsluhverfilsins: Of lítil notkunarreynsla. Léleg nýtni. Kostirnir, sem hér hafa verið nefndir, þurfa ekki frekari skýringar við, en um gallana er hægt að segja eftirfarandi: Brown-Boveri hefur haft brennsluhverfil í næstum stöðugri notkun í 10 ár, en það er sérstakt kerfi (spec- ialanlæg) notað í hráolíuiðnaði. Hlutverk hverfilsins er ekki að vinna sem aflvél í þessu sambandi, heldur er þátttakandi í efnabreytingu. í öll þessi ár hafa sngir erfiðleikar komið í ljós með hann. Elzta brennsluhverfla aflstöðin er neyðaraflstöð, sem var smíðuð á stríðsárunum í Sviss, en þessa stöð hefur lítið þurft að nota, og þess vegna hefur lítil reynsla fengizt fyrir henni. Aftur á móti hefur járnbrautarvagn með brennsluhverfli, er var smíðaður hjá Brown-Boveri árið 1940, síðan verið í stöðugri notkun. Gefin hefur verið út ýtarleg skýrsla um rekstur þessa vagns. Reynsla sú, sem fengizt hefur af notkun þessa vagns, er sú fyrsta í rekstri brennsluhverfils á löngum tíma. Þessi reynsla hefur sýnt, að brennsluhverfillinn er álíka'ör- uggur í rekstri og aðrar aflvélar. Fyrir utan þetta er aðeins fengin sú reynsla, sem hinir ýmsu tilraunahverflar og hjálparhverflar við að þrýstihlaða dieselmótora hafa sýnt. Hvaða ályktun ei- nú hægt að draga af þessu, sem nefnt hefur verið, um öruggan rekstur brennsluhverfils? Það, sem hefur valdið mestu vandræðum í rekstri hverfla af þessi tagi er, að aska hefur viljað festast á skóflurnar og sót í lofthitarann. Hið fyrrnefnda er atriði, sem eingöngu varðar eldsneytisolíuna. Ef notuð V I K I N □ U R 279

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.