Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 25
GEIHISHIKKUI! Evrópudeild efnahagsstofnunar sameinuðu þjóðanna hefur sent út sérstaka álitsgerð, þar sem mælt er með því, að þegar í stað verði hækkað myntgengi hjá Evrópu- þjóðunum, til þess að koma í veg fyrir verðbólgu. í þessari álitsgerð er komizt svo að orði, að ef verð- bólgan eigi ekki að þenjast uppúr öllu valdi, sé aðeins eitt hægt að gera, og það sé að hækka gengi sterlings- pundsins og allra annara Evrópuþjóða, sem orðið hafa að sæta gengislækkun gagnvart dollarnum. Sam- eiginlegt átak hjá gengislækkunarlöndunum muni lækka innkaupsverð varanna að miklum mun, án þess að útflutningurinn bíði tjón við það. Þess er að vænta, að gengishækkun stöðvi verðbólguna og skapi um leið hagstæðari greiðslujöfnuð hjá Evrópu- löndunum, en um leið verður að gera ráð fyrir áfram- haldandi ráðstöfunum gegn verðbólgunni í ýmsum löndum, meðal annars takmörkunum á neyzluvarningi. í skýrslu Efnahagsstofnunarinnar er komizt að þeirri niðurstöðu, að hin endalausa launa- og verðlagsskrúfa muni að öllu líkindum halda áfram, ef ekki verði þegar í stað gripið til þess ráðs að hækka gengið. Lítilfjörleg gengishækkun, segir í skýrslunni, getur jafnvel aukið álit á peningagildi Evrópuþjóðanna og um leið stöðvað verð- og launaskrúfuna. Róttækari að- gerðir í þessum efnum telur Efnahagsstofnunin að geti leitt til þess að það tjón, sem þegar hefur orðið, verði bætt að fullu. Að skýrslu þessari hafa unnið fremstu sérfræðingar stofnunarinnar í efnahagsmálum undir stjórn banda- ríkjamannsins Harold B. Lary. Lausl. þýtt úr Berl. Tidende — G. J. £mœlki Maður nokkur gegndi starfi meðhjálpara í fyrsta skipti. Faðir hans var við messuna og þótti miklu varða, að syninum færi starfið vel úr hendi. í messulok las meðhjálparinn faðirvor úr kórdyrum, eins og vera bar. Minnti föður hans þá, að hann ætti að hnýta blessunar- orðunum aftan við og sagði til að minna hann á: „Drottinn blessi þig, Jón minn“. Rankaði hann jafn- skjótt við sér og bætti við: „Nei, annars, þess þarf ekki“. * * * Karl, sem þótti hálfgerður fáráður, stal lambi frá prestinum sínum, og var kerling hans í vitorði með honum. Ekki var hann laus við kvíða um það, að þetta kæmist upp og var því vel á verði, ef eitthvað bærizt honum til eyma, sem bendlaði hann við stuld lambsins. Veturinn eftir var karl við kirkju einu sinni sem oftar, og lagði presturinn út af þessum orðum: „Sjá, SJÖMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson. Ritnefnd: Júlíus Kr. Ólafsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson (Sigh), Þorsteinn Stefánsson (Ak.), Runólfur Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 40 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 5653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. það er guðslambið, sem ber synd heimsins“. Kom prestur oft að því efni í ræðunni, og fór þá að fara um karl. Kom hann flaumósa heim frá kii'kjunni og sagði við kerlingu sína: „Upp er komið með lambið, sem í haust, heilla mín“. „Heldurðu það?“ spurði hún, hrædd og hissa. „Já“, segir karl „Presturinn var að tala um eitt- hvert lamb í ræðunni sinni, og alltaf, þegar hann nefndi lamb, leit hann á mig. Hann hefur haldið, að ég hafi stolið því, bölvaður“. Af orðum karls leiða menn málsháttinn: „Hann nefndi lamb og leit á mig“. (Eyfellskar sagnir). * * * Rösklega helmingur af leynifarþegum, sem til Bret- lands komu á árinu 1950, gátu sannað fyrir yfirvöldun- um, að þeir væru brezkir þegnar, og fengu þess vegna landvistarleyfi. * * * Hollenzka stjórnin hefur veitt 2,5 millj. gyllini til varnarráðstafana á hollenskum kaupskipum, ef til stríðs skyldi koma. Einnig á að æfa skipshafnirnar í þessu skyni. * * * Sænska mótorskipið „Chritser Salen“ hreppti fyrir nokkru fárviðri 200 sjómílur frá Yokahama. Skipið brotnaði í tvent fyrir framan stjórnpall, en aftur- hlutinn flaut og komust skipverjar heilu og höldnu til Yokohama. Ganghraðinn var þó ekki nema 3 mílur! * * * Samgöngumálaráðherra indversku stjórnarinnar hef- ur tilkynnt, að stjórnin hafi hætt við að hleypa erlendu fjármagni í útgerðarfélög þar í landi, og að indverska stjórnin myndi ekki leita aðstoðar hjá neinni þjóð í þeim efnum. * * * Frá því í maí-mánuði 1950 hafa 550 bandarísk kaup- skip, sepi lagt hafði verið upp, verið tekin í notkun aftur. 0 VÍKINGUR 2B1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.