Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 2
Fljótandi fiskiiijuver Birrjir Thoroddsen þýddi. Þýðandi rakst á eftirfarandi grein í „Popular Mech- anic“ og seridir Víkingnum hana þýdda og endursagða. Meðal þeirra mörgu skipa, sem fiska á bönk- unum fyrir austan New-Foundland, hefur nú komið fram ný togaragerð, þó að ytra útliti sé ekkert, sem gefur slíkt til kynna, að undantek- inni straumlínumyndaðri brú, sem er útbúin öllum nýjustu og beztu siglingatækjum, því skip- ið er ekki hót öðruvísi álitum en hver annar hinna fjölmörgu togara, sem rista öldur Norður- atlanshafsins. Undir þilfari er b. v. „Ocean life“ alveg sérstætt skip. Það er sannast sagt fljótandi fiskiverksmiðja. Um leið og búið er að innbyrða aflann, er hann fluttur á rennibrautum til verk- smiðjunnar á milli-þilfarinu. Þar taka kunn- Flökin flytjast á færiböndum. áttumenn við honum og hreistra, flaka, vigta, pakka og frysta fiskinn í 25 kg. öskjum. Næst eru öskjurnar settar í frystiklefa skips- ins, þar sem fiskurinn helzt beinfreðinn þar til skipið kemur í höfn, þá er hann umhlaðinn á kælivagna og úthlutað beint úr vögnunum í verzlanir borgarinnar. Síðustu 100 ár hafa fiskimenn í Nýja Eng- landi komizt af með fiskstíur í lestini og geymt aflann þar í ís, sem hélt fiskinum ferskum, þar til skipið kom í höfn, en þá var fiskurinn strax flakaður, pakkaður og frystur. Þetta var þægi- leg aðferð í þá daga, þegar sjórinn moraði af góðfiski, ýsu, þorski og flatfiski, svo að skipin fylltu lestarnar á fáum klukkustundum. En tækni nútíma fiskveiða hefir valdið því, að veiðarnar breyttust í rányrkju, bæði á bönk- unum og nærmiðunum, og aflinn varð stöðugt minni og minni. Fiskivöðuraar verða dýpri og ná yfir stærra svæði, vörpurnar skrapa botninn, svo að fiskisviðin gjöreyðileggjast. Eins og nú standa sakir, verða togararnir að hanga á bönk- unum svo að dögum skiptir til að fá í sig, eða ef til vill leita til norðlægari miða, úti fyrir Canada eða jafnvel til Grænlands. í báðum til- fellum er hætt við, að fiskurinn meyrni áður en honum er landað. Einnig er hætta á, þegar ferð- irnar til og frá fiskimiðunum taka svona langan tíma, að veiðitíminn verði aðeins fáir dagar. Þó hefir það ekki mikla þýðingu, ef fiskisælt er, þar sem reynt er að veiða, en það veltur auðvitað á ýmsu, því að allir renna blint í sjó- inn, enda kemur oft fyrir að togararnir verða að sigla heim með lestarnar hálftómar, og það af skemmdum og slepjuðum fiski, og þá er hluturinn ekki upp á marga fiska. Þessar erfiðu aðstæður urðu til þess, að skipa- smiður nokkur í Boston, Ysadora Bromfield að nafni, hugsaði sitt ráð og fann lausnina. Hann segir: „Ég hugsaði með mér, að nauðsyn- legt væri að smíða þannig útbúið skip, að hægt væri að leggja fiskinn í öskjur, strax og búið er að veiða hann, því fyrir slíkan togara mundi tími og fjarlægð fiskimiðanna enga þýðingu 204 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.