Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 6
NIS PETERSEN: Sjómannskona NIS PETERSEN er sérstæður höfundur í dönskum bókmenntum síðari áratuga. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem blaðamaður og fór til Póllands árið 1920. Fyrsta bók hans var ljóðasafnið „Nattens pibere“, sem kom út skömmu fyrir 1920. Svo kom hin mikla Rómar- skáld- saga hans „Sandalmagerens gade“, sem vakti mikla athygli og var þýdd á 15 tungumál þegar í stað. Eftir það sagan „Spildt Mælk“, þar sem hann sækir efnið í frelsisbaráttu íra undir for- ustu de Valera. Árið 1937 kom smásagnasafnið „Engle blæser paa Trompet" út, og þar er saga sú, sem hér birtist. Nis Petersen lézt árið 1943. Margrét var að flestra dómi snotur stúlka. Lillý var að dómi sömu manna aðlaðandi stúlka. Britta gat í senn verið snotur stúlka, að- laðandi stúlka, úrill stúlka og margt, margt fleira. Samanlagður aldur þeirra var fimmtíu og níu ár, en Anna Lindén varð alein að burðast með þrjátíu og fimm. Anna Lindén kenndi pí- anóleik og söng og sá sér farborða með því — afgangurinn var meira að segja stundum nokkr- ar krónur fyrir leikhúsmiða. Og stúlkurnar þrjár kenndu sáran í brjósti um önnu Lindén, og þær gældu við þessa með- aumkun sína, meðan næmir fingur þeirra bjuggu til snotrar sjómannskonur. Sjómanns- kona er annárs dálítil pappaaskja, sem í eru látnir ýmsir smáhlutir, svo sem nálar, tvinni, skæri, fingurbjörg, jafnvel munntóbakshönk og sitt hvað fleirra. Bandalagið „Vinir sjómann- anna“ senda síðan sjómannskonurnar til ýmissa hafna nokkru fyrir jól, og þar er þeim útbýtt meðal farmanna, sem ekki geta verið heima um jólin. í sjómannskonurnar eru stundum látin smá- bréf, orðsending og kveðjur til viðtakanda, eða kannske ljóðakver og vasaklútur. Á miðju sumri tala sjómennirnir með háðslegri fyrirlitningu um sjómannskonurnar, en tárast þó oftast á jólanóttina, ef þeir fá enga. Margrét, Lillý og Britta höfðum tekizt á hendur, að útbúa í félagi hundrað sjómannskonur fyrir októberlok. Nú var 29. október kominn, og þær höfðu ásett sér að ljúka verkinu þetta kvöld. — Hún ber nú aldurinn aðdáunar vel, sagði Lillý. Þær voru enn að tala um önnu Lindén. Þær hugsuðu allar til þess með hrolli, ef það skyldi eiga fyrir þeim að liggja að ná þrítugs- aldrinum ógiftar. ofan á var, einnig særðu kantarnir á ísmolunum fiskinn. Bromfield farast svo orð: „Það var alls ekki óvanalegt, að aðeins efstu lögin af fiskinum voru fullkomlega söluhæf og oft þurfti að selja 10-30% af aflanum sem úrkast til húsdýrafóð- urs fyrir eitthvert lítið verð. En sá fiskur, sem b. v. „Ocean life“ kemur með, er alltaf seldur á hæsta verði dagsins". Samt er Bromfield ekki alveg ánægður enn. „Mest er það þyrnir í aug- um“, segir hann „að þurfá að fleygja öllu slori og beinum í sjóinn, en við finnum áreiðanlega ráð til þess að hagnýta þann hluta aflans áður en lýkur“. Nú þegar eru tvær nýjar fljótandi fiskiðju- verksmiðjur á stokkunum í Boston. Bæði þau skip eru stærri og betri en Ocean life, þau eru nál. 80 metra löng, búin frystikerfi, og auk þess er rannsóknarstarfsemi ætlað rúm þar, svo að hægt er að meta og virða gæði aflans, og reyna að finna nýjar aðferðir á meðferð fisksins, svo að hægt sé að varðveita á sem beztan hátt bragð hans og vítamínsinnihald. Þar um borð verða vélar til að vinna úr því hráefni, sem áður fór fyrir borð, svo að þau verðmæti auka framleiðsluna. Hvort þessara skipa rúmar 500 tonn af fiskflökum. Bromfield telur, að bæði skipin komist á flot eftir nál. eitt ár. „I framtíðinni verða allir togarar að vera útbúnir á þennan hátt, ef við á annað borð ætlum að hafa fiskveiðar fyrir atvinnu“ segir Bronfield, og þrátt fyrir gagnrýni á fyrirætlun- um hans, mun þetta vera sannleikurinn. \ ZBB VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.