Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 17
kafbáti, sem sökkt var skammt úti fyrir einni af stærstu höfnum Kyrrahafsstrandarinnar. En því var haldið leyndu af hemaðarástæðum. Hann tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni, sem yfir- maður í upplýsingaþjónustu, fyrst með Frökkum, síðan Bandaríkjamönnum. Hann er stúdent frá Simon Lake. Fann upp kjölrétta kafbátinn og fékk einkaleyfi á sérstökum öndunarútbúnaði fyrir kafara árið 1898. Alls hefur hann tekið að sér 102 djúphafs björgunar- störf. 67 þeirra heppnuðuzt, en hætt var við hin, ýmist vegna vafasams ábóta eða slæmra aðstæðna. Við fyrstu kynni geturðu varla hugsað þér að Ellis skipstjóri hafði verið vitni að mörgum slysum og dauða. Þú sérð fyrir þér háan, vingjarnlegan mann, með stálgrátt hár, sem ber sig eins og tvítugur væri, svo tekurðu eftir nokkurri missmíði á andlitinu og ef þú kynnizt honum vel, segir hann þér kannske frá því, að orsökin sé læknisaðgerð, sem er í því fólgin, að silfur- plata er undir skinninu hægra megin — menjar eftir sprengjubrot í fyrri heimstyrjöldinni. Þú tekur einnig eftir að hann stingur aðeins við er hann gengur — afleiðing af sprengju við björgunarstarf, þar sem hurð skall nærri hælum. Hann talar aldrei um aðrar menjar á hinum spengilega, granna líkama sínum, en þær eru eftir áverka af slysum og í stríði og á hver um sig sína sérstöku sögu. Það er erfitt að fá Ellis til að segja frá, svo að eitt sinn er hann minntist á fjársjóðsleit, gekk ég á lagið. Rómantík hinna sjö úthafa! Ég hefi ekki upplifað mikla rómantík í starfinu, sagði hann brosandi. Mál hans var eins og vænta mátti hjá stúdent frá Harward eða Heidelberg. Fjársjóðsleit er venjulega eins og hver önnur erfiðis- vinna og oft tilgangslaust ómak. Ójá, ég hef nokkrum sinnum hlaupið eftir upplýsingum um fjársjóðaskip og fundið nokkra gamla kláfa í Karabíska hafinu. Grautfúið timbur og þjóðsögur, en ekkert innanborðs, sem svaraði kostnaði að eiga við. Slíkt skeður stundum — og þó. Ég þekki mann, sem á f jársjóðsskip. Fjársjóðsskip? spurði ég undrandi. Já, hann áætlar að í því sé um ein milljón í gulli og silfri. Ég held að þetta sé ósvikið, gamalt, spænskt járnskip. Þú átt við að hann hafi ekki tekið þessi auðæfi upp úr sjónum? Af hverju ætti hann að gera það? Til þess að greiða tekjuskatt af því? Þar sem skipið liggur er það alveg eins og sparisjóður. Ár hvert tekur hann nægilega mikið, til þess að geta lifað konunglega. Gæti ekki verið að aðrir kæmust í glásina? Það er ekki svo hætt við því. Til þess þarf að þekkja staðinn nákvæmlega upp á hár. Auk þess útheimtir það fyrsta flokks köfunarútbúnað. Þetta er mjög hættu- leg köfun vegna dýpis. Ég spurði hann hvaða hættur fylgdu slíkum köfunum. Hættur? Ellis skipstjóri hugsaði sig um. — í fyrsta lagi eru nokkrar hættulegar skepnur þama niðri. Há- karlar, sumir þrjátíu feta langir, með kjaft eins og opna bílageymzlu og þétta röð af rakhnífabeittum tönnum, sem vísa innávið. Þá átta arma kolkrabbar, sumir tuttugu og fjögur fet í þvermál og spúandi bleki, svo að þú færð ekki séð hvort hann er að koma til þín, eða draga þig til sín. Þá illhvelið og Moray-állinn, tíu feta ormdjöfull, sem felur sig í hellum kórallsins og hefur kjaft eins og krókódíll og er hræðilega skapvond- ur, og síðast en ekki sízt, Barragudan, sem skipar sér í hópa til árása, eins og hákarlinn. En meira en allt þetta óttast kafarinn tilviljunarslysin. Sem kafari sjálfur gat Ellis útskýrt slysahættu starfsins. Beyjuloka á loftleiðslu er auðvitað hættuleg og getur orsakað örkuml eða dauða. Að flækja sam- bandsleiðslunum niðri í skipsflaki og missa loftgjöf er vitanlega slæmt, og ef slíkt kemur fyrir, hefur kafar- inn aðeins þrjár til sjö mínútur til að komast upp á yfirborðið áður en hann deyr af kolsýruskorti, en senni- lega er þó þrýstingurinn kvalafyllsti dauðdaginn. Einu sinni vann hjá mér kafari, sem dó þannig, sagði björg- unarstjórinn. Það var einu sinni við björgun á pening- um. Þú manst eftir skipa-spilavítunum útaf ströndum Californíu 1930. Þegar lögreglan tók í taumana, sukku sum þessara skipa á leyndardómsfullan hátt. The Star of Scotland, stundum kölluð The Star of Hollyood, liggur í brimgarðinum við Santa Monica á tíu faðma dýpi. Mér hefur tvisvar mistekizt að ná henni upp, en ég ætla að reyna einu sinni til. Svo var það Johanna Smith. Hún sökk eina mílu útaf Long Beach, með þúsundir dollara í peningaskáp- um, spilakössum og skúffum, mestallt silfurmynt. Ég gerði samning um að ná upp peningunum og öðrum verðmæti, undir eftirliti eiganda og tollgæzl- unnar á staðnum, Áður en vika var liðin höfðu hinir tveir kafarar mínir náð upp öllum peningunum og mestöllu öðru verðmæti. Kvöld eitt, er við hættum og fórum í land, var aðeins eftir einnar klukkustundar vinna daginn eftir. Annar kafarinn, A1 Johnson, var snjall og bráðduglegur fjölskyldumaður, sem kallaður. var „Gapinn“, vegna þess að hann tók stundum að sér störf, sem aðrir kafarar vildu ekki eiga við. Honum hlýtur að hafa legið á að losna og komast í annað starf, því án þess að láta okkur vita, fór hann aftur út um kvöldið og kafaði einn niður. Við myndum aldrei hafa leyft þetta, því aðstoðarmaður hans var óvanur og útbúnaður hans ekki í góðu lagi. Hann notaði, að mig minnir, japanskan hjálm, óvandaðan að gerð. Hjálmurinn verður að vera góður. Eitt öryggistækið er loka, sem hleypir loftinu niður um slönguna, en ekki upp aftur, þegar dælt er. Önnur loka hleypir loftinu frá kafaranum, þegar þörf er á endurnýjun. Þessi loka er mjög áríðandi og þarf ætíð að vera í góðu lagi, því að í búningnum þarf ávalt að vera nokkur þrýstingur og mynda rúm í kringum allan líkama mannsins. Þetta er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að þrýstingurinn utanfrá eykst um ca. eitt pund á ferþumlung við hver tvö fet, sem neðar dregur. Á tíu faðma eða sextíu feta dýpi er því þrjátíu punda' þrýstingur á hvern ferþumlung — nægilegur til að drepa mann, ef óhapp kemur fyrir. Ellis skipstjóri kveikir sér í vindling og heldur síðan áfram, daufur í dálkinn. — Ef allir hefðu verið við vinnu, myndi öðrum kafara kannske hafa tekizt að bjarga „Gapanum“. Síðar fundum við út, að hann hafði lent í flækju niðri í skipinu og dælan orðið algjör- lega gagnslaus. Hið versta skeði. Öryggislokan bilaði og loftþrýstingurinn dvínaði. Hann gaf merki, en það kom VÍ KI N G U R 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.