Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 25
SAGA i,eiíiHÍef fitiMck EFTIR 0. SCHRÖDER Hansen aðstoðarmaður var satt að segja allgramur. Hugsa sér, að láta mann, sem aðeins hafði verið einn dag hjá „Jarmsborg & Co“, sitja langt fram á nótt og þræla í aukavinnu! Það var líka labbakúturinn Poulsen, sem í smjaðurlegasta tón hafði spurt hann, hvort hann gæti ekki, bara þetta eina kvöld, hugsað sér að verða eftir og skrifa upp þennan nafnalista? Hansen hafði blátt áfram ekki þorað að segja nei, það var ekki hyggilegt af nýjum manni að koma sér út úr húsi hjá þeim eldri, og þessvegna hafði Hansen brosað blítt og sagt: „Með mestu ánægju. Það er bæði gaman og gagnlegt að kynnast nöfnum viðskiptavinanna. Ha, ha!“ Og nú sat hann hér aleinn í stórri skrifstofu með háan hlaða af umslögum og endalausan lista af nöfnum og heimilisföngum. Hansen sat og skrifaði öldungis vélrænt, og á meðan var hann sokkinn niður í eigin hugsanir. Hansen var nefnilega töluverður draumóramaður, jafnvel ekki laus við grillur. Hann dreymdi stöðugt um, hvernig hann afvopnaði bófa, bjargaði ímyndaðri, fagurri dóttur ímyndaðs milljónungs, annaðhvort undan mannýgu nauti, eða ennþá betra — frá drukknun. (Við drukknunarslys eru venjulega fleiri áhorfendur). í stuttu máli sagt, Hannes var hetjan í ótal æsi- atburðum og ávann sér annaðhvort hylli yfirboðara sinna eða aðdáun fagurra kvenna. Hansen aðstoðarmaður vonaði einnig hér hjá „Jarms borg & Co“, að afreka eitthvað, sem yrði til að hækka hann í tigninni bæði fljótt og vel. Hansen leit á umslagið, sem var í ritvélinni. í stað- inn fyrir „Jón Jónsson, Aðalstræti 157“, stóð eftir- farandi klausa þvert yfir umslagið með tómum upp- haf sstöfum: UNGUR SKRIFSTOFUMAÐUR AFVOPNAR 6 AL- VOPNAÐA SKAMMBYSSUBÓFA! Þessi glæsilega lína endaði með skrautlegu, rauðu upphrópunannerki. Hansen andvarpaði og setti nýtt umslag í ritvél- ina. Það buðust ekki mörg tækifæri til að vinna sér til frægðar nú á tímum. Klukkan var nú 23, og Hansen þreifaði eftir eld- spýtum til að kveikja í sígarettunni sinni. Hann fann hvergi á sinni eigin persónu neitt af þessum ómiss- andi hlutum og stóð því upp til að fara inn í bak- herbergið og leita þar og fá þær lánaðar. Þegar Hansen ætlaði að fara út úr bakherberginu, varð honum litið á skyggðu rúðurnar í hurðinni að einkastofu Jarmsborg forstjóra. Það var ljós þar inni. Sú hugsun, að einhver hefði máske gleymt að slökkva á eftir sér, gerði alls ekki vart við sig hjá Hansen. Eftir beztu glæpareyfaraforskriftum skyldi maður jafnan setja dauflega lýst hurðargler í samband við þjófa og bófa. Hjartað hoppaði í bi-jósti Hansens. Hér var tækifæri! Nú skyldi hann sýna fólki, hvað hann gæti. Framúrskarandi gætilega opnaði Hansen dyrnar að forstjóraherberginu og gægðist inn. Álútur yfir skrifborðinu stóð maður i gráum ryk- frakka, önnum kafinn að rannsaka skjöl. Tekið þau úr peningaskápnum, sagði leynilögreglumannsheili Han- sens, því þetta tvílásaða húsgagn stóð upp á gátt. Nú var Hansen rétt aftan við þjófinn. Sú hugsun leiftraði gegnum heila hans, að auðvitað væri þjófurinn vopnaður, og hér stóð hann nú vopn- laus eins og skotskífa fyrir óðan glæpamann! Dálítil slagsmál gat Hansen reyndar hugsað sér, en að láta minnast sín í morgunblöðunum sem: UNGUR SKRIF- STOFUMÁÐUR LÆTUR LÍFIÐ í VIÐUREIGN VIÐ HÆTTULEGAN GLÆPAMANN. — nei, það var ekki álitlegt. Maðurinn stóð enn álútur yfir skjölunum, meðan Hansen fálmaði afar gætilega eftir stóru höfuðbók- inni í bókahillunni. Nú hafði hann hana í höndum og nú sneri maðurinn sér við. Höfuðbókin í stóru fyrirtæki er í sjálfu sér mikils- háttar plagg, og kastað af góðum handknattleiksmanni eru áhrifin ekki neinn hégómi. Maðurinn rauk um — rotaður. Hansen fullvissaði sig um rotið, sótti síðan nokkur handklæði og batt þjófinn tryggilega. Maðurinn hafði engin vopn á sér, og það gramdist Hansen ekki lítið, en það varð að hafa það. Með unaði hugsaði Hansen til þess, að á morgun yrði hann kynntur Jarmsborg forstjóra, sem þá kæmi heim úr ferðalagi. Auðvitað var forstjórinn feitur og kumpánlegur náungi, sem í launaskyni myndi rétta honum álitlega ávísun ásamt loforði um skjpta for- frömun. Hansen náði í símaskrána og fann nafn Snorfelts prókúrista. „Já, er það hjá Snorfelt prókúrista? Má ég tala við hann sjálfan persónulega, það er afar áríðandi. Þér getið sagt, að það sé Hansen skrifstofumaður á skrif- stofunni". Hansen talaði í yfirlætisfullum tón, einkum þegar hann skýrði prókúristanum frá fangatökunni í skrif- stofu forstjórans. V I K I N □ U R 3D7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.