Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 26
„Hann liggur þar inni rammlega bundinn, og ég held hann sé ekki raknaður við enn þá“, lauk Hansen máli sínu. Það varð andartaks þögn í hinum enda símans, og Hansen heyrði prókúristann draga þungt andann. Þetta finnst honum þó nokkuð til um, hugsaði Hanser ánægður. En svo hvessti skyndilega: „Vitið þér, hver það er, sem þér hafið hálfdrepið og bundið? Vitið þér það, piltur minn? Jæja, ekk það! Þá skal ég segja yður það. Jarmsborg forstjóri! Já, heyrið þér það: Jarmsborg forstjóri í eigin persónu! Þetta verður yður dýrt spaug, ungi maður! Forstjór- inn er nýfarinn frá mér til skrifstofunnar. Hann sagðist þurfa að sækja mjög þýðingarmikil skjöl. Þessu verðið þér sjálfur að sjá fyrir, ég vil að minnsta kosti engir afskipti hafa af leynilögregluafrekum yðar. Sælir!“ — Hringing. Hansen stóð eins og lamaður. Jarmsborg forstjóri — sjálfan Jarmsborg forstjóra hafði hann rotað, bundif og keflað. Það var hryllilegt, blátt áfram hryllilegt. Svo þaut hann inn í stofu forstjórans. Jarmsborg forstjóri lá enn á gólfinu, bundinn mörg- um handklæðum og með óhreinan vasaklút Hansens í munninum. Hansen kraup á kné og byrjaði að leysa hann og talaði samtímis án afláts: „Hr. forstjórinn verður að afsaka. Mig grunaði ekki það væri hr. forstjórinn. Ég er nýkominn hingað í skrifstofuna. Hr. forstjóri verður að skilja mig. Ég hélt sannarlega, að þetta væri þjófur . . . .“ Jarmsborg var nú staðinn upp. Hann virti fyrir sér unga manninn, sem stóð skjálfandi frammi fyrir honum: „Þér eruð þó sá ósvífnasti labbakútur, sem ég hef haft hér í skrifstofunni til þessa dags. Það ætti að reka yður samstundis . . . en . . . látum oss sjá . . . Þér eruð nýbyrjaður hér, segið þér? Jæja, jæja þá! En látið nú vera að sýna alveg svona mikla framtaks- semi í framtíðinni, ungi maður! Hjálpið mér nú að 'iína saman þessi blöð. Látið þau í töskuna . . . þakka!“ Þegar Jarmsborg fór, sneri hann sér við í dyrunum og byrsti sig í gamni framan í Hansen, sem enn skalf á beinunum: „Munið hvað ég sagði, notið kraftana við vinnuna. Góða nótt!“ Hansen settist, magnþrota, en sárfeginn. Hann var ekki rekinn. Hann átti áfram að vinna hjá „Jarmsborg & Co“. Vinna undir stjórn þessa ágæta húsbónda. Hansen sökk á ný niður í rósrauða drauma um Iramtíðina. Hann hrökk upp. Frammi fyrir honum stóð digur, stranglegur herramaður með skjalatösku undir hönd- inni. „Nú, eruð þér sá nýi- . . . Ég er Jarmsborg forstjóri. Hvenær varð það siður, að undirtyllur sætu í forstjóra- sætunum? Hvað, ungi maður?“ Hansen heyrði alls ekki síðustu orðin. Það var liðið yfir hann. J « L ABÆ K U ft 1. Gröndal, 2. Mndi. Þar eru gainansögur Gröndals: Heljarslóðarosusta, Þórðarsaga Geir- mundarsonar o. fl. 2. Dalalíf, 5. Ililldi. Dalalífi þarf ekki að lýsa. Sagan hefur náð meiri vinsælduin en nokkur önnur íslenzk skáldsaga á síðari árum — og hún á það skilið. — 5. bindi er sögulok. 3. Mállcysingjar I>orsteins Erlings- sonar. Varla er liægt að gefa unglingum betri bók en Málleysingja, og ánægjulegra Iestrarefni handa fullorðiiuin er ekki fáanlegt. 4. Iljalii kcmur Iieim er framhald af sög- unni um hann Hjalta litla. 5. Víkingalilóél, eftir Ragnar Þorsteinsson frá Höfðabrekku. Segir skenuntilega frá uppvaxtar- árum ungs inanns, sem reynir sitt af hverju. Betri lýsingar á sjósókn liafa ekki verið skráðar í skáld- sögu, en auk þess er sagan spennandi og atburðarík. 6. Bernska í byrjun aldar, saga sem lýsir lífinu í Reykjavík um og eftir síðustu alda- mót. 7. Kvæði eftir Pétur Beinteinsson. 8. Svo líða Éregar, síðustu kvœði Huldu. 9. Árni á Arnarlelli, bráðskennntileg skáld- saga eftir Símon Dalaskáld. lO. Helga SörensdÓHÍr. æfisaga gamallar konu í Skagafirði, skráð af Jóni Sigurðssyni frá Yztafelli. BÓKAYERZUNÍSAFOLDAR 3DB VÍ K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.