Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 42
þaðan til Gaabense á Falstri og Kragenæs á Lollandi og tók þaðan stefnu til Kiel, þangað sem hún kom um 9-leytið á miðvikudagsmorgni. Síðari hluta fimmtudags lagði hún aftur af stað og kom til Hafnar á föstudags- kvöldið. Það var alveg nýtt, að geta þannig ákveðið burtfarar- og komutíma og vakti mikla ánægju, og enn hrifnari voru menn af þægindunum um borð. Menn gátu borðað í veitingasal skipsins og neðanþilja voru fjörutíu hvílurúm. „Caledonía" flutti póst, farþega og stykkjavöru. Hestar og vagnar skyldu aftur á móti fluttir á seglskipunum. Þó „Caledonía" yrði fljótt fremur vinsæl, leið þó á löngu þar til Danmörk eignaðist nokkurn teljandi gufuskipaflota. Bæði var landið rúið af stríði og rík- isgjaldþroti, svo ekki voru efni á að kaupa dýr skip, og svo var þar töluverður seglskipastóll, sem of dýrt var að leggja fyrir róða. Nýju gufuskipin, sem smámsaman komu, voru eins og „Caledonía", öll úr tré með skófluhjól. Fyrst löngu síðar byggðu menn skip úr járni og stáli. Umskiptin frá skófluhjólum til skrúfu tóku líka langan tíma. Það var fyrst Svíinn John Ericsson, sem með uppfinningu gerði skrúfuna algenga. Síðan „Caledonía" litla lagðist að tollbúðinni í Kaup- mannahöfn eru nú liðin yfir 130 ár, og á þeim tíma hefur margt breytzt, en á sama hátt og fólk hefur gaman af að rifja upp endurminningar frá bernsku sinni, er fróð- legt að minnast þessa atburðar frá bernsku gufuskipa- siglinganna. Skip flytja fljótandi gas Fyrstu skipin í Evrópu, sem sérstaklega hafa verið byggð með það fyrir augum að flytja gas (í fljótandi á- standi), unnið úr olíu, hafa nýlega farið fyrstu ferð sína á meginlandinu. Butania I og II munu sigla milli Pernis í Hollandi og borganna Chent og Briissel í Belgíu. Hvort skip ber 125 notric ton og fer ferðina fram og aftur á þremur dögum. Kostnaðarverð þeirra var 40.000 sterlingspund. Vegna þess hversu vatnaleiðifnar í Hollandi og Belgíu eru góðar, er ódýrara að flytja gasið á skipum en í járnbrautum eða bílum. Mikill markaður er í Belgíu fyrir gas, bæði til heim- ilisnotkunar og iðnaðar, og hin nýju skip virðast ætla að hafa nóg að gera við að flytja „Shell Buta gas“ (en undir því nafni er gasið selt í Belgíu) til áfyllingastaða í Chent og Brussel, en þaðan er gasinu dreift í hylkj- um um nágrennið. Eigendur skipanna er N.V. Inter- nationale Biviertankscheepvaart Maatschappij, Rotter- dam, en það er eitt af dótturfélögum Shell. Þægindi skipshafnarinnar, sem eru þrír menn á hverju skipi, eru mjög mikil. Skipin eru 150 feta löng, 20 feta breið og 9 fet á dýpt, og vélar tvígengis fjögurra cylindra Bolnes-Dieselvélar, 200 hestafla, 428 snúninga á mínútu. Hvort skip er útbúið tveim láréttum, sívölum tönkum, 40 fet á lengd og 12 fet í þvermál. Hámarksþrýstingur í tank er ca. 100 lbs. á ferþumlung. ISLENDIN G AS AGN AÚTGÁF AN býður ávallt beztu, ódýrustu og þjóðlegustu bækurnar. Þiðrcks saga af Bcrn I—II kemur út fyrir jól og kostar til áskrifenda 100 krónur í skinnbandi og 75 krónur óbundin. Þiðreks saga er skrifuð af Islendingum í Noregi á fyrri hluta 13. aldar cftir þýzkum lietjusögum og kvæðum. Auk Þiðreks, sem er Theodorik (Þjóðrekur) mikli, eru þar sagnir um Sigurð svein (það er Sigurð Fáfnishana í Eddu) og Niflunga, Velent (Völund smið í Völundarkviðu), Attila konungur (Atla Húnakonungs og fl. Þiðreks saga er bráðskemmtileg aflestrar, en liefur aldrei verið prentuð hér á Islandi, en var hér alkunn á fyrri öldum. Riddarasögur IV—VI komu út i nóvember og kosta til áskrifenda kr. 160,00 ís kinnbandi, en kr. 120,00 ób. 1 þessum flokki eru margar af merkari Riddarasögum vorum, erlendum og innlendum. Riddarasögur I—III eru nú nærri uppseldar, og þarf ekki að efa, að eins fer um þennan flokk. Riddarasögurnar mæla ineð sér sjálfar, og þjóðin kann að meta þær. AIls eru þá komin út á veguin ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFUNNAR 39 bindi fornrila vorra. Hinir hagkvæmu afborgunarskilmálar vorir gera hverjum manni fært að eignast allar þessar bækur án þess að verða þess var. Komið - Skrifið - Hringið. íslendingasagnaútgáfan h.f. Túngötu 7 . Póstliólf 73 . Símar 7508 og 81244 Reykjavík '■ híHWW* •' "' • ' ..... 324 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.