Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 46
Björgunarsveitin leggur af stað frá Siglufirði. Jakobssonar. Þegar komið var upp á Fífladalsbrln, sem er í um 1500 feta hæð, var gengið yfir Fífla- dali, yfir Leirdali og í Strandsskarð, sem er nokkru vestar, nærri vestur við svonefnda Skjaldarbreið. Var þessi krókur tekinn til að losna við mestu ófærðina. Þaðan var svo tekin stefna, sem næst í norður á Langa- hrygg, og farið eftir honum niður i dalbotn. 1 dalbotninum byrjaði ófærðin fyrst fyrir alvöru. Leiðin lá nú eftir Göngutungum, hæðardragi, er liggur eftir dalnum að Dalbæ, þar sem áður bjó leiðsögu- maður okkar, Sigurður Jakobsson. Þessi leið úr dal- botni að Dalbæ sagði Sigurður vera röskan hálftíma gang í góðu færi, en það tók okkur 1 kl. og 20 mín. að komast þetta, enda var snjórinn aldrei minni en í hné og allvíða umbrota færi og alltaf þetta ofsaveður í fangið. Húsin á Dalbæ sáum við ekki fyrr en við áttum örskammt að þeim, en þangað komum við kl. 21,15. Á Dalbæ var engin viðdvöl höfð. Sagði Sigurður okkur, að þaðna væri 45 mín. gangur út í Sauðanesvita. Færðin út á bakkana að Sauðanesvita var allsæmileg, nema yfir Herkonugil, sem er skammt fyrir vestan vitann. Gil þetta er ægibratt og þverhníptir bakkar fyrir neðan í sjó fram, og var það eini verulegi tálminn frá Dalbæ að vitanum. Foraðsveður var og virtist enn fara versnandi. Svo mikið var dimmviðrið, að ekki sáum við ljós vitans fyrr en við komum að Engidalsá, sem er 6 til 8 hundruð metra vestan við vitann. Gengum við nú fram á nef eitt á vestri bakka árinnar, og var það staður sá, er okkur var símleiðis frá Sauðanesi sagður slysstaðurinn. En þarna braut fleiri hundruð metra út, eða það sem við sáum, en ekki urðum við bátsins varir. Var þá gengið nokkuð vestur með bökkum og leitað undan veðrinu, en ekki sáum við bátinn. Setti nú kvíða að mönnum, og flaug okkur í hug að við hefðum komið of seint. Varð það að ráði að fara heim að Sauðanesi og fá að vita vissu sína þar. Fóru nú byrðarnar að segja til sín og óhugur og kvíði, þó enginn léti bilbug á sér finna, þessi þungu spor kvíðans og óvissunnar heim að Sauðanesi. Þagar heim kom að Sauðanesi var húsfreyjan að koma heim frá kvöldmjöltum með mjólkurfötumar í hendinni. Varð þar fagnaðarfundur, því hún sagði okkur greini- lega til bátsins og þar með að tveir heimamenn stæðu þar vörð. Bauð húsfreyja okkur nú mjólk og smurt brauð. Var mjólkurfatan tæmd á skammri stundu. Greip hver mað- ur brauðsneiðar, en síðan var þotið af stað, og sá nú ekki þreytu á nokkrum manni. Var hlaupið niður á bakka, en þar hittum við heimamennina, nokkru vestar en við höfðum áður leitað, og fylgdu þeir okkur á strand- staðinn. Ekki leizt okkur á, er á strandstaðinn kom, þvi að þar var á að geta 80 metra hár bakki, snarbrattur og fótfestulítill í sjó fram, og ekki sáum við bátinn af brúninni. Var nú liðinu skipt. Fóru 9 menn niður í f jöru á vað en 6 voru eftir uppi á brúninni til að halda í vaðinn, draga upp á og fylgja fyrstu mönnunum heim. í fjörunni var ekki vært fyrir sjógangi, og tókum við okkur stöðu á klettasillu í á að gizka 4 metra hæð frá fjörunni. Bátsverjar höfðu látið belg reka í land svo ekki þurfti að skjóta, en taugin var svo stutt, að þeir er tóku á móti belgnum urðu að standa í sjó upp í mitti við að hnýta saman. Síðan var blökkin með tildráttar- tauginni dregin fram af bátsverjum og fest í vantinn. Voru nú skipverjar dregnir að landi í sjónum hver af öðrum á tildráttartauginni, því að líftaugina var engin leið að bera með sér yfir fjöllin í þessu veðri. Að björgun mannanna var unnið af slíku kappi, að ekki mun hafa liðið nema 20 eða 25 mín. frá því að sveitin kom á brúnina þar til skipstjórinn, sem var síðasti maður frá borði, kom í land. Bátsverjar voru orðnir mjög kaldir og þrekaðir, enda búnir að vera holdvotir og skýlislausir í þessu verði í 6 til 7 klst. frá því að þeir fengu áfallið sem stöðvaði vélina. Ferðin heim að Sauðanesi með bátsverja var nokkuð erfið, en gekk þó ekki ver en það, að ekki leið nema 1.15 mín, frá því, Skotið úr línubyssu. 32B V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.