Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 47
Sextugur: Guðmundur Júní Ásgeirsson Á öðrum tug þessarar aldar urðu straumhvörf í at- vinnumálum ísfirzkra sjómanna. Á fyrsta tug aldarinn- ar höfðu áraskipin orðið að þoka fyrir vélaaflinu, og varð mönnum það fljótt ljóst, hve miklir voru yfir- burðir hinna vélknúðu skipa. Skúturnar þóttu og um of seinfærar og ósjálfbjarga og gat því ekki hjá því farið að þeirra hlutverki væri senn lokið. Ungir og fram- sæknir formenn voru þó ekki fullkomlega ánægðir með hina litlu vélbáta. Þóttu þeir um of staðbundnir. Þá dreymdi um skip, sem sótt gætu á hver þau mið við strendur landsins, þar sem aflavon var mest. Þá hófst tímabil hinna „stóru“ vélbáta. Fyrstur reið á vaðið Sophus Carl Löve og fór all- geyst. Hann skipti oft um skip og lagði kapp á að skipin væru sem stærst og bezt. Á þeim árum eignuðust ísfirðingar álitlegan flota af vélknúnum skipum, 20— 40 smálestir, og gjörðu þau út til fiskveiða með línu, ekki einasta á hin gömlu Vestfjarðamið, heldur einnig suður í Jökuldjúp og Faxaflóamið, svo og til síldveiða, bæði fyrir Vestur- og Norðurlandi. Þá kom fram á sjónarsviðið hópur ungra formanna, svo harðsnúinn og glæsilegur, að ég tel vafasamt að nokkurt annað byggðarlag á þessu landi hefði getað teflt fram öðrum slíkum. Nægir að nefna nöfn eins og Karvel Jónsson, Guðjón frá Bakkaseli, Guðmund frá Tungu, Guðmund Þorlák, Guðmund Júní, Guðmund frá Eyri, Guðmund Magnússon, Jónatan Björnsson, Magn- ús Vagnsson, Sigurð Hallbjarnarson, Halldór Bene- diktsson, Benedikt Jónsson, Þorstein Eyfirðing og Jón Barðason. Allir þessir menn voru Vestfirðingar, nema tveir þeir síðastnefndu, þeir voru aðfluttir frá Norður- landi. Þessi nöfn, og ýmis fleiri, verður að muna, þegar skráður verður sá þáttur í atvinnusögu landsins, sem um þetta tímabil fiallar. Allir hafa þessir afburðamenn Guðm. Júní Asgeirsson nú skorðað farkostinn. Nokkrir hafa þegar lagt upp í hina síðustu för, aðrir bíða. Einn þessar vestfirzku víkinga, Guðmundur Júní Ásgeirsson, átti sextugsafmæli í síðastliðnum júnímán- uði. Það er því eftir dúk og disk að minnast þess nú, enda verður það ekki svo gjört sem verðugt væri. Fundum okkar Guðmundar bar fyrst saman á árinu 1919. Hann var þá formaður á m.b. Sóley, hafði fyrir að við fórum frá bænum og þar til við komum heim með síðasta manninn. Björgunarsveitin var glöð og reif að loknu starfi. Bar furðu lítið á þreytu eftir langa og erfiða göngu, en talið er að 18 til 20 km. séu frá Siglufirði á strandstað. Ljúft er og skylt að geta þess, að mjög tvísýnt hefði orðið um bjöi’gun bátsverja, ef ekki hefði notið við aðstoðar og umönnunar heimilisins að Sauðanesi. Ég fullyrði, að enginn okkar, sem komum að Sauðanesi. eftir björgunina gleymir þeirri alúð og hlýju, sem mætti okkur þar. Rausn þeirra hjóna, Jónu Jónsdóttur og Jóns Helgasonar, bar íslenzkri gestrisni vitni og sýndi einnig, að mannkostina getur íslenzka útnesjaveðráttan aldrei lamað, hversu harðleikin sem hún er. Allir báts- verjar og björgunarsveitin gistu að Sauðanesi um nótt- ina og undu sér vel í örygginu þar. Kl. 11 f. h. daginn eftir var lagt af stað heimleiðis í blíðskaparveðri. Sóttist gangan vel og undruðust allir hve ferðin var auðveld og gekk fljótt, því að komið var til Siglufjarðar kl. 14,30. Urðu þar miklir fagnaðar- fundir með bátsverjum og aðstandendum þeirra. Það er einróma álit okkar, sem fórum þennan leið- angur, að ferðalagið yfir fjöllin hefði verið lítt hugsan- legt án leiðsagnar Sigurðar Jakobssonar, eða minnsta kosti hefði það tafizt um 1 til 2 klukkutíma. Að endingu vil ég svo færa öllum, sem að þessari björgun unnu, mínar alúðarfyllstu þakkir fyrir dugnað þeirra, æðruleysi og þrautsegju. Siglufiröi í nóvember 1950. — Sveinn Ásmundsson. V I K I N □ L) R 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.