Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 14
Bergþór Hávarðsson sjötugur Hinn 24. júlí verður sjötugur Bergþór Hávarðs- son, sjómaður á Norðfirði. Hann stundar sjóinn ennþá, einkum handfæraveiðar, og herma kunnug- ir, að fáir hinna yngri manna þurfi við hann að keppa um fiskidrátt. — Bergþór er bróðir Bjarna Hávarðssonar, skipstjóra á ísafirði, sem margir kannast við. Voru þeir bræður formenn lengi, fyrst á árabátum, síðar á mótorbátum, og tví- mælalaust í hópi hinna fremstu sjógarpa. — Þá er þess að geta, að Bergþór er afbragðs smiður, bæði á tré og járn. Hefur hann smíðað margan góðan grip á sjó úti og með næsta frumstæðum tækjum, eins og myndir þær, er birtast á næstu síðu, bera ljósan vott um. Ungan seiddi sjórinn hann, sjómannsblóð í æðum rann. Ut vil ég því Ægi ann, , ei þar tjáir nokkurt bann. Ungur reyndist röskur, frár, á réttum stað við segl og ár. Þegar Ægir bretti brár, brátt varð hann á öllu „klár“. Er blóðughadda byrðing sló, beit á jaxlinn, stundum hló, „navigatör“ ei nefndist þó, náði höfn með karlmannsró. I hálfa öld og hálfan tug, hefir á Ægi velkst með dug. En með dáð og dugmóðs flug dráttinn iðlcar fullum hug. Handtök slík ég hef ei séð, hraða, fjöri og lægni með. Grunar mig að geti skeð. gumum fám sé þvílíkt léð. Snilli handa snjöll með samt, snilldarhluti gera kann. Af listasmekk mörg verkin vann, verk, sem lofa meistarann. Vikingslundin vall og sauð, voluðum jafnan hjálp hann bauð, gat ei neitað barni um brauð, betri enginn var i nauð. Tveir ef fiskar syntu í sjó, sjálfsagt Beggi annan dró. Mörgum þótti meira en nóg, mesta talin aflakló. Þá er flösku fékkst hann við, fauk úr tappi að gömlum sið, mjúklega hana minntist við, meynni strauk um háls og kvið. pá kom lif i lúinn raft, losnaði þá um tunguhaft, ekkert sparði armakraft, átti til að gefa á kjaft. Er heldur þú í himininn, hafðu snæri og öngulinn, vona ég, kæri vinur minn, að veiti þér kænu skaparinn. Og stingi undir stafnloksfleyg stórum kúti af guðaveig. Ef blæs á móti taktu teig, trúi ég setji ei að þér beyg. Kxr er mér sá kúturinn, þú kannast við það, Beggi minn, og lítur til mín, Ijúfurinn, mig langar að vera hásetinn. Vinur. I4D V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.