Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 2
Júlíus Havsteen, sýslumaður:
Betur mú, ef duga skul
Frá því að grein mín „Rýmkun landhelginnar er lífs-
shilyrði fyrir íslenzku þjóðina“ birtist í sjómannablað-
inu „Vikingur" í apríl og maí 1953 og í dagblaðinu
„íslending" um sama leyti, hafa gerst stór tíðindi og
merkileg.
Englendingar, sem við okkur hatast útaf rýmkun
íslenzku landhelginnar, fengu með sér í maí 1954 full-
trúa Belgíu, Frakklands og Hollands í Evrópuráðinu
svonefnda til þess, að krefjast þess, að fiskveiðaland-
helgin íslenzka, eða friðun hinna íslenzku fiskimiða, yrði
rædd í þessu ráði.
Með tilliti til þess, að hinn almenni þjóðarréttur
hefir aldrei sett ákveðnar reglur um stærð landhelgi,
og að hvert ríki má sjálft ákveða víðáttu fiskiveiðalög-
sögu sinnar með hliðsjón af lagalegum, sögulegum og
siðferðilegum rétti til þess, hefði máske verið réttast af
hálfu íslenzkra stjórnarvalda, að neita þessu og það
myndi stórveldi hafa gert, sem gat sýnt Bretum í tvo
heimana, en íslenzka þjóðin er hin fámenna og fátæka,
sem óhætt er að níðast á að dómi „veldisins" og því það
ráð upp tekið af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar, að
láta rökin tala fyrir gjörðum okkar í landhelgismálinu
og þetta er gjört í svonefndri „hvítbók" í september
1954.
Og sannarlega hefir vel tekist, enda málstaðurinn
5S
góður. I þessari hvítbók eru færð hin sterkustu rök
fyrir því, að við höfum skýlausan, lagalegan og sögu-
legan rétt til þess að rýmka landhelgi okkar Islendinga
eins og gert er jneð friðunarlínunni í reglugerð þeirri,
sem í gildi gekk 15. mai 1952. Og sömuleiðis er þar
allvel rökstuddur hinn siðferðilegi og fjárhagslegi rétt-
ur okkar og nauðsyn til þessarar víkkunar, þó líklega
megi þetta atriði, sem á svo miklu veltur, enn betur
sanna, sem ég síðar í þessari ritgerð vík að.
Eins og við mátti búast, gátu Englendingar ekki tekið
þessari vel sömdu hvítbók með stillingu eða sanngirni,
heldur sendu Evrópuráðinu „memorandum", sem þeir
nefndu „The dispute with Iceland", full af feimu-
lausum staðhæfingum og purkunarlausum ósannindum
um landhelgismálið og ber þetta rit ensku stjórnarinn-
ar sorglega mikinn keim af óhróðri þeim og ósannind-
um, sem breskir togaraeigendur létu sér sæma að setja
saman og auglýsa í heimsblöðunum um landhelgismálið
og meðferð á enskum togurum við íslandsstrendur, en
hraktar voru lið fyrir lið af herra Huntley Woodcock,
fiskiveiðaráðunaut íslenzka sendiráðsins í London sbr.
þýðingu í Morgunblaðinu 1. sept. s.l. á grein hans.
Aftur lét ríkisstjórn Islands á þessu ári semja hvít-
bók, en með henni má segja, að orði til orðs og lið fyrir
lið séu hraktar staðhæfingar, ósannindi og útúrsnúning-
arnir í hinu enska plaggi, en það er sá galli, og hann
vissulega stór, á þessum hvítbókum, að þær virðast
aðeins ritaðar á tungu þeirrar þjóðar, sem mest hefir
ofsótt okkur og óvirt í landhelgismálinu, en ekki á sínu
móðurmáli, a. m. k. hafa þær ekki birst almenningi á
íslenzku og það er þó fyrst og fremst íslenzka þjóðin
sem vita á allt það sem gert er og sagt l þessu stærsta
velferðarmáli hennar. Nú eru þessi mistök auðvitað ekki
gerð þjóðinni til lítilsvirðingar, heldur aðeins af því
að hinir útlendu aðilar skilja ekki íslenzku og því verður
að nota enskuna, en engu að síður má ekki við svo bú-
ið standa, því leyfi ég mér að fara þess eindregið á
leit við hlutaðeigandi stjórnarvöld, að sem allra fyrst
verði hvítbækurnar gefnar út á íslenzku og dreift út
til fiskideildanna um land allt og til útgerðarmanna.
Rétt er og að þýðing af enska ritinu sé látið fylgja.
I upphafi um hvítbækurnar tók ég það fram, að mér
fyndist enn betur mega en í þeim er gert, rökstyðja og
sanna svo ekki verði á nokkum hátt um deilt, nauðsyn
þá, sem beinlínis knúði Alþingi og ríkisstjórn til þess
fyrir þjóðarinnar hönd að fara þá leið, sem valin var
til þess að friða fiskimiðin, sem voru svo uppurin orðin
V í K I N □ U R
J