Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 3
af ágangi útlendra togara, einkum breskra, að víða voru okkar fiskimenn farnir að leggja árar í bát og hættir að sækja sín gömlu góðu mið, uppþurkuð orðin með útlendum, og því miður oft innlendum togvörpum, að ótaldri hinni stórkostlegu spillingu og drápi ungfiskjar- ins með botnvörpuveiðunum, sem taka mun tugi ára að græða. Mér finnst í hvítbækurnar vanta kafla um hið ömur- lega ástand þegar á árunum 1860-1870 en þá bárust Alþingi bænaskrár allmargar, t. d. árið 1867 þrjár, þar sem kvartað var sáran undan yfirgangi Breta og Frakka við fiskveiðar i landhelgi íslands, og engu síður finnst mér bera of lítið á rökstuðningi sjómanna sjálfra, fiskimannanna, sem í eldinum standa við hina ágengu veiðiþjófa, sem vita nákvæmlega hvar miðin eru, hvert fiskinn á að sækja, hvað þegar unnizt hefir og hvað eftir er að vinna eða friða af gömlum hefðbundnum fiskimiðum við strendur Islands. Af veikum mætti reyndi ég í framannefndri ritgjörð minni, að safna og setja fram þeirra rök, nú fer ég aftur af stað, og skulum við heyra hvað unnist hefir með friðunarlínunni 15. maí til þessa, og hvað enn á vantar til þess að við höfum náð rétti okkar öllum. Fer ég þá sömu hringsiglingu og ég áður stefndi og byrja á Vestmannaeyjum, en svar Helga Benonýssonar í Vesturhúsum, að vanda skýrt og greinilegt við fyrir- spurnum mínum, á þessa leið í 4 liðum: 1. „Hver eru áhrif friðunarinnar? Þau eru hér, að fiskur fæst nú all mikill á sumrum, sem áður fékkst enginn eða lítill. Annað að Vestmannaeyingar mega þakka breyttri landhelgislínu hina góðu vertíð 1954, vegna þess að meginn þorri aflans var í netin utan við hina gömlu landhelgislínu, en innan hinnar nýrri og fiskur því ótruflaður af togurum á því svæði, en að óbreyttri landhelgi hefði lítið verið um frið með veiðarfæri á þeim svæðum. 2. Lúðu verður meira vart á línu en áður, en hún er ennþá smá. 3. En þetta er ekki nægjanlegt, ennþá skafa togarar Meðallandsbugt, Selvogsbanka, Snæfellsmið, Hala- miðin og miðin norðanlands og austan. Svo að hið ötula fólk sem býr í fiskveiðibæjum við mið þessi, ber ekk-i úr býtum nema lítinn hluta af því er þeim ber, ef landhelgin næði yfir allan landgrunn. Það er sorglegt að vita að Vestfirðingarnir við hin auðugu fiskimið vestanlands skuli leggjast í auðn, eingöngu vegna þess að við erum ekki nógu fastir á rétti okkar til landsgrunnsins. 4. Það var rætt um það, þegar slysin urðu fyrir Vest- fjörðum í vetur að þau væru íslendingum að kenna og ef svo yrði á litið, þar sem þau eiga sér stað á íslenzkum landgrunni, þá ber okkur að loka því svæði, fyrst og fremst sem okkar eign og í öðru lagi sem hættusvæði fyrir togara að vetrarlagi, vegna óveðra og ísa, þar sem fjöldi skipa hafa farist". Fyrir Suðurlandinu er svar Jóns J. Brunnans, Höfn í Hornafirði, stutt og laggott á þessa leið: „Ég hef móttekið heiðrað bréf yðar dags. 22/2. s.l. þar sem þér farið fram á að fá upplýsingar héðan úr verstöðinni um áhrif friðunarinnar á fiskigöngum hér. Sjómenn telja að árangur sé mjög mikill, sérstak- lega varðandi ýsugöngur á grunnmiðum og smáfisk. Hér hefir aldrei svo vitað sé aflast eins mikið af ýsu og í vetur. Þó þyrfti landhelgislínan að ná lengra út, og bezt hefði verið að hafa hana 12 mílur, þá hefði hún komið að fullum notum fyrir smærri vélbátaflot- ann, sem fiskar eingöngu á línu og í net. Annars hefði friðunarlínan fyrir Suðausturlandi átt að drag- ats beint frá Ingólfshöfða í Stokksnes. Þá hefðu fiski- mið bátaflotans lent meira innan við línu, eins og ég hefi getið um áður í bréfi til yðar“. Fyrir Austfirði tala þeir Karl Jónsson á Eskifirði og Friðbjörn Hólm á Seyðisfirði og eru svör þeirra þannig: Karl segir: „Ég hefi átt tal við skipstjóra á bátum, sem fiskveiðar hafa stundað á miðum út af Reyðar- firði utan landhelgislínu. Er það álit manna, að á þeim miðum hafi fiskigengd ekki aukizt mikið á síðustu árum. Þó er talið meira um ýsu nú en áður var. Eins og kunnugt er urðu hvað minnstar breytingar á landhelgi fyrir miðjum Austfjörðum við hina nýju landhelgislínu. Hér eru togarar úti fyrir lengst af allan ársins hring og má segja, að ásókn þeirra utan landhelgislínu sé meiri en var fyrir 1940. Ennþá er erfitt að segja, hvaða áhrif friðunin hefði haft á grunnmiðum. Þó má segja með vissu, að fiskur hefir aukizt á Vöðlavík og menn þar hugsa aftur til fiskveiða og útgerðar, sem lagzt hafði niður vegna þess, að dragnótaveiðar komu í veg fyrir að fiskur stöðvaðist á miðum. Síðastliðið sumar var í fyrsta sinni í mörg ár dá- góð síldveiði á Reyðarfirði og Eskifirði og er ekki fjarri lagi að ætla, að dragnót hafi átt þátt í því, að síldin hvarf, því að fram að 1940 mátti heita, að sumarsíld væri árviss hér í firðinum“. Svipað hljóð er í Friðbirni, máske heldur vonbetra, og segist honum svo: Hvað snei'tir áhrif friðunarinnar á fiskimiðum okkar Austfirðinga, má fullyrða að þau eru góð. Síðastliðið sumar 1954 var mikið um smáfisk hér inni í Seyðisfirði svo sem var á löngu liðnum árum, og frétti ég, að svo var einnig í öðrum fjörðum hér eystra. Annars er lítil útgerð hér á Seyðisfirði og mundi ekki talin nein í öðrum verstöðum, kemur þar mest til greina vöntun á góðu frystihúsi, sem tæki við afl- anum. Sem betur fer mun það vandamál leysast, með hinu nýja fiskiðjuveri sem hér er verið að byggja og lán mun hafa fengist til þess að fullgera, jafnvel á næsta hausti. Vona ég, að þá muni útgerð héðan fara að aukast og verða mikil eins og hún var. Árið 1910 voru hér 50 fiskibátar, sem stunduðu veið- ar frá verstöðum við fjörðinn. Mikið af róðrarbát- um, en meiri hluti vélbátar. Færeyingar voru að vísu fjölmennir á þessum bátum, en eigi að síður var aflinn lagður hér á land og veitti mikla atvinnu og viðskipti. Frá Norðurlandi hefi ég ekki frekar nú en áður VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.