Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 7
Ég tel líklegt, að friðunin hafi átt sinn stóra þátt í því, að afli báta þessara var sæmilegur eftir at- vikum. Álit mitt um áhrif af útfærslu landhelgis — eða friðunarlínunnar er á þessa leið: Ágangur veiðiskipa á djúpmið út af Vestfjörðum hefur aukist, sem bæði eyða fiskigöngum og trufla þær. Vetrargöngur hafa að mjög litlu leyti gengið inn fyrir friðunarlínuna, nema einn vetur, er fiskur gekk alveg inn í Djúp, og aflaðist þar sæmilega í janúar, en þá voru bæði síðari hluta desember og mestan hluta janúar, oftast sjógarðar og snjóhríðar, svo að oft var ekki togandi á hafinu úti fyrir. Aðstaða smábáta til veiða hefur batnað bæði með lóðir og færi, einkum þó norðan við Djúpið, þar sem þeir hafa rýmra veiðisvæði friðað en áður. Ég vil að lokum láta þess getið, að mjög tregur afli hefur verið hér seinni hluta sumarsins, bæði á handfæri og lóðir, þrátt fyrir það þó áta, og þá eink- um síld, gekk hér í Djúpið í sumar, en óhagstætt tíð- arfar mun eiga nokkurn þátt i því“. Þá er skýrsla Þórðar greinagóð og kemur víða við: „Landhelgin er okkur Vestfirðingum hugleikið efni og varðar okkur líklega einna mest allra landsmanna vegna þess að grunnsæfispallurinn er svo stór hér og ágengni togara því mjög mikil með öllum Vestfjörð- um. Um spurningu yðar varðandi friðunina er það að segja, að hún hefir lítil áhrif hér, þó er því ekki að leina, að afli á smábáta hefir heldur batnað sein- ustu ár, og best síðastliðið sumar. Er það smáfiskur og smáýsa um það bil til helm- inga sem aflast, sennilega uppalið í Breiðafirði eða Faxaflóa. Allmikið magn virðist af þessu og var aðallega sótt á mið frá Deild og vestur að Gelti, 1-3 sjómílur frá landi. Virtist afli lélegur út af Sauðanesi og Önundarfirði, en annars var framan af sumri óvenjugóð fiskgeignd undir Barða og í Ön- undarfjörð, var afli þar á færi með ágætum fram eftir sumri. Það virtist mikið minni afli ef farið var 5-6 mílur, enda þar oftast útlendir togarar. Virðist afli á ýsu hafa glæðst út af Vesturlandi, en ekki gott að segja um það nákvæmlega vegna á- gengni togaranna. Á djúpmiðum 20-25 mílur, var vænn þorskur, virt- ist þar vera á ferðinni nýr árgangur að koma til hrygningar í fyrsta sinn og varð þá harður bardagi milli báta okkar og togara og mistum við einn bát „Súgfirðing" í þeim átökum. Eyðilögðu togarar afl- ann svo að seinnipart febrúar var sá fiskur tvíst- raður og enginn afli, svo stærri bátar okkar fóru að sækja suður undir Jökul af eðlilegum ástæðum, þeg- ar afli er hér þurausinn". Loks rekur Sigurður lest Vestfirðinga með sterkum rökum fyrir því, að vestramiðin við ísafjarðardjúp þurfi að friða álíka vel og nú er gert við grunnmiðin og firðina. Hann segir svo: „Um það hver áhrif stækkun landhelginnar hafi haft á fiskveiðarnar hér við Vestfirði, er óhætt að fullyrða, að það er almanna-rómur hér á Vestfjörð- v í K I N G U R um, að hún hafi orðið til svo mikillar blessunar, að varla sé hægt að gera of mikið úr því. Það hefir brugðið svo við, að aflinn hér við Vest- firði á þeim miðum, sem voru að eyðileggjast, er nú orðinn svo langtum meiri en orðið var og þakka þeir, sem með þessu fylgjast, þetta víkkun landhelginnar. Svo mikill er munurinn, að nú geta sjómenn haft góða atvinnu af því að stunda veiðar á litlum bátum þann hluta ársins sem gæftir leyfa, en það var orðið þýðingarlaust að líta við þeirri atvinnu. Ég þekki þetta af eigin reynslu. — Ég hefi lifað báða dagana. Og um þetta — að það fiskast meira á þessum mið- um en orðið var — ber öllum vestfirzkum sjómönnum saman. Og svo er reynslan — alls fjöldans — ólýgn- ust. Þá eru sjálfir Firðirnir. í fyrrahaust og s. 1. haust mátti heita að þeir væru fullir af fiski. Héðan úr Dýrafirði eru þess dæmi, að menn, sem keyptu trillubáta og réru þeim til fiskveiða í fjörðinn og fjarðarmynni í ca. einn og hálfan mánuð, höfðu at- vinnu af því. En fyrir fáum árum fékkst ekki „í soð- ið“. Það var stígið gæfuspor með því að víkka land- helgina. Sný ég mér að því, sem verður að gera í landhelgis- málinu hér vestra. Það eru vetrarmiðin við ísafjarð- ar djúp. ísfirðingar eru búnir að kvarta, og það af alvarlegum ástæðum. Erlendir togarar eru að eyði- leggja þau. Það þarf að færa mikið út landhelgis- línuna á þeim svæðum. Vonandi mega íslendangar ráða því. En þar mun þurfa alvöru og harðfengi til, eins og þurft hefir við það sem búið er. Mið þessi eru að miklu leyti fyrir utan þá línu sem ákveðin er, og eru erlendir togarar því svo frek- ir, að þeir eyðileggja veiðarfærin fyrir þúsundir og tugþúsundir kr. með því að „toga“ vægðarlaust yfir þau, rétt hjá bátunum. Og mesta mild er það, að ekki hafa fleiri skip og mannskaðar hlotizt af, en orðið er. En afla- og veiðarfæratjón er gífurlegt. Það er ekki með sanngirni hægt að segja að íslendingar hafi verið frekir í þessu máli — landhelgismálinu — yfirleitt. Og mun hér eins og víðar, „sígandi lukkan bezt“. Og meira verður að gera en búið er fyrir hin nefndu mið. Þau eru i mikilli hættu“. Þannig farast hinum kunnugu sjóvönu mönnum orð um vestfirsku miðin og hið ískyggilega ástand við „Djúpið“, sem orðið er svo alvariegt, að tveir al- þingismenn, þeir Hannibal Valdimarsson og Eiríkur Þorsteinsson hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um stækkun friðunarsvæðis fyrir Vestfjörðum. Vísa ég til þessa skjals, sem er nr. 395 og 154. mál á 73. löggjafarþingi 1953-54, en leyfi mér að taka upp nokkra kafla úr því, sem helzt máli skipta í þessari ritgjörð. „Svo hagar til, eins og kunnugt er, að úti fyrir Vestfjörðum eru einhver fiskisælustu togaramið í heimi, „Halamið". Á þau leitar nú miklu meiri fjöldi skipa en nokkru sinni fyrr, og stunda þau, einkum útlend skipin, oft veiðiskap allt utan af Hala og upp að nýju friðunarlínunni, sem nálega alls staðar fyrir Vestfjörðum færðist aðeins út um eina sjómílu. 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.