Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 12
að vörmu spori var kominn sléttur sjór. Við vor- um úr allri hættu. Allir hlerar voru opnaðir, og mennirnir þökkuðu forsjóninni fyrir fjör og frelsi. Nú eru liðin 52 ár síðan. Hásetar mínir, tólf að tölu, eru allir dánir, sumir fyrir 40—50 árum. Ólafur Jóelsson síðar fiskimatsmaður í Hafnar- firði, sem var stýrimaður hjá mér, var þá tæp- lega þrítugur, er nú dáinn fyrir nokkrum árum. Síðast þegar ég hitti hann fyrir hér um bil tutt- ugu árum, minntist hann á siglinguna í þetta skipti yfir Látrarröst og gat þess um leið, að það væri tvent í sambandi við þá ferð, sem hann gleymdi aldrei. öldurótið í röstinni og hversu honum hefði fundist, að skipinu hefði verið vel stýrt. — Ég sagði honum, að ég myndi eftir um- rótinu í sjónum og hve ótrúlega skipið hefði þolað vel siglinguna. Látrarröst getur verið ægileg í stormi, stór- sjó og stórstraumi, þegar straumurinn er á móti vindi. Skall hurð nærri hælum. Sumarið 1896 — lá ég með kútter „Kastor” norður og austur á Húnaflóa. Ég hafði verið þar í fullar þrjár vikur og fiskað dável og bjóst nú til heimferðar. Vindur var hagstæður, austan strekkingur' með úðarigningu, svo útsýni var lítið. Haginn áður hafði ég séð Horn og tekið stefnuna, en nú höfðum við enga landsýn haft síðasta sólarhringinn. Þegar við fórum af stað um morguninn, setti ég stefnuna eftir áætlun fjórar sjómílur út af Horni. Vindur var rétt á eftir og fór heldur hvessandi eftir því sem vest- ar dró um leið og meira syrti í lofti. Stýrimaður hafði vöku á þilfari, löngu vaktina frá kl. 12 um hádegi þar til kl. 7 um kveldið, að mín vakt kom á vörð. Hraðinn var 6 mílur. Landsýn var engin. Þegar ég kom á vörð í byrjun kveldvaktar, átt- um við að vera út af Horni í hér um bil fjögra sjómílna fjarlægð. Ég hafði grun um, að við værum nær landi en gjört var ráð fyrir, en stýrimaður hélt það ekki vera, en sjóndeildar- hringurinn var ekki meiri en nokkur hundruð metrar, en með sömu stefnu áttum við að fara fram hjá Kögri í hér um bil þriggja mílna fjar- lægð. Tveir menn, er ég bar best traust til, héldu vörð í framstafni, vanur maður við stýrið og svo tveir menn við stórseglskautið. Ég stóð við hliðina á þeim, er var við stýrið, til þess að gefa sem best gætur að stjórninni um leið og ég hafði óhindrað útsýni frameftir og í áttina til lands. Það var siglt með bakborðshálsi. Ég vildi kom- ast hjá því að bera seglin yfir, áður en farið var fram hjá Kögri, og þurfa svo að bera þau yfir aftur, þegar stefnan var sett suður með fjörð- um, svo ég lét slag standa, en hafði gætur á því, að ekki slægi í baksegl. Allt í einu, mér til mikillar skelfingar, sé ég brimgarðinn framundan á bakborða og í áttina til lands. Grunur minn hafði því miður reynst réttur. Á vakt stýrimanns um daginn hafði þess ekki verið gætt eins vel og skyldi, að halda ná- kvæmlega stefnunni á undanhaldinu, og því vor- um við nær landinu en vera átti. Hér var ekki nema um örfáar mínútur að ræða, að vera ekki uppi í brimgarðinum. Á sama augnabliki gríp ég stýrið upp til bakborða af þeim, sem við það var, jafnframt sem ég segi þeim, sem við stór- seglið voru, að draga slakann af stórskauts- dragreipinu — og hálsa með fullum seglum. Það var hættulegt í stórviðri eins og þá var, en um annað var ekki að tala, það varð að skeika að sköpuðu. En allt gekk vel. — Þá fyrst, er ég hafði breytt um stefnu og sigldi með stjórn- borðshálsi út frá landi og öll hætta var úti, hróp- uðu mennirnir, er höfðu vörð í stafni, að það væri brimgarður í hlé og í stefnu aftur út. En sem betur fór var hættunni afstýrt löngu áður en þeir sáu hana. Á þunguðum færeyskum bát í ofviðri á ArnarfirSi. Það var sama árið. Um haustið lá ég með kútter „Kastor” á Arnarfirði og fiskaði með fjórum bátum frá skipinu. Við lágum á svokall- aðri Hlaðsbót milli Álftamýrar og Baulhúsa að norðanverðu við fjörðinn. Síðustu dagana í septembermánuði veiddist síld á Bíldudal, og þar sem mig vanhagaði um ýmislegt smávegis, tók ég það ráð að biðja Jochum bróður minn, sem var stýrimaður hjá mér og formaður á minnsta bátnum (færeysk- um) og kom fyrstur úr róðri um morguninn, að fara með mér með bátshöfn sína — fjóra menn — í kaupstaðinn, til þess að kaupa 4 kassa af nýrri síld og þá hluti, er mig vanhagaði um. Þessar vörur voru áætlaðar tæplega hálffermi í bátinn. Þegar við vorum að leggja af stað inn í kaupstaðinn, kom skipstjóri af skipi, sem lá á Hlaðsbót skammt frá mér, og sem stundaði veið- ar þar með tveimur bátum, og bað mig að gjöra sér þann mikla greiða að taka fyrir sig tvær tunnur af salti með bátnum til baka, þar sem hann gæti ekki sent bát eftir því nema missa róður, en tveir menn hjá sér væru veikir, og því stæði hann uppi í vandræðum. En þar sem það var stillilogn og ég hafði lítinn farangur, lof- aði ég honum að gjöra þetta. Eftir rúmlega tveggja tíma viðstöðu á Bíldu- dal höfðum við lokið erindum okkar. Ég tók fjóra hálftunnupoka af salti fyrir skipstjórann BB VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.