Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 13
samkvæmt gefnu loforði og lét tvo af þeim fram
í bátinn og tvo aftur í hann. og var þá báturinn
þungaður mjög en þó ekki hlaðinn.
Það var farið að halla degi en ekki meira en
svo, að í færu veðri áttum við að ná heim til
okkar í björtu. Á Bíldudal var blæjalogn, en
svört vindbrún var að sjá út í flóann, og skýja-
bólstra mikla kembdi niður fjöllin inn í botni að
sjá. En ef vindur hvessti, átti hann eftir öllum
veðramerkjum að dæma, að vera út fjörðinn,
og þá áttum við að hafa síðuvind heim til okkar
á Hlaðsbót.
Nú var róið af stað fyrst í logni, og svo sett
upp segl og róið undir á kulið. Ég sat við stýrið,
Jochum bróðir minn frammí á stjórnborða, og
hinir mennirnir þrír hver í sínu rúmi. — Spöl-
korn fyrir utan Bíldudaí fóru óreglulegar vind-
bárur, sem skáru hver aðra, að veltast fram
toppmyndaðar úr hinum mörgu fjörðum, sem
greinast eins og fingur inn úr Arnarfjarðar-
flóa, að gera vart við sig og fóru stækkandi eftir
því, sem norðar dró. Vindurinn óx óðum og sjór-
inn ýfðist meir og meir. Brátt þoldi báturinn
ekki nema lítið horn af seglinu, og þegar komið
var allt að þriðjungi leiðar, er seglið tekið sam-
u,n og mastrið fellt. Nú er sest undir árar og
bátnum haldið í veðrið, því skollinn er á ofsa
stormur með hræðilegum sjógangi.
Ég átti fullt í fangi með að halda í horfinu.
Að snúa aftur fannst mér ekki nokkurt viðlit,
en eina ráðið að reyna að flatskella yfir fjörðinn
á árum. Það var farið að rökkva og sortinn í
loftinu ox. Éinn mannanna varð að standa í
austri, tveir reru á kulið og einn í hlé, og ég
stýrði. Allt í einu hrópar Jochum bróðir minn
til mín — í því að stór alda skellur yfir bátinn:
— „ÆtlarSu að drepa okkur, út með saltið
framan og aftan!” og tekur í sama augnabliki
aðra salthálftunnuna fram í bátnum og fleygir
henni útbyrðis, og, eins og dáleiddur af skipun
hans, tók ég aðra hálftunnuna úr skutnum, sem
ég lét fara sömu leið, og í því önnur alda engu
minni skellur yfir bátinn, þrífur Jochum hina
hálftunnuna úr framírúminu og steypir útbyrð-
is, um leið og hann skipar mönnunum í mið-
skipsrúminu að ausa af alefli. Þegar Jochum
þreif síðari hálftunnuna, tók ég jafnsnemma þá
hálftunnuna, sem eftir var í skutnum og varpa
henni útbyrðis, þar sem það var lífsnauðsyn að
iétta báða enda bátsins jafnt, svo hann ekki
stafnsteyptist. — Þessir atburðir skeðu á
skemmri tíma en það tekur að lesa þessar línur.
Jochum var rammur að afli og snar í snúning-
um og atkvæða sjómaður. Hann sá hættuna og
Urn leið hvernig henni yrði afstýrt. Ég, sem sat
við stýrið, hafði hugann fastan við rokið og öld-
v í K I N □ U R
urnar, og hvernig hægt væri að stýra sem best
upp í sjóinn, svo við yrðum fyrir sem minnstum
áfollum. — En óvanur eins og ég var að stjórna
opnum bát, hugði ég ekki eins að því, að bátur-
inn gæti fyllst og sokkið. Og áður en ég hafði
áttað mig á hættunni — að vera á hlöðnum bát
í ofsa stormi og sjógangi — þar sem saltið hafði
þegar drukkið í sig mikla sjóbleytu — og hver
holskeflan eftir aðra reið yfir — var Jochum
búinn að bjarga okkur öllum, sem í bátnum voru.
— Ef Jochum bróðir minn hefði ekki verið með
í þetta skipti, þá hefði báturinn og við allir skip-
verjar sokkið í miðjum Arnarfirði, þegar önn-
ur holskeflan skall yfir hann. — Hér var aðeins
um augnablik að ræða, og það var þetta augna-
blik, sem hann notaði.
Það fer ávallt hrollur um mig, þegar ég minn-
ist þessarar stundar. Það var hér um bil kl. 6
síðdegis þ: 2. október 1895, eða fyrir tæpum 50
árumárum síðan, þegar þetta er skrifað.
Eftir þetta gekk ferðin stórslysalaust. Við
gátum flathamrað á árum yfir fjörðinn í átt-
ina, sem skipið lá, og komumst að skipinu hér
um bil kl. 8 um kveldið. En veðrið var afskaplegt
og síðan fylgdi því snjóhríð svo ekki sást út úr
augunum.
Um þetta norðaustan veður skrifa blöðin í
Reykjavík á þessa leið:
„Hinn 3. október um nóttina*) laust á ofsa-
hríð af norðri með brimi og sjógangi, og sem
liélzt að mestu til þess 5. október. Þetta veður
gekk yfir Vestur-, Norður- og Austurland. Skað-
ar urðu víða á heyjum og húsum, svo og skipum
og bátum — og fénað hrakti. — „Stamford”
fjárflutningaskip strandaði við Hrísey. Verzl-
unarskipið „Patrexfjord” strandaði á Hauka-
dalsbót á Dýrafirði og „Anna”, skip Guðmund-
ar Einarssonar í Nesi, rak á land á Eskifirði. —
Manntjón varð á nokkrum bátum, en ennþá eru
fréttir ekki greinilegar”. —
Allir þeir menn, er voru á bátnum með mér í
þetta skipti, eru löngu dánir. Þrír af þeim, þar
á meðal Jochum bróðir minn, sem druknaði á
leið milli Englands og Ameríku í ófriðnum
mikla 1916.
A'ðrir minnisstæðir atburðir í sfófer&mn.
í nóvember 1898, er ég sigldi frá Seyðisfirði
til Kaupmannahafnar með kútter „Wilhelm
Wright” hlaðinn íslenzkum vörum, fékk ég mót-
vinda alla leið til Noregs og lenti fyrir norðan
Stavanger. Þegar þangað kom skall skyndilega
á suðvestan stormur. Ég sigldi með litlum segl-
*) Veð'rið' hefur skollið á hérumbil 6 tímum fyrr á Arnar-
firði en í Reykjavík. — Höf.
69