Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 17
Ktinni heim aftur, en hún tók það ráð, að láta bróður sinn leg-gjast í rekkjuna, og varð Drumbur að hýrast til fóta í þetta skipti. Ekkjan skemmti sér vel í veizlunni og var hún í örara lagi, er hún kom heim aftur, lagðist hún nú í rekkju sína og vissi ekki betur en að Drumbur væri þar fyrir. Aður en ekkjan reis á fætur næsta morgun, kom vinnukonan inn til hennar og kvaðst vera eldiviðarlaus. Skipaði hún þá að brenna Drumb, meðan hann entist, en bróðir vinnukonunnar svaf hjá ekkjunni eftir þetta og má nærri ætla, að hún saknaði Drumbs lítið eftir það. Gráskinni G. Konráðssonar. * Hjólaskip. Eins og kunnugt er voru fyrstu „dampskipin“ hjóla- skip, en höfðu þó segl til öryggis. Nú eru skip þessi fyrir löngu horfin af höfunum, en enn þann dag í dag hafa þau verið notuð á fljótum og vötnum víða um heim, þar á meðal yfir Humberfljót milli Hull og Grimsby. Nú hefur brezka sjóhersstjórnin komizt að þeirri niðurstöðu, að hjólaskip séu heppilegust til að draga flugvélamóðurskip og önnur stór herskip úr höfn- um og skipakvíum og hafa pantað smíði á nokkrum í þeim tilgangi. Nýtt efni til skipabygginga. Það undrar víst engan á þessum „nýjustu og verstu tímum“, að menn gera sig ekki lengur ánægða með hið gamla og þekkta byggingarefni, eikina og stálið. Bret- ar hafa gert tilraunir með byggingu báta úr efni, er þeir kalla „Fibre Glass“. Er þetta mjög sterkt efni, blandað gleri. Efni þetta brotnar ekki, fúnar ekki -og er mjög létt. Ekki vinnur salt á því, né hiti og kuldi. Enga þarf málningu né annan áburð. Lítil reynzla er enn fengin á bátum smíðuðum úr efni þessu, en smíð- aðir hafa verið vélbátar allt að 50 fetum á lengd og hafa þeir, enn sem komið er, reynzt vel. Upp og niður. John Wals frá Lancashire í Englandi vann í 12 ár í kolanámu 450 metra undir yfirborði jarðar. Loks fékk hann nóg af þessari vinnu, djúpt í iðrum jarðar, fór til Ameríku í atvinnuleit. Brátt fékk hann það starf að vera umsjónarmaður á útsýnispalli efst uppi á Empire State Building í New York og vinnur nú 400 metra yfir yfirborði jarðar. Vísindi og trú. Síðan að ungt fólk fékk í vaxandi mæli tækifæri til menntunar í æðri skólum og aukin tækifæri til vísinda- iðkana, hefur margur óttast að slíkt leiddi til meira guðleysis, trúleysis og upplausnar á sviði trúar og góðra siða. Þetta er alrangt. Við stærstu menntastofnanir heimsins hafa verið gerðar athuganir í þessu efni, sem leitt hafa ótvírætt í ljós ,að aukin menntun og bætt lífsskilyrði hafa aukandi áhrif til trúrækni og góðra siða. Vandamál stórhafnanna. Eitt af strærstu vandamálum hinna stóru hafnar- yfirvalda er þjófnaðurinn á vörum, sem skipað er út í skip og upp úr þeim, en mikið magn liggur oft lengi í vöruskemmum og bíður útskipunar. I hinni víðáttu- miklu New York höfn er talið að 3ja milljóna kr. verð- mæti af vörum sé stolið árlega. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir þennan ófögnuð á margan hátt, meðal annars með fjölgun eftirlitsmanna, en ekkert hefur dug- að, því þessir eftirlitsmenn hafa verið að litlu gagni og þegið óspart mútur af þjófaflokkum. Erfitt um atvinnu. Eldri mönnum veitist oftast erfiðara með útvegun vinnu heldur en þeim yngri. Aðal ástæðan fyrir þessu er, að við áríðandi störf þora vinnuveitendur ekki að ráða eldri menn af ótta við fleiri veikindadaga heldur en hjá þeim yngri. Þetta er mesti misskilningur. Stórt iðnfyrirtæki lét athuga þetta rækilega og kom þá í ljós, að á einu ári, er athugunin stóð yfir, voru 55% veik- indadaganna hjá mönnum á aldrinum 24 til 29 ára, en aðeins 45% hjá mönnum milli 55 og 60 ára. Óvenjuleg keppni. I mótmælaskyni gegn fegurðarsamkeppni kvenfólks, efndu stúlkurnar í ítalska bænum Pinerolo til sam- keppni meðal ófríðra karlmanna. 28 karlmenn gáfu sig fram til þessarar óvenjulegu keppni. Dómnefndin, sem voru sex fríðar stúlkur, úrskurðuðu tannlausan, eyrna- stóran og sköllóttan mann sem sigurvegara. Þegar nafn hans var kallað upp, vakti það mikla kátínu meðal við- staddra. Maðurinn hét Angelo Casanova. Yeljið fljótt. Allir vita, hve kvenfólk þarf langan tíma til að velja sér nýjan hatt. Tízkuverzlun í Stokkhólmi hefur fundið ráð við þessu og þar gengur allt nú fljótt fyrir sig. I hattadeild verzlunarinnar fer klukka af stað, þegar viðskiptavinurinn byrjar að máta hatta, en ef hann hef- ur ákveðið sig innan tíu mínútna er gefinn 10% af- sláttur af hinu háa verði. Þetta ber ágætan árangur. * * * Áramótakveðja frá hreppstjóranum. — Um leið og ég óska þér og þínum gleðilegs nýárs með þökk fyrir hin liðnu, vil ég tilkynna þér, að ef þú ekki gerir full skil á útsvari þínu fyrir 5. þ. m. mun það verða innheimt með lögtaki daginn eftir þrettánd- ann. * * * Konan hringdi til manns síns á vinnustað og bað hann um peninga. Maðurinn varð fokvondur og svaraði með þrjósti miklum: — Ertu vitlaus, kona, ég á ekki einu sinni fyrir brennivíni. Ví K I N □ U R 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.