Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Side 21
býzka orustuskipið Bismarck.
venjulegum sjónauka,
en í hinu stóra f jarlægð-
armælitæki kom fram
dauf mynd af skipinu.
Brezkt beitiskip af
Londongerðinni! Klukku
stund síðar kemur skip-
ið aftur í ljós. Sama
mynd. Bismarck skýtur
af stærstu fallbyssunum
og beitiskipið skýzt á ný
inn í þokuna.
B r e z k a beitiskipið
Suffolk hafði lónað á
Grænlandshafi í þrjá
daga, og er nú komið í
tæri við Þjóðverjana. —
Allt í einu sjást þýzku
herskipin aftur og Suf-
folk stingur sér inn í
þokuna og sendir um út
loftskeytamerki um að óvinurinn sé fundinn.
Norfolk nær tilkynningunni og stefnir með
fullri ferð þangað sem þýzku herskipin sáust.
Kl. 2030 siglir Norfolk útúr þokubakkanum og
er nú andspænis óvinunum, sem þegar hefja
skothríð.
Tvær 38 sm. sprengikúlur strjúkast við beiti-
skipið og sú þriðja fellur í kjöifar þess, en Nor-
folk flýr inn í þokuna.
Vestur í hafi fer veður óðum versnandi. Rign-
ing og þokusúld myrkva dvínandi skímu norð-
lægrar vornætur. Hinar daufu myndir hverfa af
myndflötum ratsjánna, og um tveggja stunda
skeið eru Þjóðverjarnir horfnir sjónum.
Forustuskip Hollands varaaðmiráls, orustu-
skipið Hood hafði nú móttekið fréttirnar um að
Þj óðverj arnir væru fundnir, en af óskýrðum or-
sökum náðist hin fyrsta tilkynning Suffolk ekki,
og við það fór dýrmætur tími forgörðum, en nú
siglir Hood með 28 mílna hraða í áttina að
þýzku herskipunum. I dögun batnar skyggnið
og sjóinn lægir. Kl. 0510 eru brezku herskipin
búin til orustu og kl. 0535 koma þýzku herskipin
í ljós í mikilli fjarlægð.
Bretarnir hefja skothríðina í 21 km. fjarlægð,
og þeim er svarað samstundis. Bismarck er aðal-
skotmarkið, en kúlurnar falla í sjóinn allt að því
100 m. frá honum. Skot frá Prinz Eugen hæfir
Hood og eldur brýzt út á afturþilfari hans. Á
sömu mínútu fær svo Hood „breiðsíðu” frá Bis-
marck. Eldsúla rís mörg hundruð metra í loft
upp og hræðileg sprenging skekur orustuskipið.
38 sm. sprengikúla hefir hæft aftari skotfæra-
geymsluna og Hood brotnar í tvennt.
Stolt brezka flotans, stærsta orustuskip
heimsins hverfur af yfirborði hafsins. Af 1300
manna áhöfn er 3 bjargað.
Eftir örskamma stund kemur blágrár skip-
skrokkur fram á myndfleti fjarlægðamæla
þýzku orustuskipanna. Það er nýjasta og bezt
útbúna orustuskip Breta Prince of Wales og
þýzku herskipin hefja æðisgengna skothríð.
Mörg skot hæfa Prince of Wales og eldur brýzt
út miðskipa.
Orustuskipið beygir fyrst í bak og síðan í stjórn-
borða og Þjóðverjarnir sjá að það dregur sig út
úr orustunni, sem geysað hafði nákvæmlega í
24 mínútur.
Á Prince of Wales fá menn nóg um að hugsa,
10. hverja sekúndu rignir þýzkri „breiðsíðu”
niður yfir orustuskipið. Sprengikúla hæfir or-
ustuturn skipsins og springur á stjórnpalli að-
mirálsins. Allir yfirmennirnir, sem þar höfðu
stöðu, eru drepnir eða hættulega særðir, að und-
anskildum Leach foringja skipsins og fyrsta
merkjamanni. í stjórnklefanum undir stjórn-
palli foringjans drýpur blóð á sjókortin. í or-
ustuklefanum nokkra metra í bui'tu heyrðu
menn ekki hvað gerzt hafði fyrir orustugnýnum,
sem stendur látlaust, en sambandið við stjórn-
klefann var rofið. Tveir af stærstu orustuturn-
um Prince of Wales verða óvirkir vegna tækni-
legra mistaka. Gegnum skotgöt undir sjólínunni
hafa streymt inn um 400 tonn af sjó, og margt
hefir farið úr skorðum. Leach aðmiráll ákveður
að hopa af hólmi.
„Hood hefir sprungið í loft upp”. Þessari ægi-
legu frétt lýstur eins og sprengju niður í bygg-
ingu brezku flotastjórnarinnar, og nú komst að-
VÍKIN □ U R
77