Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 25
— Smœlki — Móðirin við dóttur sína: — Þú hefur vonandi ekki sagt honum strax að þú elskaðir hann? '— Nei, auðvitað ekki. Hann varð sko að hafa mikið fyrir að kreista það út hjá mér. * * * * Bónorð. Hann: — Viltu eiga mig? Hún; — Nei. Hann: — Af hverju ekki? Hún: — Þú hefur stolið. Hann: — Stolið? Hún: — Já. Hann: — Hverju? Hún: —- Undan skatti. Hann: — Já, en það gera aliir. Hún: — Ég vil eiga þig. * * * — Hvernig verðu tekjum þínum, Láki? — Tekjum mínum? Það er nú hægt að gera grein fyrir því. 60% fara í skemmtanir, skatta, tóbak og vín. ^5% í bíla, kvennafar og drykkjupeninga, en 15% i alls konar óþarfa. * * * — Hvar er pabbi, mamma? '— Hann er hjá tannlækninum að láta smíða sér nýj- ar tennur. — Nú, já, á ég svo að nota þær gömlu, eins og ann- að, sem hann getur ekki notað lengur? * * * — Veiztu hvenær Kínverjar segja „góðan daginn?“ — Nei. — Þegar þeir hafa lært íslenzku. * * * Maður nokkur kom inn í drykkjukrá og bað um fimm- faldan wiskyskammt. — Er nokkuð að þér? spurði afgreiðslumaðurinn. Það er víst óhætt að segja það, svaraði maður- mn. Þegar ég kom heim var ókunnur maður að faðma konuna mína í fordyrinu. Ég tók regnhlíf hans. — Og barðir hann í hausinn með henni? — Nei, ég lagði hana á hné mér og braut hana í tvennt og sagði manninum að ég vonaði að það yrði úi'hellis rigning. * * * Kennarinn, sem var tfúlofaður símastúlkunni, sem vann á miðstöð símans, var eitt sinn að skýra fyrir ^emendum sínum hversu hollt það væri að sofa fyrir °Pnum glugga, hvernig sem viðraði. Gall þá einn nem- andanna fram í fyrir honum sagði; Þú getur trútt um talað, sem nýtur miðstöðvarhita. Það var á skútuöldinni. Skipstjórinn á kútter Mary sat í káettu skipsins, er lá við bryggju, ásamt manni úr landi og ræddu þeir saman. Jón, einn hásetanna, sem þótti nokkuð einkennilegur, kom niður, settist hjá þeim og réri ákaflega fram og aftur. Er skipstjórinn leit til hans, sá hann að eitthvað var að og spurði: — Er nokkuð að þér, Jón minn? — Maður datt í sjóinn, svaraði Jón. — Nú, hver bjargaði honum? — Bjargaði honum? Það var ekki búið að því, er ég fór niður. Spruttu þá skipstjórinn og gesturinn á fætur og hlupu upp á bryggjuna, þar sem engann mann var að sjá, nema manninn, sem datt í sjóinn og hékk hann í ein- um bryggjustólpanum og var orðinn nokkuð þjakaður. * * * Eitthvað hið erfiðasta, sem mann getur hent, er að vita hvernig vinna á eitthvað verk og horfa á það unnið vitlaust af öðrum. * * * Á „hundaskammta“-árunum. Jói gamli hafði komið til læknis síns fyrir 18 árum og fengið hjá honum „hundaskammt", sem venjulega var 210 grömm af spíra. Nú kom hann aftur í sömu erindagjörðum. Læknirinn, sem var mikill hófsmaður, mundi eftir fyrra atvikinu og varð að orði: — Heyrðu, Jóhann minn, ertu alltaf á því? * * * Nágranni okkar kom eitt sinn heim til sín, en húsið var lokað og konan ekki heima. Settist hann þá á tröpp- urnar staðráðinn í að bíða þar eftir frúnni. Við sáum aumur á honum og ég gekk út til hans og bauð honum að koma inn og borða með okkur. Hann svaraði hæ- versklega: — Hjartans þakkir fyrir hugulsemina, en ef ég geri það, rennur mér reiðin og ég get ekki notað þetta gullna tækifæri til þess að gefa frúnni verðskuldfaða ofaní- gjöf og hafa til þess fulla ástæðu. Síðan settist hann aftur á tröppurnar og beið þolin- móður. * * * Gömul kona kom inn í strætisvagn, þar sem öll sæti voru upptekin af ungu fólki. Hún leit í kringum sig og mælti: — Sitjið bara róleg, þið fáið ábyggilega nóg af því að standa, þegar þið eruð orðin gömul. * * * Stór og feitur maður steig óvart ofan á tána á öðr- um manni, er hann var að troða sér inn í yfirfullan strætisvagn. Hinn brást reiður við og mælti: — Reynið að hafa lappirnar þar sem þær eiga að vera. Hinn svaraði: — Góði maður, freistið mín ekki. SJÓMANNABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS. — Rltstjðrl Og ábyrgðarmaður: Magnús Jensson. — Rltnefnd: Júlíus ólafsson, Ingólfur Lórðarson, Geir ólafsson, Henry Hálfdansson, Haligrímur Jónsson, Egill Jóhannsson, Birgir Thoroddsen, Theodór Gíslason, Páll Þorbjarnarson. — Blaöiö kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 60 kr. — Ritstjóm og aígreiðsla er í Fiskhöllinnl, Reykjavik. — Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, Reykjavik. Simi 5653. — Ritstjórinn er tii viðtals á skrifstofu blaðs- h ins. i Fiskhöllinni, þriðjudaga og flmmtudaga kl. 9—10 f. h. Laugardaga kl. 1—4 e. h. Auk pcss venjulega i heimasima hans 9177, eftir kl. 8 á kvöldln. Að öðru leytl eftlr samkomulagi. — Prentað i Isafoldarprentsmiðju h.f. VÍKINGUR V ' K I N G U R B1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.