Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Page 26
Lagt af stað í leit ókunnra landa. — Myndin sýnir landkönnuð frá tímum landafundanna miklu taka á móti blessun kirkjunnar, áður en lagt er af stað í hina hættulegu för. reyndi alls staðar að koma af stað úlfúð og tortryggni meðal sjómann- anna. Undir yfirskini vináttu tróð hann sér inn í félagsskap spönsku skipstjóranna og þrýsti þar sífellt með öllum aðferðum á viðkvæmasta blettinn, sem var þó nógu aumur fyrir: Ætluðu hinir stórlátu castali- önsku aðalsmenn raunverulega að taka því þegjandi, að vera settir undir yfirstjórn portúgalsks ævin- týramanns, sem enginn treysti i hans eigin landi? Jafnhliða þessum undirróðri snéri Alvarez sér til Magellans undir yfir- skini vináttu og hvíslaði í eyru hans, að Carlos konungur hefði gefið skip- stjórunum fyrirskipun um að taka af honum völdin, strax þegar þeim hefði tekizt að komast að því, hvert leyndarmálið væri. Afleiðingin af þessu öllu varð eðlilega sú, að starf Magellans allt frá byrjun þvingað- ist á allan hátt og tafðist, og brauzt a. m. k. eitt skipti út í beinni upp- reisn gegn honum. Og það verður eingöngu þakkað ofurmannlegu þreki hans og þrautseigju, að þessi litli floti, fimm gömul skip, komust seint og síðar meir af stað í leiðangur- inn. Alvarez hafði heppnazt hlutverk sitt svo vel, að það varð miklum erfiðleikum bundið að fá sjómenn á skipin. En í hinum sundurleita hópi ævintýramanna og desperados var af hreinni tilviljun skriflærður ítalskur unglingur, Antonio Piga- fetta að nafni. Þessi afspringur gamallar aðalsættar leiddist út í þetta ferðalag af því að hann ,,lang- aði til þess að sjá hin stórfelldu og ægilegu undur hafsins", en fyrir síðari kynslóðir varð þessi ferð hans mikils virði, því að hann hélt mjög nákvæma dagbók yfir allt, sem skeði á þessu stórmerkilega ferðalagi. Magellan sigldi með flota sinn frá San Lucar á Spáni 20. september 1519. Ahafnir skipanna voru sam- tals 265 menn, og flestir þeirra yfir- gáfu að eilífu föðurland sitt þenn- an dag. Eitt vandasamasta verkefnið fyr- ir yfirstjórnanda þessa mislita hóps var að halda saman fimm seglskip- um, sem höfðu mjög mismunandi ganghraða. Þess vegna hafði Ma- gellan fyrirskipað, áður en lagt var af stað, að hin fjögur skipin skyldu á hverju kvöldi sigla upp að forustu- skipinu, ávarpa flotaforingjann með kveðjunni: „Dios vos salve, Senor Capitan-General!“ — og síðan taka við fyrirskipunum viðvíkjandi sigl- ingunni næsta sólarhring. Þetta daglega samband átti einnig að vera til þess að halda betur uppi röð og reglu. Skipstjórarnir höfðu búizt við því, að þeim yrði boðið um borð í forustuskipið til þess að skoða sigl- ingakortið og til skrafs og ráða- gerða um stefnuna. En það kom í ljós, að Magellan hafði ekkert slíkt í huga, og þeir voru ekki einu sinni spurðir um þeirra álit. Þeim var að- eins ætlað að elta siglingaflaggið á daginn og vaktblússið á nóttunni. Og svo bættist það ofan á, að í stað þess að sigla í suðvestur í átt til Brasilíu, eins og þeir höfðu búizt við, stefndi Magellan suður með- fram Afríkuströnd. Skipstjórinn á San Antonio, Juan de Cartagena, tókst loks á hendur að bera fram mótmæli, og þegar hann eitt kvöld- ið hafði tekið á móti fyrirmælum frá forustuskipinu, spurði hann hreint út, hvers vegna stefnunni hefði verið breytt. Sennilegt er, að Magellan hafi breytt stefnu í þeirri von, að kom- ast með því í hagstæða og stöðuga vindátt, en svar hans var aðeins á þá leið, „að enginn hefði vald til VÍKINGUR 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.