Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 20
Guðjón Eyjólfsson, sjóliðsforingi: ELDVARNIR UM BORÐ í SKIPUM Myndir þær, sem fylgja þessari at- hyglisverðu grein Guðjóns Eéjólfsson- ar, höfum við tekið traustataki úr októberhefti „Maskinbefalet", sem er tímarit sænska vélstjórasambandsins. Og eitt af beztu erlendu sjómannarit- unum, sem oss berast, þó mörg séu góð. Allt þetta hefti, 48 síður, var ein- göngu um eldsvoða og eldvarnir á sjó. Þó myndirnar falli ekki beint að þess- ari grein, skýra þær hliðstæðu þess f sænska siglingaflotanum. — Ritstj. 1. fslenzk skip. Tíðir eldsvoðar um borð í ís- lenzkum skipum síðustu mánuði hafa vakið marga til umhugs- unar u,m það, hvort ekki verði að gera róttækari varnarráð- stafanir í þessum málum, en verið hafa. Hér á landi hefur Skipaskoð- un Ríkisins eftirlit með því, að íslenzk skip séu búin slökkvi- tækjum og hefur í því sambandi látið prenta viðvörunarspjöld um eldhættur, en meira þarf, ef duga skal. Sjómenn sjálfir verða að vera vel á verði gegn eld- hættunni, bæði vegna öryggis sjálfra sín og annarra. Einkum ættu vélstjórar að fylgjast vel með þessum málum. Það er ekki nóg að hafa slökkvi- tæki hangandi á þili, ef tækið er í ólagi eða enginn hefur æf- ingu né kunnáttu til að nota það. Það er heldur ekki nóg að hafa brunaslöngu í grind (stat- ivi), ef slangan er ónothæf — vegna slæmrar meðferðar á sjálfri slöngunni eða tengingu. Víða hefði mátt bjarga mikl- um verðmætum og forða stór tjóni, ef brunavömum og ör- yggiseftirliti (damage control) skipa hefði verið meiri gaumur gefinn áóur en óhappið varð. 2. Framfarir. 1 síðustu heimsstyrjöld fleygði brunavörnum og öryggiseftirliti mjög fram og flotar stórveld- anna spöruðu milljónir kr. með góðu skipulagi og uppbyggingu þessara mála um borð í skipum sínum. Bandaríkjamenn stóðu eink- um framarlega í þessum efnum og eftir að þeir tóku þessi mál föstum tökum, er talið að þeir hafi misst þriðjungi færri skip en ella. Á fyrsta styrjaldarári síðari heimsstyrjaldar (1940), missti brezki flotinn fleiri skip af völdum eldsvoða, en vegna tundurskeyta og annarra skyldra vopna til samans. Tjón af völdum elds skiptir milljónum króna, en því miður hef ég engar íslenzkar tölur, en árið 1948 var tjónið rúmlega 711,1 milljón dollarar (rúmlega 3 milljarðar ísl. kr.)1 í Banda- ríkjunum. Árið 1959 var tjón af völdum eldsvoða í Englandi 40 milljónir punda (rúmlega 4,8 milljarðar ísl. kr.). Eftir styrj- öldina hafa fleiri þióðir fylgt fordæmi þessara þjóða og gert miklar umbætur á þessum svið- um, þar á meðal frændur vorir Danir. Danski flotinn hefur komið sér upp myndarlegum skóla, þar sem kenndar eru eldvarnir og öryggiseftirlit skipa og sjómenn þjálfaðir í notkun slökkvi- og súrefnistækja. Allir sjóliðsfor- ingjar (linien)1 og varaliðsfor- ingjar (reserven) fá lengri eða skemmri þjálfun á þessum skóla, en fyrst og fremst eru þó vél- stjórar flotans þjálfaðir þarna. — 1 skipum flotans er umsjón brunavarna í höndum yfirvél- stjóra, en að sjálfsögðu undir yfirstjórn og eftirliti skipherra. Þekking vélstjóra á eldvörnum og öryggiseftirliti má í senn teljast sjálfsögð og eðlileg. Þeir hafa umsjón á eldfimasta stað skipsins — vélarrúminu — þar sem eru eldfimar olíur og benz- ín, olíublautur tvistur, raf- magntöflur og dælukerfi skips- ins. Þó að aðalábyrgð eldvarna hvíli á vélstjórum, verða samt allir yfirmenn að fá haldgóða þekkingu og æfingu í bruna- vörnum og öryggiseftirliti skipa. Það er höfuðnauðsyn að þeir skilji og geti kennt áhöfninni meðferð slökkvitækja. En aðal- atriðið er, að allir slápverjar kunni góð skil á eldvörnum skipsins. 3. Æfingasvæ&i. Hin stóru dönsku skipafélög, eins og t.d. A. P. Möller (Mærsk Line), J. Lauritsen, Ö. K. og fl. leggja mikla áherzlu á eldvarnir um borð í skipum sínurn. Marg- ir stýrimenn og vélstjórar þess- ara félaga hafa sem varafor- ingjar í flotanum kynnst bruna- vörnum og öryggiseftirliti, en að lokinni herþjónustu hafa skipafélögin stuðlað að áfram- haldandi menntun og æfingu yf- irmanna sinna. Góð samvinna hefur tekizt milli kgl. flotans og verzlunarflotans í þessum efnum — og öðru hverju geta skipafélögin fengið að senda yf- irmenn sína á stutt námskeið í eldvamaskóla (havariskole) kgl. flotans. Það væri athugandi fyrir ís- lenzku skipafélögin, L.l.Ú. og F.I.B að leita samstarfs sín á milli, við brunaliðið eða Land- helgisgæzluna um að koma upp sameiginlegu æfingasvæði og tækjum til eldvarna. Þannig æf- ingasvæði verður að vera langt frá byggð, á bersvæði og vera útbúið slökkvitækjum,, yfirbygg- ingu skips, olíukörum, asbest- búningum, slöngum o. fl. Þama þyrfti síðan öðru hverju að hafa raunhæfar æfingar fyrir skips- hafnir. Að sjálfsögðu fengi Vél- skólinn, Sjómannaskólinn og VÍKINGUE 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.