Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 28
Ég hafði í nokkra raánuði þvælst fram og aftur um helvíti, enda orðinn svartari á húð en skóburstari skratt- ans; en helvíti nær yfir allstórt svæði af heimshöfunum og hafa farmenn gefilð því nafn vegna hitans, lognsins og ládeyðunnar. AS vestra hliði hel- vítis liggur Rauðahafið og þar standa postularnir tólf eilífan útvörð. Eru það sérkennilegir klettadrangar, er rísa úr sjó, snaúðir lífi og litum mjög gráir á að líta. í þetta sinn skauzt ég inn um eystra lili'ðið klukkan .11 að morgni. Yar nú siglt í tvo ag hálf- an sólarhring vestur í vaxandi hita og logni framhjá Oman inn allan flóann og haldið upp ána Fao, sem liggur í Kuwait-landi, loks staönæmst í sam- nefndum bæ. Þar skyldi farmur skips- ins landsettur og ég yfirgefa skip og skipshöfn og heimferðin hefjast. — Þarna í fran eru mestu bananaekrur jarðar. Hófst svo heimferðin með því, a*ð kolsvartur negri ók mér í amerískum bíl um götur og sóöaleg sund Pao- borgar, milli hinna ýmsu embættis- manna borgarinnar, er skoðuðu skjöl mín, stimpluðu og rannsökuðu minn léttvæga farangur, sem ekki mátti vega meir en 20 kg., vegna hinnar löngu flugferðar, er í hönd fór. Ekki var ekið frá Fao fyrr on myrkri'ð var orðið svartara en öku- þór minn. Þá var haldið yfir eyði- mörk írans. Var það ferðalag ekkert sögulegt vegna myrkurs og eyðimerk- ursandfoks, sá ég ekki út úr augum. Miðja vegu var numið staðar. Blasti þá við allstór steinkumbaldi og sag'ði surtur það vera skólahús eyðimerkur- barna. Hvar þau búa eða í hverskyns híbvlum veit ég ekki. Við hlið skóla- hússins stóð stórt veitingatjald, þar inni bauð sá svarti upp á Coca-Cola, er ég neytti dry í fyrsta sinn á æf- inni. Var síðan áfram haldi*ð för. — Síðasta hálftímann áður en komið var til ákvörðunarstaðar, var ekið gegnum samfelld pálmagöng af háum bein- vöxnum pálmum. Loks klukkan 18 á laugardagskvöldi var numið staðar vi*ð andyri River Stront Hotel, er stendur við Tigrisfljót, eða eins og Arabar kalla það Sjadel Arab. Hefur það upptök sín einhversstaðar milli Casp- iahafs og Svartahafs, rennur gegnum frak og íran og breytir loks nafni og heitir Faofljót og rennur til sjávar í Omanflóa. — Kvaddi ég nú minn kolsvarta skemmtilega bílstjóra, þakkaði ferðina og gekk til skrifstofu hótelsins mdð mín fjörutíu pund í annarri liendi. Var mér þá strax fylgt til herbergja er voru snotur og velbúin með hreinu á rúmi. — Fór ég strax undir kalda sturtu og stóð þar allsnakinn langa stund, meðan sviti og eyðimerkursand- ur rann af búk mínum, klæddist loks mínum hvítu táhreinu stuttbrókum, er hafði verið eini klæðnaður minn allan tímann, sem ég dvaldi í helvíti. Gekk síðan til matsalar, fékk gó*5an máls- verð, sem samanstóð af írönskum vatnafiskrétti, Ijúffengum kjúkling og prýðis ábæti. Þessu skolaði ég niður með einum lítra af hollenskum Export bjór. Það spurði ég helzt til tJðinda með- an á máltíð stóð, að í Basra væru staddur grískur kabarett, sem frum- sýndi í bezta skemmtistað borgarinnar þá um kvöldið. Þar sem ég var vel fjáður, var ég kominn meðal fyrstu gesta til sta*ðarins. Var salurinn stór og sérkennilegur, þjónar klæddir sam- kvæmisfötum — og hinir fáu gestir klæddir þunnum silkifötum, mjög svo skreyttum knipplingum og öðru skrauti jafnt konur sem karlar. Ég settist við lítið borð í miðjum sal, bað þjóninn að færa mér einn hollenskan. Er hann kemur með bjór- inn til mín, spyr hann hvort ég hafi á móti því að fá kvengest a'ð borði mínu, sagði ég honum að láta kvinn- una koma. — Færði hann þá þegar fagra og velvaxna fegurðardís til sæt- is gegn mér, kvaðst hún drekka wisky, er var þegar framreitt. Tókum við nú tal saman og var spjallað í léttum tón. Birtust nú þrjár grískar, alls- naktar þokkadísir á pallinum frammi, hneigðu sig og hófu a*ð dansa einn hinn snjallasta listdans, sem ég hef augum litið í fullu samræmi við hríf- andi hljómlist. — Svo voru þær leikn- ar í list sinni, að mér varð vart litið til skeggs þeirra. Er þær höfðu lokið dansi sínum, hafði sessunautur minn loki'ð við þriðja wisky-glasið. Bað ég þá þjóninn færa mér reikninginu, sem leitt þannig út: 3 tvöfaldir wisky- snapsar pr. £ 1, ein flaska holllenzkur bjór pr. 10 shillinga samtals £ 3,10. Fundust mér guðaveigamar óguðlega dýrar, en deyr ei sá, er dýrt keupir, enda snaraði ég úr veski mínu fimm sterlingsp. seðli, rúmum 500 ísl. kr. Mér brá heldur, er ég hafði fengið rétt til baka hjá þjóninum, þá var sessunautur minni horfinn. Hellti ég þá bjór í glas mitt og vætti þurrar kverkarnar. Vaknaði svo af dvalanum sem á mig hafði runnið, er hljóm- sveitin hóf a'ð leika erótískt æsilag. Sé ég nú á palli frammi, sessunaut minn hefja æðisgenginn sólódans, að honum lonkum ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum og lófaklappi. Líður nú smá stund, þá koma þrjár nýjar dansmeyjar fram og hefja list- dans, er stóð sízt að baki fyrstu um- ferð kabarettsins. — Kemur nú gríska prímadonnan klædd sínum þunnu, fögru silkiflíkum, blæs upp og ni'ður af mæði, sezt gegn mér og sá ég glöggt að hver vöðvi á búk hennar hristist og skalf. Bað ég nú um meira wisky henni til handa. — Nú höfðu meyjarnar þrjár lokið dansi og var tilkynnt hálftíma hlé. — Loks hafði sessunautur minn fengið málið á nýj- an leik og virtist skrokkurinn kominn í samt lag aftur. — Tók ég nú alð spyrja hana um einkamál. Sagði hún mér þær sjö stöllur, er kabarettinn skipuðu allar vera frá Aþenu. Hefðu þær nú haldið hópinn í þrjú ár, ferðast víða, sýnt listdans og jafnframt lifað á lauslæti. Bauð hún mér a'ð gista hjá sér og að samrekkja frá kl. 02 um nóttina til hádegis næsta dag fyrir „aðeins“ 45 sterlingspund, innifalið væri há- degisverður og kerlaug með ilmandi baðsöltum. Neitaði ég hennar gó'ða boði á þeim forsendum, að ballett- dansmeyjar og fimleikastúlkur fara jafnan illa í rúmi, enda ekld langt rekinn. Hafði gist Jokohama í Japan í 7 daga fyrir tæpum hálfum mánuði og þar kemst hvorki giftur né ógiftur farmaður hjá að hafa japanska mey a'ð rekkjunaut. Enda fara þær jap- önsku vel á gólfi, því þar í landi sofa VÍKINGUR 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.