Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 2
skipulagðar byggingar tilheyr- andi skólanum eða nátengdar honum. Kemur mér þá í hug sjó- vinnuskóli unglinga, sem vantar tilfinnanlega húsnæði yfir starf sitt. Sá skóli á að vera í nánum tengslum við Sjómannaskólann og undir stjórn forráðamanna hans en ekki Æskulýðsráðs. Fiskasafn mætti einnig koma þarna og ekki hvað sízt sjó- minjasafn. — Þá er Skólahúsið sjálft nú þegar að verða of lítið. Einhverja stækkun þar, mun á- reiðanlega þurfa eftir nokkur ár. Furðulegar má því telja þær ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, að leyfa nýstofnuðum Tækniskóla aðsetur í Sjómanna- skólahúsinu. í mörg ár hafa sjómannasam- tökin barizt fyrir því að fá alla vélfræðikennslu flutta undir eitt þak og þá auðvitað inn í þetta veglega hús. Fiskifélag íslands með ýmis sterk áhrifamenni — allt upp í ráðherra — hefur staðið eins og klettur gegnþessu. Aldrei hefur þó komið fram skýring eða frambærileg rök fyrir því að heppilegt væri að tvískipta vélfræðikennslunni og sízt af öllu eftir að skólahúsið varð til. Manni verður því á að spyrja, hvort einhver peningalykt sé af þessum málum og hvort fiskifé- lagið hafi einhverjar duldar tekjur af starfrækslu vélfræði- kennslunnar, ef svo er, hvers- vegna þá ekki að gefa fiskifé- laginu meiri tekjur og fá þeim heildarstjórn allrar vélfræði- kennslunnar á landinu í hendur? Kjarni þessa máls er ekki sá, hvað þeir eða hann heita, sem fara með yfirstjórn vélfræði- kennslunnar, heldur hitt, að vél- fræðikennslan sé undir einum hatti í sömu húsakynnum og að unnið sé af heilindum að byggja upp vélfræðinámið og skapa festu í þessa hluti. Sú ringulreið, sem setið hefur í hásæti þessara mála um langt árabil, á að miklu leyti rætur sínar að rekja til tvískiptingar vélfræðikennslunnar. — Sýnum nú í verki, að við erum einu sinni menn til að koma á góðri framtíðarskipan vélfræðikennsl- unnar. Tækniskólinn ætti að geta not- að kennslustofurnar í fiskifé- lagshúsinu næstu 2 ár, en að þeim tíma liðnum er búizt við að hann verði kominn í sitt eig- ið húsnæði. — Tækniskólinn yrði líka betur settur í fiskifélags- húsinu heldur en í húsakynnum Vélskólans, þar sem nemendur hans yrðu þá í nánum tengslum við hámenntaða vísindamenn og fengju vafalaust aðgang að full- komnum rannsóknarstofum, sem þarna eru fyrir hendi. Á þennan hátt kynntust ungir nemendur þegar á byrjunarstigi daglegum rannsóknum vísindamanna og fengju þar með aflgjafa til að stunda nám sitt af kostgæfni. Ekki get ég skilið við þennan pistil, án þess að minnast lítil- lega á húsbyggingarnefnd Sjó- mannaskólans, en það er nú ein hneisan, sem kannske kórónar allt. Nefndina eiga að skipa 7 menn. Þrír eru fallnir í valinn, og engir komnir í staðinn. Samt eru haldnir fundir og mikilvæg- ar ákvarðanir teknar. — Fjórir menn leyfa sér án nokkurra at- hugasemda að taka ákvarðanir um mikilvæg málefni, sem 7 manna nefnd er ætlað. — Ráðu- neytið er ánægt og leggur bless- un sína yfir gerðirnar. Kannske er öll hersingin anda- trúar og leitar samþykkis fyrr- verandi nefndarmanna með að- stoð miðils? Nei, ég er ekki í nokkrum vafa um, að þeir þrír látnu nefndar- menn hefðu aldrei opnað Tækni- skólanum leið inn í Sjómanna- skólahúsið, ef þeir hefðu á lífi verið og fengið um að fjalla, til þess voru þeir búnir að berjast of lengi erfiðri baráttu fyrir að fá upp skólahúsið. Einn hinna fjögra lifandi nefndarmanna lýsti sig andvíg- an staðsetningu Tækniskólans í húsakynnum sjómanna. — Hann var líka sá, sem um 30 ára skeið stóð framarlega í baráttuhópn- um og þekkti vel af eigin reynd þá miklu vinnu, sem lögð var í það að öðlast skólahúsið. Vonandi líður ekki á löngu þar til húsbyggingarnefndin verður á ný fullskipuð. — Þætti mér ekki óviðeigandi að formað- ur nefndarinnar færi fram á það við ráðherra, að nefndin yrði fullskipuð sem allra fyrst. Ö. S. Xr —Ég þræla mig uppgefna á hverjum degi og held þetta ekki út lengur, sagði frú Hansen. Hreingerningar upp- þvottur, stórþvottur og matartilbún- ingur. Hansen auglýsti þegar eftir húshjálp. Þegar hún hafði verið nokkra hríð, andvarpaði frú Hansen: — Ja, þessar vinnukonur hafa ekki mikið að gera. Hér eru nýtízku vélar til alls, sjálfvirk þvottavél, uppþvotta- vél, ryksuga og fleira. Ég skil bara ekki hvernig manneskjan fær tímann til að líða. oooooooooooooooooo SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Báragðto II Simi 1659S Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 4—6 0<>CK><><>0<><>CK><>0<><><>0< VÍKINGUR 180

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.