Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 3
W. W. JACOBS: SAGA VINIR í NEYÐ Þýðandi: Þórir Friðgeirsson Jósef Gibbs sat í veitingasaln- um í „Rauða ljóninu" og tæmdi með hægð ölkolluna sína eins og sá mkður, sem veit ekki hvemig hann á að fá í þá næstu, tróð í pípuna sína úr litlu tóbaks- bréfi og hristi dauflega höfuðið framan í vini sína. „Þetta er nú sú fyrsta, sem ég hef fengið síðan klukkan níu í morgun“, sagði hann stúrinn. „Hristu af þér deyfðina“, sagði George Brown. „Maður getur ekki alltaf haft öl í kollunni", sagði Kiddi. „Það sem ég óska eftir er vinna og annað ekki“, sagði Gibbs daufur í dálkinn. „Vel að merkja, vinna en ekki þrældómur“. VÍKINGUR „Það er erfitt að greina þar á milli“, sagði Brown. „Einkum fjrrir vissar persón- ur“, bætti Kiddi við. „Haldið þið bara svona áffam“, sagði Gibbs dapur. „Fyrst bjóðið þið bágstöddum manni ölkollu, síðan særið þið fínar tilfinningar hans með kerksnis hjali. Tvisvar í gærdag hugleiddi ég í alvöru hvernig það mundi í rauninni vera að bora gat í vatnið". „Ýmsir hafa gert það að veru- leika“, sagði Brown hugsandi. „Já, og látið eftir sig svelt- andi konu og böm“, sagði Gibbs með ískaldri röddu. „Oft líður konunni bara betur á eftir“, sagði vinur hans. „Þá er alltaf einum munninum færra að fæða. Og svo fær konan venju- lega einhverjar bætur. Þegar aumingja Bill fór var efnt til góðgerðakvölds í „Kónginum“, og þar söfnuðust nærri því 70 pund handa konunni hans“. „Ég held að við mundum fá meira handa konunni þinni“, sagði Kiddi. „Þið eigið engin smábörn og hún gæti vel séð sér farborða sjálf. En ekki svo að skilja, að ég sé að hvetjaþigtil að binda endahnútinn". Gibbs lyfti lokinu á kollunni sinni og horfði í botninn á henni. „Jói mun aldrei bora gat í neinn vökva nema þá ef það væri öl“, sagði Brown og hristi höf- uðið. Gibbs sneri sér við og rétti úr sex fetunum og þrem þuml- ungunum sínum, og starði ögr- andi á þann, sem talað hafði. „Ég sé heldur ekki hvers vegna hann ætti að bora gat í vatnið“, sagði Kiddi íhugandi. „Það er alveg eins gott að við segjum að hann hafi gert það. Síðan getum við efnt til samskota og skipt því, sem inn kemur“. „Skiptum í þrjá helminga og tökum sinn hver“, sagði Brown og kinkaði kolli. „En hvernig ætti þetta að gerast?“ „Við drekkum dálítið meira öl og hugsum málið“, sagði Kiddi. „Þrjár kollur í viðbót, takk“. Kiddi og Brown tóku kollur sínar og drukku. Gibbs fitlaði við haldið á sinni og sagði með áherzlu: 181

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.