Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 4
„Ég skuldbind mig ekki til neins meP því að drekka þessa kollu, þið skiljið það“. „Látið ciig um þetta“, sagði Kiddi. Og Oibbbs fól honum mál- ið eftir nokkrar umræður. Næsta kvöld, þegar Brown sat í þessari sömu veitingastofu ásamt nokkrum kunningjum sín- um, kom Kiddi stormandi eins og fellibylur og streymdi vatnið úr fötum hans. Kiddi hné niður á næsta stól og stundi. „Hvað er um að vera? Hvað hefur komið fyrir?“ spurðu margar raddir í einu. „Það er Jói, vesalings Jói Gibbs“, sagði Kiddi. „Eg lá við Smithsbryggjuna og ætlaði að færa pramma út á leguna, og auðvitað vildi Jói hjálpa til. Hann ýtti prammanum frá bryggjunni með fætinum, en svo . . .“ Hann þagnaði og það fór hroll- ur um hann um leið og hann tók við ölkollu, sem einhver góð- hjartaður rétti honum, tæmdi hana hægt og annarshugar með- an hann beið eftir koníaksglasi, sem önnur vingjamleg sál hafði pantað handa honum. „Þetta gerðist allt í einni svip- an“, sagði hann og leit í kringum sig. „Þegar ég kom á slysstað var hann að sökkva í þriðja sinni. Eg teygði mig út fyrir borðstokk- inn og þreif í hann og sat eftir með flibbann hans og hálsbindið í hendinni. Hg var rétt að segja farinn á eftir honum“. Kiddi sýndi bindið og flibb- ann og áhorfendur sáu að hann var rennvotur frá hvirfli niður að miðhnappnum í vestinu hans. „Já, hann hefur þá drukkið síðasta ölsopann sinn“, sagði nær- staddur ekill. „Það er nú meira sagt en nokkur skyldi voga að fullyrða“, sagði veitingamaðurinn skarpt. „Í3g hef aldrei heyrt neitt mis- jafnt um manninn, eftir því, sem ég bezt veit, lifði hann heiðarlegu lífi, og hver er þá sá, er þorir að fullyrð^ að hann fái aldrei framar að njóta ölkollu". Veitingainaðurinn bauð Kidda annað konlaksglas. 182 „Lét hann eftir sig nokkra fjölskyldu?“ spurði hann um leið og hann rétti glasið. „Konu, en engin böm“, svar- aði Kiddi „En nú veit ég ekki, hver á að segja henni sorgartíð- indin. Hún tilbað hann alveg. Eg veit svo sem ekki hvernig hún ber þetta. En ég mun gera allt, sem ég má fyrir hana“. „Sama segi ég“, sagði Brown hátíðlega. „Eitthvað verður að gera fyrir hana“, sagði ekillinn um leið og hann smeygði sér út. „Fyrst af öllu verður að til- kynna lögreglunni þetta“ sagði veitingamaðurinn. „Þeir verða að fylgjast með öllu, sem gerist, og ef til vill segir einhver þeirra henni frá því, sem gerzt hefur, þeim er nú einu sinni borgað fyr- ir svoleiðis". „Þetta kom svo hræðilega óvænt. Ég veit hvorki upp né niður. Ég hugsa að hún eigi ekki grænan eyri í húsinu. En aum- ingja Jói átti marga góða vini. Ég er að hugsa um, hvort við getum ekki efnt til samskota handa henni“. „Farðu fyrst og tilkynntu lög- reglunni", sagði veitingamaður- inn og skaut hugsandi fram neðri vörinni. „Um hitt getum við tal- að seinna“. Kiddi þakkaði hjartanlega fyr- ir sig og fór. 1 fylgd með hon- um var Brown. Tuttugu mínút- um síðar héldu þeir burt af lög- reglustöðinni, auðsjáanlega létt- ari í lund vegna þess hvemig lögreglan hafði tekið tíðundun- um. Þeir hvötuðu för sinni yfir London Bridge og héldu til fundar við náunga, sem studdi bakinu við vatnspóst á Bourough- torgi. „Nú“, sagði Gibbs og sneri sér við, þegar hann heyrði fóta- tak þeirra nálgast. „Allt í þessu fína Jói, sagði Kiddi. „Við höfum sáð“. „Hvaða sæði?“ spurði Jói. Kiddi sagði sem var. „Hm“, sagði Gibbs, „og hvað skal ég svo aðhafast meðan ykk- ar dýrmæta fræ spýrar og grær? Hvað fæ ég í staðinn fyrir mitt þægilega heimili? Rúmið mitt og matinn?“ Vinir hans tveir litu efablandn- ir hvor á annan. í ákafanum við að koma málinu á rekspöl, höfðu þeir gleymt þessum atriðum, og eftir langvarandi og stundum dá- lítið þreytandi reynsluíkunnings- skap þeirra við Gibbs, vissu þeir fullvel, hver afleiðingin gat orð- ið. „Þú verður að taka þér nátt- stað hinum megin við fljótið“, sagði Brown ákveðinn, „hjá ein- hverjum gestgjafa. Duglegur og áhugasamur maður, sem hefur augun í höfðinu, getur alltaf unn- ið sér fyrir dálitlum peningum“, Gibbs hló. „Og mundu“, sagði Kiddi snak- illur sem svar við hlátrinum, „að allt, sem við lánum þér, verð- ur að greiðast af þínum hluta, þegar skipt verður. Og eitt enn- þá: Þú færð ekki grænan eyri fyrr en þú hefur farið til rak- arans og látið hann rýja af þér vangaskeggið“. Þarna stóð nú Gibbs og studdi vatnspóstinn með bakinu og barð- ist fyrir vangaskeggi sínu í full- an hálftíma. Þá var farið með hann beina leið til rakarans og þar var hann „gerður hreinn“. Gapandi af undrun glápti hann á hina nauðarökuðu veru, sem starði á móti honum úr speglin- um. „Jæja, þegar ég er nú á ann- að borð kominn hingað er jafn gott að ég láti klippa mig líka“, sagði Gibbs eftir nokkra gagn- rýni á spegilmynd sinni. „Og fá hárþvott herra?“ spurði rakarinn. „Já, þökk fyrir“, sagði Gibbs og daufheyrðist við öllum mót- bárum þeirra félaga, sem áttu að greiða verkið. Þegar hann um síðir gekk út úr rakarastofunni ásamt vinum sínum, sagði hann að sér fyndist hann tíu pundum léttari, en þeg- ar hann kom. Þessari fullyrðingu var tekið með ískaldri þögn. Eft- ir gaumgæfilega leit fundu þeir VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.