Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 5
. ■ í||fi|á8i * % í |, 7 * ■ «f| ,v Í : ^»||| h -;• . 11 HnM Iitið til fuglanna í loftinu . . . Matt. 6. 26. félagar að lokum rólegt veitinga- hús og vistuðu Gibbs þar. „Þetta verður að endast þér lengi“, sagði Brown um leið og þeir fengu honum dálítið skot- silfur“, og mundu að það dregst allt frá þínum hlut“. Gibbs kinkaði kolli. „Og ef þið viljið hitta mig eitt kvöldið, þá er ég hér. ölið hérna er svo sterkt. Og nú er víst bezt að þið farið og ræðið við konu mína.“ Vinirnir tveir héldu þangað. Þeim til mikis léttis sáu þeir mikla mannþyrpingu úti fyrir heimili Gibbs. Það var augljóst, að hún var búin að heyra frétt- irnar. Þegar þeir komu inn í hús- ið, fundu þeir ekkjuna með renn- votan vasaklút í hendinni um- kringda af ýmsum vinum. Með veikri röddu þakkaði hún Kidda fyrir hina hetjulegu og göfug- mannlegu björgunartilraun. „Hann er ekki orðinn þurr enn- þá“, sagði Brown. „Ég gerði það, sem ég gat“, sagði Kiddi af mikilli auðmýkt. „Vesalings Jói. Enginn var betri félagi en hann. Nei enginn“. „Hann var alltaf reiðubúinn að rétta þeim hjálparhönd, sem áttu við erfiðleika að stríða", sagði Brown og leit í kringum sig. „Og við viljum rétta honum hjálpandi hönd“, sagði Kiddi með áherzlu. „Við getum að vísu ekki gert neitt fýrir hann beinlínis, aumingja manninn, en við getum reynt að gera eitthvað fyrir hana, sem hann hefur látið eftir sig“. Hann gekk hægt til dyra ásamt Brown og gaf nokkrum viðstödd- um merki um að fylgja þeim. Undir leiðsögn hans hélt hópur- inn til „Rauða ljónsins." Næstu þrjá daga unnu vinimir kappsamlega. Þeir dreifðu út til- kynningu um að efnt yrði til styrktarkvölds í „Rauða ljóninu" til framdráttar ekkju Gibbs sál- uga. Ýmsum sögum um það hve óvenju glæsileg og göfug persóna hann hefði verið, var mjög á lofti haldið. 1 felustað sínum handan við fljótið fylgdist Gibbs með at- hafnaákafa vina sinna. En brjál- æðiskennd löngun hans til þess að vera viðstaddur á samkom- unni, olli þeim mikilli gremju og áhyggjum. Þegar hann stakk upp á því að sverta sig í framan og leggja sinn skerf til skemmtun- arinnar sem negrasöngvari, varð að færa Kidda út úr veitingahús- inu og halda honum þar unz hann gat aftur farið að mæla nokkurn- veginn hreina og flekklausa ensku. „Hann er haldinn stór- mennskubrjálæði“, sagði Brown, þegar þeir voru á heimleiðinni. „Við höfum látið hann hafa allt of mikla peninga, en nú er það brátt á enda“. „Hann lifir eins og greifi á meðan við stritum okkur til bana“, rumdi í Kidda. „Eg hef aldrei séð hann eins svínfeitan eins og nú. I raun og veru ætti hann ekki að fá jafn stóran hlut og við. Hann sem vinnur ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Kiddi var í fúlasta skapi, þang- að til styrktarkvöldinu lauk. Ár- angurinn af því varð langt fram yfir djörfustu vonir þeirra fé- laga, þakkað veri örlæti fisksala, sem unnið hafði í veðhlaupa- happdrætti um daginn. Alls söfn- uðust 37 pund, þrír shillingar og fjögur pence til minningar um Gibbs sálaða. „Meira en tólf pund á kjaft,“ sagði Kiddi um leið og hann bauð samverkamanni sínum góða nótt“. Það er nærri því of gott til þess að geta verið satt“. Næsti dagur leið allt of hægt fannst Kidda, en um síðir lauk þó vinnu og hann gekk yfir Lon- don Bridge nokkra metra á und- an hinum daufgecða og þung- lamalega Brown. Gibbs sat í króknum sínum í Wheller Arms, þegar þeir komu, &n stað þess að fyllast hrifningu yfir sam- skotaupphæðinni, lét hann í það skína, að upphæðin mundi hafa orðið stærri, ef hann hefði feng- ið að vera þátttakandi í skemmt- uninni. „Ég fæ tæplega erfiði mitt greitt sem vera ber“, sagði hann og hristi höfuðið. „Það hefur ver- VÍKINGUR 183

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.