Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 6
ið óþolandi að híma hér aleinn.
0g þegar þið takið ykkar hlut
og peningana, sem ég skulda ykk-
ur, verður næstum því ekkert eft-
ir.
„Það getum við rætt seinna“,
sagði Kiddi og leit hvasst á hann.
„Það, sem þú átt nú að gera er
að koma með okkur yfir Fljótið".
„Til hvers?“ spurði Gibbs.
„Við ætlum að segja konunni
þinni þau gleðitíðindi, að þú sért
á lífi, áður en hún fer að eyða
þeim peningum, sem ekki eru
hennar fjármunir. En við viljum
hafa þig nálægt, ef svo færi að
hún tryði okkur ekki“.
„Farið þið varlega“, sagði hinn
umhyggjusami eiginmaður. „Það
væri betra að vera laus við að
heyra hana æpa og óskapast. Ég
þekkti hana betur en þið, og ég
ræð ykkur eindregið til þess að
fara hægt og varlega í sakimar".
„Röltu hérna um í einar tíu
mínútur", sagði Kiddi við Gibbs,
þegar þeir nálguðust bústað
Gibbs“, og haltu vasaklútnum
fyrir ásjónunni. Þú bíður okkar
þangað til við sækjum þig“.
Og þar með hélt hann á fullri
ferð ásamt Brown heim að húsi
Gibbs, þegar þeir nálguðust hús-
ið, breyttist ganga þeirra í jarð-
arfarar takt. Þeim til mikils létt-
is var frúin ein í húsinu, og eft-
ir að þau höfðu skipzt á venju-
legum kurteisisorðum, þakkaði
hún þeim mjög hlýlega fyrir allt,
sem þeir hefðu fyrir hana gert.
„Ég hefði nú viljað gera enn
þá meira fyrir vesalings Jóa“,
sagði Brown.
„Þeir . . . þeir hafa ekki fund-
ið hann enn þá?“ spurði ekkjan.
Kiddi hrissti höfuðið. „Eg fyr-
ir mitt leyti held að þeir finni
hann aldrei“, sagði hann með
hægð.
„Fljótið hefur sjálfsagt borið
hann með sér“, sagði frú Gibbs,
og eyðilagði þar með inngang
þann sem Kiddi hafði ætlað að
hafa.
„En hvar sem hann annars er,
þá líður honum nú betur en hér“,
sagði frú Gibbs. „Nú þarf hann
ekki að hafa áhyggjur af atvinnu-
leysi engin óþægindi lengur, nei.
Og öll eigum við að burtkallast
fyrr eða síðar".
„Já“, byrjaði Kiddi, „en . . .“
„Ég óska ekki eftir því, að
hann væri aftur kominn, slíkt
væri synd“.
„En ef hann kæmi nú samt
aftur“, sagði Kiddi, sem hugðist
hefja nýjan inngang að erindi
sínu.
„Og hjálpaði þér til að
nota samskotapeningana", sagði
Brown, án þess að hirða um
ákafar bendingar og brettur á
andliti vinar síns.
Frú Gibbs virtist alveg rugluð.
„Nota peningana . . .“ byrjaði
hún.
„Hugsaðu þér, ef hann hefur
ekki drukknað, þegar allt kemur
til alls. í nótt dreymdi mig að
hann væri lifandi".
„Það dreymdi mig líka,“ sagði
Brown.
„Hann brosti til mín“, sagði
Kiddi. „Bob sagði hann, farðu
og segðu konunni minni að ég sé
lifandi, segðu henni það með
gætni“.
„Nákvæmlega sömu orðin sagði
hann við mig í mínum draumi“,
sagði Brown. „Er það ekki nokk-
uð merkilegt?“
„Mjög merkilegt", sagði frú
Gibbs.
„Og þú“, sagði Kiddi eftir
stundarþögn. „Þig hefur líklega
ekki dreymt hann?“
„Nei, ég er bindindismann-
eskja“, sagði ekkjan.
Herrarnir tveir drápu nú tittl-
inga hvor framan í annan, og
Kiddi, sem ætíð var fljótráður,
ákvað að láta slag standa.
„Hvað mundir þú gera, ef Jói
kæmi hérna inn um dyrnar?“
spurði hann.
„öskra svo að húsið hryndi",
svaraði ekkjan tafarlaust.
„Öskra. . . öskra svo að húsið
hryndi?“ át Kiddi eftir skelkað-
ur.
Frú Gibbs kinkaði kolli. „Ég
mundi orga eins og brjáluð mann-
eskja“, endurtók hún hiklaust.
„En, en ekki ef hann væri
lifandi?“ spurði Kiddi.
„Ég skil ekki hvað þú ert að
fara“, sagði frú Gibbs. „Aum-
ingja Jói drukknaði, það vitum
við. Þið sáuð það báðir, en samt
komið þið hingað og rausið um
drauma og þvílíkt“.
Kiddi laut yfir hana og lagði
hendina blíðlega á öxl hennar.
„Hann kom upp úr aftur“,
hvíslaði hann ákafur. „Hann lifir
og honum líður vel“.
„Hvað segirðu ?“
„Svo sannarlega, sem ég stend
hérna“, sagði Kiddi. „Er það
ekki rétt Brown?“
„Jú, svo sannarlega", sagði
Brown með áherzlu.
Frú Gibbs hallaði sér aftur á
bak í stólinn og greip andann á
lofti. „Lifir hann?“ sagði hún.
„Hvernig má það vera?“
„Ekki neinn gauragang“, sagði
Kiddi alvarlegur. „Mundu að ef
einhver heyrir til okkar verðum
við að skila samskotapeningun-
um aftur“.
„Ég vildi gefa meira en þá,
til þess að fá hann aftur“, sagði
frú Gibbs æst. „En ég held að
þið séuð að leika með mig“.
„Svo sannarlega sem ég stend
hér“, staðhæfði Kiddi á ný, „Þá
er hann nú ekki nema nokkurra
mínútna gang héðan frá húsinu,
ef ég óttaðist ekki að þú mundir
æpa og hrópa, mundi ég sækja
hann strax“.
184
VlKINGUR