Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Síða 7
„Ég mundi ekki orga, ef ég vissi að hann væri ljóslifandi", sagði frú Gibbs. „Hvar er hann? Hvers vegna sækið þið hann ekki? Lofið mér að koma til hans.“ „All right“, sagði Kiddi og brosti ánægjulega til Browns. „Þá er allt í lagi. Nú fer ég og sæki hann, en mundu, að ef þú orgar, þá eyðileggur þú allt“. Glaður í bragði hraðaði hann sér út úr stofunni og niður stig- ann. Frú Gibbs stóð í dyrunum og beið með opinn munninn. . . „Þarna koma þeir“, sagði Brown, þegar fótatak þeirra heyrðist í stiganum. „Mundu nú að öskra ekki“. Frú Gibbs hörfaði aftur á bak og öllum hlutaðeigendum til mik- illar gleði, gaf hún ekkert hljóð af sér. Kiddi kom inn ásamt manni hennar. Hún horfði eftir- væntingarfull til dyra. „Hvar er liann?“ spurði hún með andköfum. „Eh“, sagði Kiddi undrandi. „Hérna auðvitað. Þekkir þú hann ekki.“ „Það er ég, Súsanna", sagði Gibbs lágt. „Ó, ó, ég hefði mátt vita að þetta er allt saman skrípaleikur“, sagði frú Gibbs óstyrkri röddu um leið og hún reikaði að stól og settist. „Ó, hvað þetta er grimmúðlegt af ykkur, að fara að spinna það upp að maðurinn minn væri lifandi, vesalings Jói minn. Hvernig gátuð þið gert þetta?“ „Hver rækallinn", sagði Kiddi og ýtti Gibbs á undan sér. „Hér er hann, alveg eins og þú sást hann síðast, nema skegglaus. Skældu ekki svona ofsalega, það geta einhverjir komið“. „Ó , æ“, veinaði frú Gibbs. „Farið þið burt með hann. Farið ið og leikið ykkur að einhverju öðru brostnu hjarta". „En þetta er þó maðurinn þinn“, sagði Brown. „Burt með hann“, gólaði frú Gibbs. Kiddi gnísti tönnum og lagði hugann í bleyti til að finna ein- VÍKINGUR hver ráð“. Hefur þú ekki ein- hver einkenni á líkamanum, Jói?“ spurð hann. „Nei, hvorki blett né hrukku,“ sagði Gibbs drýldinn. „Hörund mitt er hvítt eins og . . .“ „Haltu þér saman . . ,“ greip Kiddi hranalega fram í. ,,Ef þið hypjið ykkur ekki all- ir út áður en ég er búin að telja upp í tíu“, sagði frú Gibbs, „þá öskra ég. Hvernig dirfizt þið að tala um hörund ykkar í áheyrn siðsamrar konu. Burt með ykk- ur. Einn, tveir þrír, fjórir, fimm . . .“ Hún hækkaði róminn við hverja tölu, sem hún nefndi, og Gibbs hörfaði sjálfur á undan þeim niður stigann, og skautzt fyrir húshornið ásamt þeim. „Það er hreint undur, að hún skyldi ekki setja húsið á annan endann“, sagði hann og þurrkaði sér um ennið með jakkaerminni. „Og hvernig hefði þá farið fyr- ir okkur? Mér var strax ljóst, að það var stór yfirsjón af mér, að raka af mér skeggið. En ég lét ykkur ráða. Hún hefur aldrei séð mig skegglausan. Ég hafði geysimikinn skeggvöxt strax meðan ég var drengur. Þegar aðrir drengir . . .“ „Haltu þér saman“, þrumaði Kiddi. „Ekki að nefna“, svaraði Gibbs þrjózkufullur. „Eg er nú búinn að fá nóg af því að vera fjarri notalega og hlýja heimilinu mínu og konunni minni. Og ég hef fullan hug á því að láta skegg mitt vaxa á ný, byrja það þegar í kvöld. Án þess þekkir hún mig aldrei“. „Hann hefur rétt að mæla,“ sagði Brown. „Er það meining þín, að við eígum að bíða þangað til bölvað skeggið á þér er fullsprottið," öskraði Kiddi og stiklaði af bræði. „Og forsorga þig á með- an það er að gróa?“ „Þið fáið það allt til baka af mínum hlut“, sagði Gibbs virðu- lega. „En gerið eins og ykkur þóknast. Ef þið viljið að við sé- um skildir að skiptum nú, þá hef ég heldur ekkert á móti því fyrir mitt leyti“. Brown dró Kidda vin sinn froðufellandi afsíðis og átti með honum hljóðláta og alvarlega ráðstefnu. Á meðan stóð Kiddi og blístraði hnn rólegasti. „Hvað lengi verður það að vaxa?“ spurði Kiddi argur og vék sér að honum. Gibbs yppti öxlum. „Það get ég ekki sagt með vissu, en ég held að eftir tvær til þrjár vikur mundi hún þekkja mig aftur. Verði það ekki, má bæta einni viku við, það er nú allt og sumt“. „Mundu að þá verður ekki orð- ið mikið afgangs af þínum hlut“, sagði Kiddi og starði fokvondur á hann. „Við því er ekkert að gera“, sagði Gibbs, „og þú þarft ekki að minna mig á það“. Næstu fjórtán daga heimsóttu vinir Gibbs hann á hverju kvöldi, til að fylgjast með breytingunni á útliti hans. Þeir nöldruðu mjög yfir því, hve hægfara hún var. „Nú verðum við að reyna að botna þessar sakir annað kvöld“, sagði Kiddi. „Mér ofbýður að lána þér svona stöðugt peninga". Gibbs hrissti höfuðið og lét orð um það falla, að það væri ekki aðferð að sía mýfluguna úr mið- inum, en gleypa úlfaldann. En Kiddi hélt fast á sínu máli. „Þú ert nú orðinn nógu skeggj- aður til þess að konan þekki þig aftur“, sagði Kiddi. „Og við kær- um okkur ekki um að aðrir verði til þess á undan henni. Þú mætir okkur hjá minnisvarðanum ann- að kvöld svo við fáum botn í þetta“. „Þið gefið ykkar fyrirmæli", sagði Gibbs meinfýsinn. „Þú passar að draga hattinn rækilega niður fyrir augun“, skipaði Kiddi hörkulega. „Svo setur þú upp gleraugun, sem ég lánaði þér, og ekki væri úr vegi að þú dúðaðir þig með stóran hálsklút". „Eg veit hvað mér ber að gera án þess að þið tyggið það í mig“, sagði Gibbs. „Eigum við að veðja Frh. bls. 191/. 185

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.