Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Page 8
• •
Óíafur V. Sigurðsson:
186
Mync/. L.
Einnarjrtcfnu YreySumatif'. 'öVS.
Þrívídda siglingin er nútíma-
sigling, sem algjörlega er fram-
kvæmd og stjórnað með mæli-
tækjum, sem leysa verkefni og
vinna eftir eðlisfræðilegum lög-
málunt. Næstum hver einasti
hluti hinna margbrotnu siglinga-
tækja, eiginleikar hans og
virkni, er stærðfræðilega út-
reiknanlegur með tölum, og vís-
indalega uppbyggður. — Smíði
eins nútíma siglingatækis þarf
að færa sér í nyt næstum allar
greinar tæknivísindanna.
Tvennt er að jafnaði sameig-
inlegt með öllum nútíma sigl-
ingatækjum. Þau eru rafknúin,
og þau leysa verkefni af hendi,
sem manninum er ekki unnt að
leysa af hendi á neinn sambæri-
legan hátt. Þ.e.a.s. þau eru t.d.
sjálfvirk og geta framkvæmt
mælingar við skilyrði, sem
mannleg hönd og heili gætu alls
ekki unnið við. Þau geta fram-
kvæmt mælingar af margfalt
meiri nákvæmni en manninum
er að jafnaði unnt, og fram-
kvæmt mælingar, sem eru ó-
framkvæmanlegar af mannleg-
um mætti. — Flest framkvæma
tækin mælingar sínar á broti úr
sekúndu, og vinna oft á þeim
tíma verk, sem mundi taka beztu
siglingafræðinga og stærðfræð-
inga klukkustundir, daga og
jafnvel vikur að reikna út.
Þrívíddasiglingin, sem hefur
hæð eða dýpt fram yfir flötu
siglinguna, hefur verið stunduð
af mönnum um rúmrar hálfrar
aldar skeið í kafbátum og flug-
vélum, en oft hefur gætt mikill-
ar ónákvæmni í þeirri siglingu
vegna skorts á siglingatækjum.
Skortinn á siglingatækjum hafa
flugmenn og sjómenn bætt með
hönd og heila hverju sinni, eft-
ir því sem vandamálin hafa
komið þeim í hendur og þurft
úrlausnar við.
Þegar geimflugið kemur til
sögunnar nú á síðustu árum, er
það í eðli sínu þannig, að þrí-
víddasigling geimfarsins verður
ekki framkvæmd nema þeirri
siglingu sé algjörlega hægt að
stjórna með siglingatækjum. — -
Vísindamennirnir verða að leysa
öll vandamál vegna siglingarinn-
ar áður en geimferðin er farin.
Vísindamennirnir hafa nú þegar
smiðað siglingatæki, sem gera
mögulegt að sigla kafbát neðan-
sjávar kringum jörðina, með
slíkri nákvæmni, að aldrei mun-
ar nema nokkrum metrum. Enn-
fremur er hægt að senda mönn-
uð geimskip marga hringi kring-
um jörðina, og vita alltaf ná-
kvæmlega hvar það er statt, og
láta það lenda á tilteknum stað.
Að ógleymdum eldflaugum stór-
þjóðanna, sem geta flutt kjarn-
VlKINGUR