Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Síða 9
orkusprengjur 5000 mílna leið og hitt í mark, sem er ekki nema rúm míla í þvermál. Þegar senda á skip í siglingu er venjulega alveg ljóst hvernig skip á að senda og hvaða leið á að sigla. Spurningin verður ei- líft, hvernig á að senda það, og hvernig á að stjórna siglingunni. Vegna siglingarinnar verða á vegi okkar ótal siglingartæki, sem nú eru notuð í þrívíddasigl- ingu, en eiga eftir margra ára þróun, til að ná raunhæfu nota- gildi við atvinnusiglingar. — Merkilegast þessara siglingar- tækja er án efa tregðumælirinn, sem verður að teljast undirstöðu- tækni fyrir þrívíddasiglingu. Til að mögulegt sé að fá hug- mynd um það,, hvernig þvívídda- siglingin er möguleg með slíkri nákvæmni, er ekki nema sjálf- sagt að athuga tregðumælinn nánar. Hvað er tregða ? — Tregða er viðleitni hlutar til að halda ó- breyttu því hreyfingarástandi, sem hann er í. Við skulum hugsa okkur bíl, sem stendur á sléttum, beinum vegi. Það er tregða bíls- ins, að hann hreyfist ekki nema vegna utanaðkomandi krafta, svo sem vélarorku eða honum sé ýtt. Ef bíllinn væri nú kominn á ferð og engin mótstaða væri til, svo sem núningsmótsstaða hjól- anna við veginn, mótstaða í hjólalegum og loftmótstaða, þá mundi bíllinn vegna tregðu halda hraða sínum endalaust, og yrði ekki stöðvaður, nema með ná- kvæmlega jafnmikilli orku og þurfti, til að koma honum á hreyfingu. — öll hraðabreyting fellur undir tregðulögmálið. Vax- andi hreyfing og minnkandi hreyfing eru hreyfingarástand, sem mjög kemur við sögu þrí- víddarsiglingarinnar, því helztu eiginleikar tregðumælisinsbyggj- ast á því að mæla hraðabreyt- ingu. Mynd I. sýnir tregðumælir, sem getur mælt hreyfingu í eina stefnu afturábak eða áfram. Við getum hugsað okkur að mælir- inn sé í bílnum, sem áður var talað um. Lóðið hangir í gorm- um, sem eru festir í punktinn A á miðjum afturstuðara og punkt- inn B á miðjum framstuðara. Á lóðinu er vísir, sem bendir á mælikvarða, en við hann er tengd rafeindareiknivél. Ef bíll- inn fer nú af stað, þá íeitast lóð- ið við að sitja eftir vegna tregðu sinnar og togar því í gorminn B. Við þetta markar örin breytingu á mælikvarðann. Vegna þess að fyrirfram er þekkt þyngd lóðs- ins og teygjan í gorminum, þá svarar hreyfing lóðsins til á- kveðinnar hraðabreytingar og vegalengdar, sem lóðið ásamt bílnum hefur hreyfst um. Þann- ig er komin mælieining fyrir hreyfinguna. — Þegar bíllinn er kominn á ákveðinn hraða og heldur honum, þá fer lóðið aftur í jafnvægi. — Meðan lóðið er í jafnvægi, mælir rafeindareikni vélin tímann sem óbreytti hrað-- inn er og teiknar þannig út vegalengdina. Þegar bíllinn hæg- ir á sér, þá leitast lóðið við að halda áfram vegna tregðu sinn- ar, og togar því í gorminn A, og mælir hraðaminnkunina á sama hátt og hraðaaukninguna áður. — Tregðumælirinn mælir þannig allar hraðabreytingar bílsins og rafeindareiknivélin sýnir viðstöðulaust hvar bíllinn er staddur með þeirri mæliein- ingu, sem honum er ætlað. Ná- kvæmni svona mælis er hægt að gera svo mikla, að ónákvæmnin sé vart mælanleg. Þetta er allt að því tilskyldu, að hreyf- ingin sé bein eins og stefnan sýnir. — Bein . — Að hreyfing sé bein, er að sjálfsögðu afstætt hér sem endranær. — Hér er hreyfingin miðuð viðmiðju jarð- ar. Þ.e.a.s. bíllinn fer eftir bein- um vegi alltaf í sömu fjarlægð frá miðju jarðar. Nú er augljóst, að einnar- stefnu tregðumælir hefði lítið raunhæft notagildi. — En með. því að setja annan einnar. stefnu tregðumæli, sem snéri hornrétt á þann, sem fyrir var í, bílnum, þá er vandinn leystur. Þar með er kominn tveggja- stefnu tregðumælir, sem mælt getur hreyfingu í allar láréttar áttir, að því tilskyldu, að stefnu- ásarnir séu alltaf láréttir og snúi alltaf í sömu átt. Annar t.d. alltaf í austur-vestur og hinn í norður-suður. Þá er komið að því stóra vandamáli, hvernig á að fá mæl- inn til að vera alltaf láréttan, og stefnuásana til að snúa allt- af í sömu átt. Sá vandi er leyst- ur með stöðuborðinu, sem mæl- irinn er hafður á. Stöðuborðið er r- * ETNHRRSTEFNU TREbÞUMÆLRR M U>f?fírtBfUÞT. MEMNtS- ocr LE.Tf>/?érrfMGfífr Móro#. MNfífíflOFLVT fíÆMTS - Od L£}ÞfíÍT7lNGfíR- ATcTofí. RRMBfílDfífíVfíO- MVrofífíR. £T01>uaORf>. úr/?fíMOfííPj M£0 MoTÓRhM, SKIPS- HLUrr ÞftÍvÍT>T>fíRSl(íLlMGfíTSe.Kt l GÝRosnuT SToÞUBOfíP ÞRICrCr TfíSTEFNU TfíE-CrPOIrt/5LlR. II. Mynd. VlKINGUR 187

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.