Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 10
Tilraunagerð af gyrokompás. plata, sem hengd er upp í ram- balda eins og kompás. Ef stöðu- borðið er kyrrt, þá vitum við að borðið er lárétt og lína hornrétt á það, bendir á miðju jarðarinn- ar. En fari "borðið af stað í lá- rétta stefnu, þá mundi það fá á sig einhvern halla, alveg eins og pendúll, sem við héldum á í hend- inni, því ef við hreyfðum hend- ina til, þá mundi lóðið vilja sitja eftir vegna tregðu sinnar, og pendúlbandið mundi ekki vera lóðrétt og benda á miðju jarðar- innar. Til að koma í veg fyrir að stöðuborðið geti hallast og sé alltaf lárétt, þá er komið fyrir gýrómótorum á legum rambald- anna. Vegna hins sérstaka eig- inleika gýróhjólsins að vera allt- af stöðugt í rúminu, þá mæla gýrómótorarnir þegar í stað hina minnstu hallabreytingu á ramböldunum. Sérstakir næmis- mótorar mæla svo þessa litlu breytingu og gefa strax öðrum mótorum merki, sem leiðrétta hallann jafnóðum. Þannig fæst borðið til að vera alltaf lárétt. Til að stefnuásarnir snúi alltaf eins, er öllu stöðuborðinu komið fyrir á gýrókompás, sem gætir stefnu ásanna. Þegar búið er að setja tregðu- mælirinn á stöðuborðið, þá erum við komin með tregðusiglingar- tæki eins og notað var í kaf- bátnum Nautilusi, þegar hann fór í pólsiglinguna. Tregðusigl- ingartækið í Nautilusi er alveg sjálfvirkt, þannig að hnattstaða fararstaðarins er sett inn í tæk- ið, og reiknar rafeindareiknivél- in viðstöðulaust siglinguna, og á mælir sést hnattstaðan á hverju augnabliki. Mannshöndin kemur hvergi nálægt útreikningunum. Vegna þess, hve kafbáturinn fer skammt undir yfirborð sjáv- arins, verður að skoða siglingu hans sem flata í þessu tilfelli. Honum nægir að mæla dýpt sína með þrýstingsdýptarmælir. Það er skammt á milli sigl- ingafræði kafbátsins og geim- skipsins. Mismunurinn er fólg- inn í hæðinni. Hæðarbreytingin er hreyfing, sem geimskipið þarf 188 að geta mælt nákvæmlega, auk láréttu hreyfingarinnar. Kafbáturinn þurftí tveggja- stefnu tregðumælir, en geim- skipið þarf þriggjastefnu. Það þarf að mæla hreyfingu, sem er hornrétt á lóðréttu hreyfinguna. Þriggjastefnu mælirinn er auk- in útfærsla tveggjastefnumælis- ins, þannig að við tveggjastefnu- mælirinn er bætt einnarstefnu- mælir, sem snýr hornrétt á hinn. Með þriggjastefnumælinum get- um við mælt alla hreyfingu í rúminu, og þar með er komin hin eiginlega þrívíddasigling, og við getum haldið út í geiminn. Nú má eðlilegast telja, að m,önnum finnist sem ekkert geti út af borið með öll þessi full- komnu vísindasiglingatæki. — Þessu er nú samt ekki alveg þannig farið. Öll rafknúin sigl- ingatæki eru að sjálfsögðu háð rafmagnbilunum, og allir hreyfi- fletir tækjanna háðir núnings- mótstöðu. Allt þetta og fleira til getur orsakað meiri og minni skekkjur í virkni tækjanna. T.d. er nákvæmni venjulegs gýró- kompáss ekki mikið meiri nú heldur en árið 1911, þegar fyrsti gýrókompásinn var settur í tundurspillinn Norfolk. — Þó að nákvæmni venjulegra gýrókomp- ása sé fullkomlega næg við at- vinnusiglingar, gildir ekki hið sama, þegar hraði farartækisins VÍKINGUR \ <

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.