Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 11
er kominn upp í 18000 mílur á klukkustund, eða sigla þarf neð- ansjávar vikum saman. — Þess vegna hefur á síðari árum verið reynt mjög mikið til að auka ná- kvæmni gýrókompásins, og nú á þessu ári hefur tekist að smíða kompás, sem er svonákvæmur, að bilið milli hansogvenjulegsgýró- kompáss verður að teljast meira heldur en bilið var milli seg- ul og gýrókompáss á sínum tíma. Er þetta geysilegt stökk framá- við fyrir þrívíddasiglinguna. — Margt er gert til að gera þrí- víddasiglinguna örugga. Helzta ráðið er að hafa margföld sigl- ingafræðikerfi í hverju skipi. — Gömlu aðferðimar eru notaðar með endurbættum tækjum, eins og t.d. stjörnukompásnum, raf- magnssextantinum, Loran-C og Loran Omega. Allt er þetta not- að til að geta haft samanburð og séð, hvort eitt kerfið hefur bilað. Nú er t.d. algengt að kafbátar og eldflaugar hafi þrjú mismunandi tregðusiglingakerfi, smíðuð af sitt hverjum framleiðandanum. Allt er þetta gert til að aukaör- yggi siglingarinnar. Síðustu ár hafa verið smíðuð geysimörg ný siglingatæki og siglingakerfi. — Almenningur heyrir stórfréttir af hverjum stórsigrinum af öðr- um á sviði siglingafræðinnar. — Það er því orðinn almennur fróðleikur í því að fylgjast með þróun siglingafræðinnar. Margir sigrar, stórir óg smá- ir, eru unnir á sviði siglinga- fræðinnar, til að svala hinni ó- seðjandi fróðleiksfýsnmannsand- ans. En ennfremur eru sigrar þessir stór þáttur í hernaðarút- búnaði stórþjóðanna. Og þegar á heildina er litið, virðist mestu varða, til hverra heilla þróun þessi horfir farsæla þróun mann- kynsins á jörðinni. BRYTINN ÞRÍTUGUR Elísberg Pétursson, bryti er kunnur maöur í matreiÖslumannastétt kaupskipaflotans. Hann hefur lengst af starfaS hjá Eimskipafélagi ís- lands, nærri 30 ár. Allir, sem einhver kynni liafa haft af honmn lofa liann fyrir prúð- mennsku og sem góðan dreng. Á síðasta sjómannadegi fékk Elísberg lieiðursmerki dagsins 1964 fyrir gott starf á sjónum. Hann liefur talsvert unnið í félagsmálum matreiðslumanna og er nú varafulltrúi í stjóm farmannasambandsins fyrir brytafélagið. ViS rákumst nýlega á þessar afmælisvísur er hann varð þrítugur. Lýsa þær vel manninum og em enn í fullu gildi, þótt komnar séu langt á fertugsaldurinn. 1 dag ber oss vinir að minnast þess manns, sem marga er hér búinn að seðja — vér ættum að vegsama afmælið hans og einhuga reyna hann að gleðja. Að vísu er hann fremur í loftinu lágur og léttvægan mætti því telja en þó er hann búinn í þrjátíu ár í þessari veröld að dvelja. Hann hefur með þrautseigju hafið sig fljótt á hefðar og metorða veginn því góðlyndi og hæverska gáfu honum skjótt til göngunnar atorku og meginn. Hann ferðaðist lengi um framandi lönd, unz fullnuma loksins sig taldi, en gekk síðan íslenzkri farmennsku á vald og farskipaflotann sér valdi. Vér teljum það lán að þú lentir oss hjá með lífsreynslu og kunnáttu þína, en kærðu þig ekkert um kjánana þá, sem kenjar og matvendni sýna. Vér árnum þér hamingju allir í senn, er afmæliskrásirnar hljótum og vonum að hérlendis alllengi enn umhyggju þinnar við njótum. VÍKINGUR 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.