Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 12
Neðansjávarmynd tekin gegnum útsýnisglugga á „Severyanka".
Rússneskar rannsóknir
Barentshafið, sem var fyrsta
rannsóknarsvæði rússneska kaf-
bátsins ,,Severyanka“ í desem-
bermánuði árið 1958, er eitt auð-
ugasta veiðisvæði veraldar.
Kvísl úr Golfstraumnum, rík
af lífrænum efnum sunnan úr
hitabeltinu, streymir meðfram
Skandinaviu og kemst í snert-
ingu við Norðuríshafið. Á þenn-
an hátt myndast góð skilyrði
fyrir uppvöxt svifs, sem fiskur-
inn lifir á.
Áhöfn „Severyanka“ bjóstvið
að sjá einhver undur í líkingu
við sagnir Jules Verne, þegar
báturinn kafaði niður í dýpið. En
190
ÖNNUR GREIN
þrátt fyrir sterk leitarljós sást
ekkert nema lindýr með væng-
laga útlimi. Nefnast þessi dýr
„Sjóenglar." Marglittur gæddu
sér á lindýrunum. Nokkur seiði
sáust, og öðru hverju kom í ljós
fiskur, sem talinn var vera
þorskur. — Tæki bátsins sýndu
engar fiskitorfur í nágrenninu.
Vafalaust var það kulda sjáv-
arins á þessum árstíma um að
kenna, hversu dauft var yfir líf-
inu í sjónum.
En þegar báturinn var setztur
á botninn var mögulegt að gera
þýðingarmiklar rannsóknir á
dreifingu svifa — tíufóta
krabbadýri með svört augu —
sem var dreifð um hafsvæðið,
ekki jafnt um sjóinn, heldur í
þéttmynduðum hópum, skýjum.
Skýin voru mismunandi að stærð
og þéttleika.
Af þessu draga Rússar þá á-
lyktun, að hin venjulegu tæki til
rannsóknar á svifi gefi ekki ná-
kvæma mynd af svifmagni rann-
sóknarsvæðanna.
Botninn breytilegur.
Því var veitt athygli að sjáv-
arbotninn var mjög breytilegur
á tiltölulega stuttum svæðum. —
Þetta skýrir hversvegna rann-
VlKINGUR