Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 13
Tveir af áhöfninni við vinnu sína við siglingratæki bátsins.
sóknir, sem gerðar eru af yfir-
borði sjávar í ákveðna stefnu,
gefa ólíka útkomu.
20. desember hafði kafbátur-
inn samband við togarann „Meli-
topol“ út af eynni Kil’din.
Samkomulag var um, að kaf-
báturinn gerði athuganir á vörpu
skipsins, fyrst sem næst yfir-
borðinu og síðan á mismunandi
dýpi, en vegna óveðurs fór þessi
rannsókn út um þúfur, og „Meli-
topol“ hélt til sinna venjulegu
starfa, en „Severyanka" gerði
tilraunir með að setjast á botn-
inn á mismunandi dýpi.
Lokatilraun.
Tilraunir voru gerðar til að
gánga úr skugga um hve langt
væri hægt að sjá með leitarljós-
um bátsins. Tindós, sem endur-
varpaði ljósgeislanum, var notuð
í þessu skyni. Styttri geislaljós-
in lýstu 10 til 12 metra, en lengri
geislinn 15—18 metra.
Kafbáturinn kafaði niður á
nokkur hundruð metra dýpi. —
Brakaði í bátnum við þessa köf-
un og dálítill leki kom að hon-
um, þar sem rafmagnstaug lá í
gegnum byrðinginn, að öðru
leyti þoldi báturinn vel þennan
mikla þrýsting.
23. des. var „Severyanka" á
ný í höfn í Murmansk að lokinni
velheppnaðri ferð.
Næst var ráðgert að senda
„Severyanka" í siglingu norður
á 72. breiddargráðu og sigla síð-
an á þessari breiddargráðu vest-
ur til Jan Mayen, og því næst til
Islands og ef til vill til Færeyja.
Með þessu móti yrði farið um
síldarveiðisvæði rússneska flot-
ans, sem gerður er út frá Mur-
mansk og Klaipeda. Ákveðið var
að „Severyanka“ ætti að hitta
rannsólmarskipið „Professor
Mesyastev“ úti á hafi og bæði
skipin síðan sameiginlega vinna
saman að rannsóknunum.
„Severyanka" átti að leggja af
stað 29. des., og vera úti í 20-25
daga og sigla allt að 5000 sjó-
mílur.
Burtfarardagurinn var mjög
mikilvægur, því að næsti hálfi
VlKINGUR
mánuður var hið árlega göngu-
tímabil síldarinnar inn á got-
stöðvarnar við Noreg.
Aðaltilgangur siglingarinnar
var að athuga hegðun síldarinn-
ar á þessu dvalartímabili henn-
ar, meðan verið var að veiða
hana þarna. — Að koma síðar á
veiðisvæðið myndi þýða það, að
síldin væri orðin hreyfanlegri og
myndi þá styggjast kafbátinn.
Á hádegi 29. des. 1958 lagði
„Severyanka“ af stað frá Mur-
mansk. Innanborðs voru sex vís-
indamenn, blaðamaður frá tíma-
ritinu Ogonyok og myndatöku-
maður frá Leningrad.
Báturinn sigldi neðansjávar og
2. janúar fóru þeir yfir Green-
wich-hádegisbauginn. Næsta dag
var vindurinn 10 vindstig og
sjávarstyrkleikinn 9.
Enginn fiskur.
Öðru hverju var leitað að fiski
með neðri bergmálsdýptarmælin-
um og varð einskis vart.
Næsta dag hafði verið ákveð-
ið að hitta rannsóknarskipið
„Professor Mesyatsev," en skip-
stjóri þess sagði veðrið svo
slæmt hjá þeim að ógjörningur
væri að lóða nokkurn fisk. Þá
gæti veiðiflotinn ekkert aðhafst
vegna óveðurs. — Kl. 6oo voru
skipin komin nokkuð nærri hvort
öðru og sendi þá skipstjórinn
enn frá sér tilkynningu um það
að hann hefði ekki orðið fiskjar
var. Taldi hann ekki ráðlegt að
láta skipin nálgast meira hvort
annað í þessu slæma veðri.
Nú var augljóst að ekki yrði
úr þeim rannsóknum, sem til var
ætlast. — „Severyanka" átti að
gera athuganir á reknetaveiðum,
sem „Professor Mesyatsev“ ætl-
aði að framkvæma. Einnig átti
„Severyanka“ að rannsaka hóp-
myndun síldarinnar, en nú urðu
menn ekki varir síldar.
Aö veiða síld.
Ákveðið var að halda suður,
þangað sem síldarflotinn hafði
nýlega veitt mikla síld og reyna
að finna síldina — annaðhvort
sjálfstætt eða með aðstoð sjó-
mannanna á veiðiflotanum. Þetta
var gert og „Professor Mesyat-
sev“ fylgdi „Severyanka“ eftir.
Hitastig sjávarins var stöðugt
mælt og fiskleitartæki í gangi.
— Síldveiðin var hafin. —
í óveðrinu laskaði>d, gluggahlíf
á stýrishúsi. Hlífin var úr svo-
nefndu plxigleri og tulin óbrjót-
anleg, en það sem verra var,
var að leitarljósið íraman á
bátnum hafði skolast burtu og
sjónvarpsmyndatökutækið þar
með ónothæft.
191