Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 14
Síldartorfa séð í ljósgeisla kafbátsins.
„Severyanka" sigldi nú um
hafsvæðið fyrir norðan og aust-
an Island, sem oftast er íslaust,
þótt það sé fyrir norðan heim-
skautsbaug. — Kvísl úr Golf-
straumnum veldur þessu. Þetta
svæði er aðalsíldarsvæði hinnar
frægu Íslandssíldar. En Rússar
kaupa hana ekki lengur(?), —
heldur veiða að miklu leyti sjálf-
ir á 500 veiðiskipum. Með flota
þessum eru móðurskip, sem
halda sig út af Færeyjum.
Hér er það, sem maður kem-
ur að svokölluðum „Polar front,‘‘
þar sem hitamismunurinn er svo
mikill, að munað getur 10° C,
þegar mælt er við stefni og skut
veiðiskipsins. Þessi „front“ er að
sjálfsögðu veggur fyrir kald-
vatnsfisk eins og síldina, sem
kemur þarna á haustin vel feit
eftir næringu sína á ríkulegri
átu á svæðinu umhverfis Jan
Mayen, en er nú komin á hreyf-
ingu til undirbúnings hrygning-
ar.
Þarna hópast síldin um tíma
og venur sig smátt og smátt við
heitari sjó, 6° eða svo, hún kafar
djúpt niður til að reyna aðfinna
kaldari sjó, en samt finnst henni
of hlýtt á nokkur hundruð metra
dýpi.
Þarna hefst svo síldin við all-
an nóvember, desember og fram
í janúar, en byrjar þá göngu
sína inn á hrygningarstöðvarnar
meðfram Noregi.
En það er þýðingarlaust að
ætla sér að reyna að lóða síld-
ina, því að stormarnir, sem geisa
að jafnaði á svæðinu, valda svo
miklu lofti í efstu lögum sjávar-
ins og gera þar með tækin óvirk.
I svona óveðri kom nú „Sev-
eryanka" að rússneska veiðiflot-
anum. Það eina að gera var að
kafa niður og ath. hvort nokkuð
væri á því að græða. Þetta var
gert og í fyrstu sást ekkert. en
allt í einu birtust í geisla leitar-
ljóssins hundruð sílda. En þær
virtust algjörlega dauðar og
hreyfingarlausar, síldin er þó
þekkt að því að vera næm fyrir
ljósi og birtu.
Það var einkennilegt að sigla
hægt gegnum hópa af fiski —
stórum, vel feitum og auðsjáan-
lega algjörlega óskemmdum, en
alveg hreyfingarlausum.
Það var áður kunnugt, að síld-
in er í einskonar dvala á þessu
tímabili, en eins og það kom fyr-
ir sjónir kafbátsmanna, þá virt-
ist síldin algjörlega dauð.
Síldartorfur.
1 tvo daga, 5. og 6. janúar,
sigldi „Severyanka" hægt gegn-
um síldarhópinn, og mælitækin
sýndu síldina vera á 60—120 m
dýpi, þéttastar voru torfurnar á
80 m. Við samanburð á því, sem
fram kom á mælitækinu og því,
sem sást út um útsýnisglugga
kafbátsins, kom í ljós að sérhver
hálfmáni á tækinu táknaði síld,
en sýndi líka, að það var aðeins
ein lítil síld í hverjum 17-18m3
af sjó.
Því var veitt athygli að um
kl. 7oo að morgni byrjaði síldin
að verða næm fyrir Ijósgeislan-
um og tók að mjakast undan
honum. Kl. 8 var hreyfingin orð-
in almenn innan hópsins og
reyndi hún þá að stinga sér und-
an geislanum með 30—50 cm
hraða á sek. Eftir hálf tíma sást
engin síld.
Bergmálsdýptarmælarnir sýndu
að síldin var dýpra og dýpra,
þar til kl. 9 að hún var komin
svo djúpt að ekki var hægt að
lóða hana.
Þetta var hin venjulega lóð-
rétta morgunganga hennar, sem
veiðiskipin gátu ekki fylgstmeð,
vegna truflunar óveðursins á
mælitækin, eins og fyrr er getið.
Sigurhrós.
Það var sigurhrós meðal kaf-
bátsmanna, því að veiðiflotinn
hafði týnt síldinni, en kafbátur-
inn gat fylgst með henni, vegna
þess að mælitæki hans urðu ekki
fyrir loftbóluáhrifum óveðursins
er ríkti ofansjávar.
VÍKINGUR
192