Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 16
t
MINNING:
HJÖRTUR KRISTJÁNSSON
11. nóv. 1894 — 28. júní 1964
28. júní s.l. lézt Hjörtur Krist-
jánsson að heimili sínu við Reykja-
lund.
Hjörtur fæddist í Stapadal við
Arnarfjörð 11. nóv. 1894. í Stapa-
dal ólst hann upp og hóf ungur
sjómennsku bæði á opnum bátum
og skútum.
Tvítugur að aldri fluttist hann
til ísafjarðar, þar sem hann stund-
aði sjóinn að sumrinu, en smíðar
að vetri.
Árið 1916 lauk hann minnafiski-
mannaprófi og gerðist skipstjóri á
bát, sem hann og bróðir hans, Páll
áttu saman.
Árið 1921 hætti hann sjómennsku
og hóf nám í trésmíðaiðn, sem
hann svo stundaði til dauðadags.
Árið 1944 flutti Hjörtur frá ísa-
Á tímabilinu 2 til 3 að nóttu
hvarf síldin á 1-1y2 mínútu, þeg-
ar Ijósið var kveikt, en kom aft-
ur eftir 5 mínútur er ljósið var
horfið.
Undir morgun varð síldin enn
næmari, kl. 8 hvarf hún á auga-
bragði við ljósgeislann, en kom
aftur strax eftir eina mínútu,.
þegar slökkt var.
Við þessar tilraunir lá kafbát-
urinn kyrr. Væri kafbáturinn á
hreyfingu gat hann fylgt síld-
inni eftir. Á sama hátt virðist
flotvarpa geta gert.
Tilraunir þessar sýna, að það
mun tilgangslaust að ætía sér að
veiða síld á Atlantshafi að vetr-
arlagi með aðstoð ljóss og fiski-
dælu eins og gert er í Kaspía-
hafinu við veiðar á sardínu. —
Einhverjar aðrar aðferðir verð-
ur að finna til þess að hæna síld-
ina að veiðitækjunum.
(Þýtt úr World Fishing)
firði til Reykjavíkur. Skömmu eft-
ir suðurkomuna réðist hann í vinnu
til S.Í.B.S. við byggingu húsa að
Reykjalundi.
Er Reykjalundur hóf starfsemi
sína, var Hjörtur ráðinn til að hafa
verkstjórn á hendi í trésmíðadeild
Reykjalundar. Þar var honum falið
vandasamt starf við að koma upp
trésmiðaiðju og þjálfa berklasjúkl-
inga á batavegi við vinnu í verk-
stæðinu. Á þann hátt var ætlunin
að undirbúa þá á ný til þyngri
starfa úti í atvinnulífinu.
Hér hvíldi mikil ábyrgð á Hirti,
því að það var ekki hvað sízt und-
ir honum komið, að hugmyndir for-
ráðamanna Reykjalundar mættu í
verk komast — að berklasjúkling-
ar á batavegi gætu unnið fyrir sér
að framleiðslustörfum, sem staðið
gætu sjálfstætt af afrakstri tiltölu-
lega veikburða manna — jafnframt
því, sem þessir menn undir læknis-
hendi væru smátt og smátt þjálf-
aðir til þyngri starfa og að lokum
á ný gert kleift að verða hlutgeng-
ir á hinum miskunnarlausa vinnu-
markaði.
Þetta starf mótaði Hjörtur og
■ Frh. bls. 208
Vinur í neyð
Frh. af bls. 185
um það, að þið þekkið mig ekki
annað kvöld?“
Veðmálið var samstundis fast-
bundið, og allan tímann frá því
klukkan átta til tíu mínútur yfir
níu það kvöld, stríddu þeir félag-
ar við að koma auga á Gibbs.
„Hann hefur farið einn heim
til hennar“, sagði Brown. „Við
verðum að fara þangað og heyra
hvernig gengur“.
„í allæstu skapi hröðuðu þeir
sér til Wapping og þutu upp
stigann að íbúð Gibbs, en dyrnar
voru harðlæstar. Þeir börðu hvað
eftir annað, en fengu ekkert svar.
„Hún heyrir ekki til ykkar“,
sagði kona, sem rak ógreitt höf-
uðið fram yfir stigahandriðið á
næstu hæð fyrir ofan. „Hún er
farin“.
„Farin?“ hrópuðu báðir herr-
amir í einu. „Hvert?“
„Til Canada“, svaraði konan.
Hún fór af stað í morgun“.
Kiddi studdi bakinu upp að
veggnum, og Brown stóð gapandi
af undrun.
„Þetta kom mér mjög á óvart“,
sagði konan, „en hún sagði í
morgun, að hún hefði í kyrþey
undirbúið ferðina í síðustu fjórt-
án daga. Hún var í prýðilegasta
skapi og síhlæjandi“.
„Hló“, át Kiddi eftir, langt út
á þekju.
Konan kinkaði kolli. „Ogþeg-
ar ég minnti hana á að hún var
alveg nýbúin að missa manninn
hló hún svo að ég hélt að hún
mundi springa“, sagði konan
mjög hneiksluð. „Hún settist í
stigann og hló svo að tárin
streymdu niður kinnarnar á
henni“.
Brown sneri sér agndofa að
félaga sínum.
„Hló“, sagði hann sauðarlegur
á svip. „Að hverju hló hún?“
„Að tveimur stórþorskum“,
svaraði Kiddi.
X-
194
VlKINGUR