Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Page 18
** ANDLEGAR BEITUR I VÖRPUGERÐ Ég var þess fullviss og það Iöngu áður en ég fór að senda þessi bréf mín í Víkinginn, að engin leið væri fær til þess að vinna upp verkfræðilega neta- gerð hérlendis, svo sæmilegt vit væri í. Það var vonlaust verk, að fara á milli manna og reyna að sann- færa þá um að samsetningur á neti í botnvörpum væri hreinn hundavaðsháttur í netagerð fag- lega séð. Ég reyndi þetta nokk- uð, en hætti fljótlega, því flestir sem ég talaði við létu greinilega í l.iós að ég væri haldinn dellu. Flestir þekktu gerð botnvörp- unnar og trúðu því að hún væri eðlislega rétt samansett. Þetta er engin furða, því frá upphafi vörpugerðar hafa há- skólar heimsins og vísindamenn sett vísindastimpil á tækið og þar með gert þennan samsetning á neti að trúaratriði. Ég gekk þess ekki dulinn að þessi bréf mín vektu nokkra skemmtan, en ég reiknaði dæm- ið þannig að menn hlæja ekki endalaust að því sama, nema þeir viti að hverju þeir eru að hlæja. Ég hef teygt úr þessum bréf- um mínum, svo það elzta er að verða 6 ára gamalt. — Þetta er sæmileg % af tilverutíma vörpu- gerðar og enn heldur elzta gerð botnvörpunnar velli með sæmd, þrátt fyrir nýjar og nýjar upp- finningar í vörpugerð. Meining mín með þessum bréfum var og er, að skrifa það lengi að lesendur furði sig á því að ég komist upp með það átölu- laust, að skrifa eins og ég geri. Ef það gæti orðið til þess að þau veki það mikið umtal að fram komi þvingun á háskóla og vís- indamenn, að þeir gefi skýr svör um það hvað yfirleitt þeir þekkja í neti fræðilega séð. Að það komi í ljós að þeir hafa aldrei lagt vinnu í að gagn- 196 rýna gerð botnvörpunnar á fræðilegan hátt. Að frá upphafi vörpugerðar, hefur enginn há- skóli eða vísindamaður haft frumstæðustu skilyrði til þess að dæma eitt eða neitt unnið úr neti, umfram sæmilegan neta- mann á togara. Að sjálfsögðu er vörpugerð verkfræðilegt úrlausnarefni, heyrir líklega undir byggingar- verkfræði, þar sem byggingar- efnið er net. En það hefur farið fram hjá ráðamönnum og vit- mönnum heimsins, að það vant- ar öll fræðin. í síðasta bréfi kom ég með reikning af einni feralin í neti og bar það á Iðnskólann að hann gæti ekki með gildandi skilningi á neti, útskýrt net stærðfræði- lega nema á tvo vegu og báða vitlausa. Og nú segi ég það sama við Háskólann okkar. Ég yrði mjög undrandi ef stofnunin lumaði á einhverri fræðilegri skýringu á neti, sem væri í andstöðu við það sem ég hef sagt í Víkingnum. Það verður með einhverjum ráð- um að þvinga fram viðurkenn- ingu háskóla heimsins fyrir þeirri staðreynd, að þessum stofnunum hefur aldrei dottið í hug, að það þyrfti einhver sér- stök fræði fyrir net og netagerð önnur en þau, sem eru gildandi og allir þekkja, en eru svo mein- gölluð að engin leið er að nota þau til að rökstyðja með ákveð- in vinnubrögð í netagerð. Allir vita að meðlimir þessara virðulegu stofnana eru ekkert blávatn, þegar frá eru dregin netfræðin. Þessvegna hafa þess- ar stofnanir breiðast bakið til þess að bera þessa vanvirðu. Að taka ekki eftir því, að það er enginn reikningur til fyrir net, hvað þá verkfræðileg þekking á neti. Ég ætla að biðja hr. ritstjór- ann að endurprenta leiðréttingu, sem kom í aprílblaði Víkingsins .1961 við áður komið bréf, þar sem ég kom með stærðaryfirlit yfir framvörpuna og smá gagn- rýni. Ég set teikningu af vængend- unum, ef það gæti orðið til þess að menn skyldu betur það sem ég er að segja. — o — Þar sem leiðinleg en þó auðsæ prentvilla er í síðasta bréfi mínu, gefur hún mér tilefni til að end- urtaka kaflann um frágang vængja við gafllínu. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.