Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 19
f?s/a'lina Þannig á hann að vera: Svo skulum við athuga hvern- ig vængirnir koma saman fram við gafllínu. — Undirvængir eru hnýttir á legg fram með fisklínu og enda á upptökum. Einnig höfuðlínukantur yfirvængs. Þeg- ar netið breytist þannig frá legg á upptökur, myndar það 135° horn. Þegar nú vængjaj aðarnir mætast skapa þeir rétt horn. Þessi frágangur til endanna er svo stórfengleg afglöp í neta- gerð, að ekkert er sambærilegt nema hressilegasta lygasaga. — Hvað undirvænginn snertir ætti jaðar hans eftir gerð vængsins að ná 6 fet fram fyrir gafllínu. Yfirvængsjaðar er aðeins hálf- drættingur, nær 3 fet fram fyrir gafllínu. En þeir eru gerðir jafn- ir og staðsettir öfugu megin við gafllínu o.s.frv. Ég hef sagt, að þessi frágang- ur væri stórfengleg afglöp í neta- gerð. Ef ekki er til prenthæf skýr- ing á þessum frágangi, verðið þið að viðurkenna, að þetta eru afglöp í netagerð. Þar sem vörpur eru samansett- VlKINGUR ar af ámóta þekkingarskorti á eðli og gerð möskvanna, er eng- in von um, að þróun í vörpugerð geti átt sér stað. Þegar menn átta sig loksins á þeirri leiðu staðreynd, að það þarf að fullvinna net til vörpu- gerðar, má búast við, að patent- vörpur fari eins og faraldur yfir heimsbyggðina og það er dálítið kostnaðarsöm plága. Lausnin á hagnýtri vörpugerð er ekki svo auðveld. Það er aðeins frumskilyrði að vinna netið rétt. Svo er allt hitt eftir. Ég hef sagt, að langskurður fullopins möskva er = þver- skurður = stórhlið, þegar menn skilja þá staðreynd, þá skilja þeir meira. Megin skekkjan liggur í því, að menn reikna netið eins og það liggur fyrir en ekki möskva- gildi þess. Ef við tökum þorskaneta- slöngu, sem er 60 fðm. á lengd, er hún sett á 30 fðm. tein. En þá er möskvinn, sem í eðli sínu er rétthyrndur jafn álma þrí- hyrningur gerður að jafnhliða þríhyrningi. Ef þessi slanga ætti að liggja sem net með fullopna möskva, klæddi það rúmlega 42 fðm. á tein. Þetta er galdur möskvans. Ef einhvern tíma í framtíð- inni yrði unnið að því í alvöru að koma vörpugerð á fræðilegan grundvöll, þarf samstillt átak og mjög vel skipulagt. — o — Ég sagði ykkur söguna af ung- frú Armstrong, höfundi botn- vörpunnar. Öll var konan stór- fengleg og frumlegar skýringar hennar á gerð vörpunnar. Þegar hún komst í mát með að skýra þennan samsetning og frágang á neti, sem var og er í botnvörp- um. Sagði hún með sínum víð- fræga glæsileik: Þetta eru and- legar beitur. Menn trúðu þessu þá og trúa því enn og það virð- ist, sem menn hafi skilið þessar beitur, hver öðrum betur. — Ég hef í þessum bréfum mínum í og með verið að leiða rök að því, hvers eðlis þessar andlegu beit- ur eru. Ég hef valið ofangreind- ar beitur vegna þess að þær eru auðsæust skekkja, eru fremst í vörpunni og einna eðlisbeztar fjarstæður í netagerð. Því þær einar út af fyrir sig ættu að vera nægjanlegar til þess að sanna hið algjöra þekkingar- og skilningsleysi á neti verkfræði- lega séð. Nú þarf það ekki endi- lega að vera að þessi vinnubrögð í netagerð séu jafn alvitlaus eins og ég segi þau. En þá hlýtur að vera til fræði- leg skýring á þessum samsetn- ingi og frágangi á neti og það verður fróðlegt að sjá hvernig sú skýring lítur út. Verið þið blessaðir og sælir, Sigfús Magnússon. -K 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.