Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 20
Það átti sd hækka undirforingja nokkurn í tign og m. a. varð hann að ganga undir gáfnapróf. Ein spurningin hljóðaði þannig: Ef þér hafið 193,61 kr. í öðrum buxnavasanum og 151,73 kr. í hinum, hvað hafið þér þá? — Annars manns buxur, svaraði hann um hæl. Hann stóðst prófið. - ★ - Maður nokkur kom of seint á knatt- spyrnukappleik. — Hvernig stendur leikurinn, spurði hann sessunaut sinnn. — 1 gegn 1 var svarað. — Var það réttlátt? — Nei, það hefði átt að vera öfugt. — ★ — Það var í málfræðitímanum. Pétur litli segir: — Ég hef engan blýant. Kennarinn grípur fram í: — Ég hefi engan blýant, þú hefur engan blýant, við höfum engan blýant. Skil- urðu þetta? — Nei, ég skil ekki hvað hefur orðið af öllum blýöntunum! — ★ — Alþjóðamóti má líkja við stefnumót með ungri stúlku. Meðan einhver held- ur áfram að tala, skeður ekkert. - ★ - Eiginlega ætti að banna ástföngn- um mönnum að gifta sig — eins og mönnum er bannað aka bíl undir áhrif- um. — ★ — — Hvaða bætiefni eru í bjómum? — A. — Hvernig veiztu það? — Pabbi segir alltaf a-a, þegar hann drekkur bjór. - ★ - Tveir meðlimir í „alþýðulögregl- unni“ stóðu vörð við Berlínarmúrinn. — Hvernig lízt þér á ástandið f Austur-Þýzkalandi, spurði annar. — Mér lízt i það eins og þér, svar- aði hinn varfærnislega. — Þá verð ég víst, því miður, að taka þig fasl-tn. Það versta, sem maður gerir sjálf- um sér, er að gera öðrum rangt til. — ★ — 1 bókabúðinni: — Hafið þér bókina 100 leiðir til þess að auka tekjur yðar? — Já, hún er til. — Þá vildi ég gjarnan fá eintak af hegningalögunum um leið. Frívaktin Erakki og Ameríkumaður ræðast við: Frakkinn: „Ekki er ættfræðin á háu stigi í Ameríku. Það mundi kosta flesta Ameríkumenn mikla rannsókn í fjölda landa að komast að raun um hverjir séu afar þeirra." Ameríkumaðurinn: „Alveg rétt. En á hinn bóginn er það verkefni flestum Frökkum ofvaxið, hversu löngum tíma sem þeir verja til þess að komast fyrir hverjir séu feður þeirra." Það var í sveitarsókn. Einn bónd- inn kvartaði um það við prestinn, að kirltjan væri alltaf að biðja sóknar- börnin um peninga. — Alltaf og eilíflega eigum við að gefa — gefa — gefa, nöldraði hann. Eftir andartaks umhugsun, lyfti prestur augum til himins. — Guð, ég þakka þessu kristna sókn- arbarni mínu fyrir þá fegurstu túlkun á kristindómnum, sem ég hefi nokkru sinni heyrt. — ★ — — Sáumst við ekki í dýragarðinum fyrir nokkrum dögum, fröken? — Það má vel vera. í hvaða búri voruð þér? — Maður getur bezt fundið aldur hænsnanna á tönnunum. — Hvaða vitleysa, hænsnin hafa eng- ar tennur. — Nei, en ég hef þær. — ★ — Margir útlendingar eru undrandi yf- ir að Englendingar skuli drekka te morgna, kvölds og um miðjan dag. En þeir skilja það, þegar þeir hafa smakk- að.á kaffinu hjá þeim. — ★ — Þegar loftvogin kom á markaðinn í þorpinu, var presturinn sá fyrsti, sem keypti sér eina, og þótti hún hinn merkilegasti gripur. Einn morgunn sagði prestsfrúin við mann sinn: — Sú verður þú að stilla loftvogina á þurrt ég ætla að þvo stórþvott í dag. — ★ — f biblíutímanum í bamaskólanum: „Og hvað hét hann nú, fyrsti karl- maðurinn í Paradís?" „Hann hét Adam.“ „Rétt, og fyrsta konan?“ Eftir augnabliksþögn: Madam. Kapp er bezt með forsjá. 198 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.