Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 21
Danskt blað var eitt sinn spurt af ungri eiginkonu: Er til of mikils ætl- ast af manninum mínum að hann stoppi sokkana sína sjálfur Biaðið svaraði: Það fer eftir geðs- lagi og hæfileikum manns yðar. Hins vegar verður auðveldara fyrir yður að stoppa sokka en það að stoppa mann, sem vill fara að heiman. — ★ — Sigurður frændi: „Hversvegna ertu svona þögull, Nonni minn ?“ „Mamma ætlar að gefa mér tíkall ef ég minnist ekkert á skallann á þér og rauða bronnivínsnefið.“ — ★ — Móðirin: „Mér finnst nú það síð- asta, sem ung stúlka gerði sé að fara inn á næturklúbb." Dóttirin: „Já, en við fórum líka síðast þangað, mamma.“ — ★ — ÞaS var fyrir mörgum árrnn að kardínáli, sem meðtók blessun páfa, stundi því upp, að lians æðsta ósk væri að verSa tekinn í tölu heilagra. Páfinn klóraði sér í höfSinu og hvað þetta mjög erfitt. Til þess þyrfti hann fyrst og fremst að vera dauður. En bætti hann við: „Ef þú læst vera dauður, skal ég lýsa því yfir aS þú sért skynheilagur. VlKINGUR Maður nokkur mætti konu á götu og ávarpaði hana þannig: „Pyrirgefið frú, mér hefir víst mis- sýnst. Þegar ég sá yður álengdar, hélt ég aS þér væruð frænka mín, þegar þér komuS nær þekkti ég að það vor- uð þér sjálfar, — en nú sé ég, að það er systir yðar, sem ég er að tala við.“ — ★ — „Þegar ég fer út á kvöldin veSja ég alltaf við konuna mína að ég muni koma heim fyrir miðnætti.“ „Og hvernig fer veðmálið ?“ „Hún vinnur alltaf — og hún er svo hreykin yfir því aS vinna aS hún gleymir ölliun skömimun.“ — ★ — Hún: Ég er svo óttalega hrædd í þrumuveðri. Hann: Það er eðlilegt, þú hefur svo mikið, aðdráttarafl. Frívaktin „Er hundurinn, sem þú keyptir góð- ur varðhundur?“ „Hvort hann er, — ég hefi ekki komist inn í íbúðina mína í þrjá daga.“ — ★ — „Hvað kostar herbergið meS afnot af píanóinu?" „Eg ákveS verðið þegar éghefhcyrt yður spila.“ Þessi er norskur: Það var um borS í strandferðabátn- um. Prúin, sem var farþegi, sagði við skipstjórann í meðaumkvunartón: „Þér hafiS livorki ratsjá né dýptar- mæli, livernig vitiS þér livar þér eruð staddur 1“ „Þetta er ósköp einfalt, kæra frú,“ svaraði skipstjórinn. „Við höfum okk- ar hátt á að ákveða stöðu skipsins. Við sendum mann í land eftir vínar- brauSum, og þegar hann kemur til baka, sjáum viS á pokanum hvar við erum staddir.“ — ★ — Þrír liundar eru í óskilum hjá lög- reglunni. Ef eigendurnir gefa sig ekki fram innan 7 daga verða þeir tafar- laust skotnir. — ★ — Auglýsing. Tösku með miklu af peningum í tapaSi ung stúlka, sem líklega hefir veriS opin innarlega á Laugaveginum. — ★ — Nú er hann Sveinn orðinn flugmað- ur. „Er hann nú farinn að fljúga eins og fleiri blessaður pilturinn. Drottinn lialdi verndarhendi sinni yfir lionum.“ „Undir honum, segðu heldur. ÞaS er öruggara, ef hann kynni aS hrapa.“ — ★ — Konan bálreiS: „Veit ég vel að þú ert nærsýnn, — en það fer í taugarnar á mér þegar þú spyrð krakkana hvort það só ég eSa strætisvagninn, sem kemur neðan götuna.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.