Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 22
Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum
„Tjaldur" 11,9 tonn. Smíðaður í
Vestmannaeyjum 1919.
Karl Guðmundsson, Reykholti, er
fæddur í Reykjavík 3. maí 1903.
Foreldrar: Guðmundur Magnús-
son, trésmíðameistari og Helga
Jónsdóttir.
Karl fór ungur með foreldr-
um sínum til Vestmannaeyja og
byrjaði þar sjómennsku á unga
aldri fyrst á „Kára Sölmundar-
sjmi“ hjá Guðjóni á Heiði og síð-
ar á ýmsum bátum. 1927 byrjar
Karl formennsku á „Skúla fó-
geta“ og hafði formennsku á
honum fram yfir 1930. Eftir það
er Karl með eftirtalda báta:
„Tjald, Ófeig I, Ófeig II og síð-
ar Óðinn. Karl var ábyggilegur
formaður og aflamaður í bezta
lagi alla sína formannstíð og
aflakóngur var hann eina ver-
tíð.
„Skallagrrímur“ 14.75 tonn Smíðaður
í Reykjavík 1917.
Magnús Jakobsson, Skuld Ve.,
var fæddur 16. sept. 1903 í
Breiðuhlíð í Mýrdal. Foreldrar:
Jakob Björnsson og Þuríður Pét-
ursdóttir.
Magnús ólst upp með foreldr-
um sínum í Mýrdal. 1926 fór
Magnús fyrst til Vestmannaeyja
og var háseti á „Síðuhalli" hjá
Guðjóni Valdasyni og síðar á
„Skallagrími" fyrst háseti og
síðar vélamaður og var við þann
starfa í fjölda ára. Formennsku
byrjaði hann á „Skallagrími“
1940 og er með hann til 1950.
Eftir það hætti Magnús sjó-
mennsku og hefur stundað véla-
smíði til þessa dags. — Magnús
hefur verið dugnaðarmaður og
vélamaður ágætur.
„Hjálpari" 13.38 tonn.
Smíðaður í Danmörku.
Bryngeir Torfason, Búastöð-
um, var fæddur að Söndum á
Stokkseyri 26. sept. 1895. For-
eldrar: Torfi Nikulásson og
Ingibjörg Magnúsdóttir.
Bryngeir byrjaði ungur sjó-
mennsku á Stokkseyri og síðar
formaður þar. Til Vestmanna-
eyja fór Bryngeir alfarið 1919
og fór þá með bát með sér, sem
var „Unnur“ og hafði for-
mennsku á henni þá vertíð. Eftir
það er Bryngeir með eftirtalda
báta: Njál, Hjálpara, Guðrúnu,
Sæbjörgu, Tvist og loks Þór, en
þá missti Bryngeir heilsu og
varð að hætta sjómennsku. —
Bryngeir var hreystimaður og
talinn góður formaður. — Hann
lézt á Vífilstaðahæli.
200
VÍKINGUR