Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 23
„Karl“ 14.49 tonn. Smíðaður
í Reykjavík 1920.
Guðni Jónsson, Ólafshúsum
Ve., var fæddur 6. júní 1903 í
Ólafshúsum í Ve. — Foreldrar:
Jón Jónsson og Elín Sigurðar-
dóttir búandi þar. Guðni ólst upp
hjá foreldrum sínum í Ólafshús-
um og var snemma tápmikill
ungur maður.
Eftir fermingu byrjaði Guðni
sjómennsku á vélbátum, lengst
á „Karli“ hjá Ólafi Ingileifs-
syni,. því faðir Guðna átti í þeim
bát. Formennsku byrjar Guðni
1925 á m.b. „Gition.“ Eftir það
er hann með eftirtalda báta:
„Karl, Frigg, Gullveig, og loks
Njörð,“ sem hann ferst með 12.
febr. 1944 með allri áhöfn við
fjórða mann í aftakaveðri suð-
vestur af Einidrang.
Guðni var mesti hreystimað-
ur, hann var einn af þeim mönn-
um sem var mestur þegar á
reyndi.
Signrfinnur I.árusson,
„NjáH“ 13.00 tonn. Smíðaður
í Reykjavík 1916.
Sigurfinnur Lárusson, Álfta-
gröf, Mýrdal, var fæddur 9. maí
1894 að Álftagröf. —Foreldrar:
Lárus Finnsson og Árnlaug Ein-
arsdóttir og með þeim ólst hann
upp.
Til Vestmannaeyja fór Sigur-
finnur á unga aldri oggerðistþar
sjómaður, fyrst á „Immanúel"
í fjölda vertíða og síðar á ýms-
um bátum, en 1922 ræðst hann
fyrir „Njál“ á vertíðinni 1923,. en
16. febr. ferst hann á Njáli með
allri áhöfn við fimmta mann
upp í landsteinum við syðri
hafnargarð.
Sigurfinnur var hreystimaður
og var talinn með beztu sjó-
mönnum.
*
„Adda“ 20.00 tonn.
Gísli Jónsson Ben, Haukfelli,
var fæddur að Núpi undir Eyja-
fjöllum 18. marz 1890. Foreldr-
ar: Jón Benoníusson og Guðný
Sigurðardóttir.
Gísli fór alfarið til Vest-
mannaeyja 1912 og gerðist þar
sjómaður og vélamaður. — For-
mennsku byrjaði hann 1916 með
„Portland" og hafði formennsku
á því til 1920. Eftir það er Gísli
með eftirtalda báta: „Málmey,
Öddu, Hauk, Gústaf og Skuld 11“
allt til 1931.
Gísli var talinn góður formað-
ur og aflamaður ágætur. Hann
lézt 30. des. 1931.
*
VlKINGUR
201